Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ RagnheiðurElín Árna-dóttir al- þingismaður innti Össur Skarphéð- insson utanrík- isráðherra eftir því á Alþingi í fyrradag hvort Steingrímur J. Sigfússon hefði verið spurður þegar hernaðar- aðgerðir NATO í Líbíu voru framlengdar í annað sinn í september sl. og hvort hann væri þeim samþykkur. Össur sagðist ekki hafa borið málið undir Steingrím en greint frá því í ríkisstjórn að hann hygðist í þriðja sinn samþykkja hern- aðinn fyrir hönd Íslands. Vinstri grænir ráðherrar hafi bókað mótmæli í ríkisstjórn- inni, sem er þá að minnsta kosti í þriðja sinn sem þeir bóka slík mótmæli án þess að á þá sé hlustað. Tvennt vakti sérstaka at- hygli í svörum Össurar. Annars vegar það að hann sagðist ekki hafa talið að ákvörðunin í sept- ember um að endurnýja umboð NATO til að stunda hernað í Líbíu væri meiriháttar utanrík- ismál sem þyrfti að ræða í utan- ríkismálanefnd. Af svörum hans má ráða að ástæðan sé sú að átökin hafi nánast verið til lykta leidd. Þá hlýtur að vakna sú spurn- ing hversu mikill hernaðurinn þurfi að vera sem NATO stund- ar í nafni Íslands og annarra aðildarríkja til að Össur telji sig þurfa að bera það undir ut- anríkismálanefnd. Mun Össur telja sig geta samþykkt að standa að hernaði annars stað- ar í veröldinni án þess að bera það undir nokkurn mann ef hann telur að umfang hern- aðarins verði ekki mikið? Eru Vinstri grænir þeirrar skoð- unar að þessi túlkun utanrík- isráðherra á umboði sínu og hlutverki utanríkismála- nefndar sé ásætt- anleg? Hitt sem athygli vakti svarar í raun hluta spurning- anna sem velt er upp hér að framan, því að Össur ítrekaði þá afstöðu sína að hann þyrfti alls ekki að ræða þátttöku Íslands í hern- aðaraðgerðum við utanrík- ismálanefnd, hvað þá að taka tillit til sjónarmiða þeirrar nefndar né nokkurs annars. Um þetta sagði hann orðrétt: „Að því er varðar Líbíu þá tel ég raunar, eins og ég hef fært rök að hér í ræðustól Alþingis, að ég hefði getið tekið þessa ákvörðun, sem að ég tók hina fyrstu [um hernaðinn í Líbíu], án þess að ræða það við utan- ríkismálanefnd. Það er al- gjörlega ljóst. Án þess að fara eftir því sem að endilega hefði verið niðurstaða utanríkismála- nefndar vegna þess að það er ekkert í lögunum sem segir að ég þurfi að fara eftir því.“ Í ljósi yfirlýstrar afstöðu Vinstri grænna til hernaðar og ekki síst þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum, er með miklum ólíkindum að þeir skuli ekkert hafast að og láti sér lynda að sitja undir aðgerðum utanríkisráðherra og túlkunum hans á umboði sínu til þátttöku í hernaði. Þeir láta sér nægja að bóka mótmæli og er alveg sama þó að ekkert sé með þau gert. Og þegar utanrík- isráðherra færir sig upp á skaftið og sér ekki einu sinni ástæðu til að bera málið undir utanríkismálanefnd, þá láta ráðherrar Vinstri grænna sér duga að mótmæla í hljóði á lok- uðum fundi og vonast sjálfsagt til þess að enginn verði þess var hvernig með þá er farið. Nú eru þeir hins vegar lentir í því að utanríkisráðherra hefur op- inberað leynibókunina. Össur er hættur að bera þátttöku í hernaði undir utan- ríkismálanefnd} Leynibókun opinberuð Forsendur fjár-lagafrum- varpsins voru brostnar áður en það var lagt fram. Frumvarpið bygg- ist ekki á nýjustu spá um hag- vöxt, einkaneyslu og verð- bólgu og munar töluverðu á nýjustu spá og þeirri sem fjár- málaráðherra gengur út frá. Þegar af þessari ástæðu er ljóst að sú niðurstaða fjárlag- anna sem forystumenn rík- isstjórnarinnar hafa kynnt er ekki á réttum rökum reist. Þar með er óhjákvæmilegt að verulegar breytingar þurfi að gera á frumvarpinu í með- förum þingsins, enda eru hin- ar röngu for- sendur allar í eina átt, þ.e. til fegr- unar niðurstöð- unnar. Á þetta er meðal annars bent í minnisblaði Al- þýðusambands Íslands um fjárlagafrumvarpið og ljóst er að þar á bæ hafa menn áhyggjur af að frumvarpið standist ekki. Þær áhyggjur eru skiljanlegar og eðlilegar. Hitt er óskiljanlegt og ekki minna áhyggjuefni, að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar telji þvert á móti að forsend- urnar séu varfærnislegar og að hallinn sé þar með ofmet- inn. Fjárlagafrumvarpið þarf gagngera end- urskoðun á Alþingi} Forsendur brostnar fyrirfram Þ orri landsmanna gengur í skóla í að minnsta kosti í tíu ár. Allflestir hafa því skoðun á störfum grunn- skólakennara og einhverra hluta vegna hafa mál þróast þannig að þetta ein fárra starfsstétta sem þurfa ítrekað að verja tilveru sína og starfshætti. Auðvitað eru kennarar ekkert heilagir frek- ar en aðrir og gagnrýna hugsun er öllum hollt að ástunda og setja fram í ræðu og riti, þyki til þess ástæða. En það sætir furðu hversu oft skammirnar dynja á kennarastéttinni fyrir þær einar sakir að stór hluti hennar er af til- teknu kyni, því væntanlega hafa kennarar lítið um það að segja, rétt eins og aðrir. Ný rannsókn sýnir að tæpur fjórðungur 15 ára reykvískra drengja getur ekki lesið sér til gagns. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem áþekkar niðurstöður birtast, en margar rannsóknir hafa sýnt að drengir fá að meðaltali lægri einkunnir en stúlkur á samræmdum prófum, brottfall þeirra úr fram- haldsskóla er talsvert meira og þeir fara síður í há- skólanám. Eins og svo oft áður er fjöldi kvenkennara nefndur sem ein af helstu skýringunum. Samkvæmt því er flest það sem aflaga fer í grunn- skólakerfinu sprottið af þeirri „nöturlegu“ staðreynd að stór hluti kennara eru konur. Fjölgun kvenna í kenn- arastétt er sögð hafa haft í för með sér snarminnkandi virðingu fyrir starfinu og lækkun launa. Slæleg námsframmistaða og treglæsi sumra drengja mun samkvæmt þessu vera vegna þess að fyrir framan töfluna stendur kona en ekki karl. Aukinheldur hefur því verið haldið fram að margur pilturinn sé baldinn á skólabekk bara vegna þess að enginn er karlinn til að koma á ró og skikk. Reyndar hafa rannsóknir sýnt að stúlkur hafa fengið hærri einkunnir en drengir í grunnskóla, svo áratugum skiptir og líka þegar kennarastéttin var nánast ein- göngu skipuð körlum. Talað er um að drengi skorti karlkynsfyrirmyndir í skólanum, því þar sé allt morandi í kvenfólki. Getur kona ekki verið drengjum holl og góð fyrirmynd og stúlkur tekið karla sér til fyrirmyndar? Ef kyn kennarans er svona óskaplega mikilvægur þáttur í námsframvindu barna, hvers vegna sýnir þá áðurnefnd rannsókn að mikill fjöldi unglingsstúlkna glímir við kvíða og vanlíðan? Ekki er hægt að kenna skorti á fyrir- myndum um. Vissulega eru vandamál í grunnskólum. En ástæðan er varla sú að konur eru í meirihluta meðal grunnskólakennara. Vandamál samfélagsins endurspeglast gjarnan í skólastarfi. En þau verða sjaldan til innan veggja grunn- skólans. Hvers vegna ætti grunnskólinn að geta útrýmt kynjamisrétti og úreltum klisjum, sem snúa að báðum kynjum, fyrst slíkt dafnar ennþá í samfélaginu? Finnist einhverjum skorta dæmi til stuðnings þessari fullyrðingu er nærtækt að nefna nýlega nefndaskipan á Alþingi. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Geta konur ekki kennt strákum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Árni Matthíasson arnim@mbl.is S teven Paul „Steve“ Jobs, frammámaður og helsti hugmyndasmiður Apple tölvufyrirtækisins, er lát- inn eftir langvarandi veik- indi. Með honum er genginn einn merkasti hugsuður tölvusögunnar, áhrifamikill og frumlegur markaðs- maður sem las framtíðina betur en flestir. Hann stofnaði Apple fyrir hálfum fjórða áratug og þó hann hafi horfið frá fyrirtækinu um hríð sneri hann aftur og gerði það að einu helsta og verðmætasta fyrirtæki heims þar sem áhersla á frumlega hönnun og nýstárlega tækni var í öndvegi. Steve Jobs stofnaði Apple með félögum sínum í apríl 1976 til að selja tölvur sem kaupandinn sá um að setja saman. Jobs sá um markaðs- og sölumál og varð smám saman leið- andi í samstarfinu sem hugmynda- smiður. Hann var til að mynda áfram um það að Apple framleiddi tölvur með myndrænum notendaskilum og mús, líkt og velflestir tölvunotendur nota í dag. Vendipunktur í sögu fyr- irtækisins var er það kynnti fyrstu Macintosh-tölvuna, en Jobs stýrði einmitt þróun hennar. Þrátt fyrir velgengni Macintosh varð Jobs undir í átökum innan fyrir- tækisins þar sem stjórn þess vildi koma böndum á tilraunagleði Jobs. Á endanum hrökklaðist hann frá fyrir- tækinu 1985 og stofnaði í framhald- inu annað tölvufyrirtæki, NeXT, og lagði einnig fé í teiknimyndagerð. Hann sneri svo aftur til Apple 1996. Fyrsta merki þess að Steve Jobs væri aftur kominn til starfa hjá Apple var iMac tölvan sem kom á markað 1998. Þremur árum síðar opnaði Apple fyrstu verslanir sínar sem hafa haft mikið að segja um vinsældir Apple-varnings víða um heim og ímynd fyrirtækisins. Sama haust kom svo á markað spilastokkur, iPod, sem olli straumhvörfum í dreifingu og sölu á tónlist, en Apple tók einnig til við að selja tónlist á netinu í svo- nefndri iTunes-verslun. Fleiri áhrifamiklar nýjungar voru í undirbúningi; fyrirtækið bylti farsímamarkaði með nýrri gerð far- síma, iPhone, sem voru með snerti- skjá í stað hnappa og gátu keyrt fjölda forrita. Síðasta nýjungin sem Jobs kynnti var svo spjaldtölva, iPad, sem er tölva með snertiskjá. Jobs greindist með krabbamein í brisi 2004 og gekkst undir lifrar- ígræðslu 2009. Í janúar sl. fór hann í ótímabundið sjúkraleyfi og lést svo á miðvikudag. Eins og getið er í upphafi var Steve Jobs hugmyndaríkur og fram- sýnn. Hann var þó ekki óumdeildur, þótti ráðríkur og uppivöðslusamur ákafamaður, eins og títt er með hug- sjónamenn. Samstarfsmenn hans höfðu á orði að hann væri með slíka persónutöfra að hann gæti fengið menn til að fallast á hvaða hugdettu sem væri og vanmeta alla erfiðleika við að framkvæma hana. Margar af hugmyndun Jobs eru viðteknar í nú- tíma tölvuvinnslu, sumar löngu eftir að menn höfðu hafnað þeim, en aðrar gengu aldrei upp eins og gengur. Per- sóna Steve Jobs var svo samþætt ímynd Apple að eflaust mun reynast fyrirtækinu erfitt að halda stöðu sinni að honum gengnum. Það segir sitt að fjöldi manna safn- aðist saman fyrir utan höfuð- stöðvar Apple þegar lát Jobs spurðist og við verslanir fyrir- tækisins víða um heim, lagði þar blóm og minningarkort, kveikti á kertum og reykelsi og baðst fyrir. Sér einhver það gerast þegar Bill Gates Microsoft-bóndi fell- ur frá? Einn merkasti hugs- uður tölvusögunnar Helgistund Fjöldi manna safnaðist saman fyrir utan verslanir Apple víða um heim, lagði þar blóm og minningarkort og baðst fyrir. 1976 Steve Jobs stofnar Apple með félögum sínum. 1984 Fyrsta Macintosh-tölvan kemur á markað. 1985 Jobs hrökklast frá Apple, stofnar NeXT og leggur fé í Pix- ar teiknimyndafyrirtækið. 1996 Jobs snýr aftur til Apple 1998 iMac kemur á markað. 2001 Nýtt stýrikerfi Apple, MacOS X, gerbreytir vinnslu- umhverfi Macintosh-tölva. 2001 iPod-spilastokk- urinn kemur á markað og iTunes verslunin opnuð. 2007 iPhone-farsíminn kynntur. 2010 iPad spjaldtölv- an kynnt. Nokkrir kaflar í Jobsbók STEVE JOBS (1955 - 2011) Steve Jobs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.