Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
✝ Stefán MagnúsGunnarsson
fæddist 6. desem-
ber 1933 á Æsu-
stöðum í Langa-
dal,
Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans Kópavogi
26. september
2011.
Foreldrar hans
voru sr. Gunnar Árnason,
fyrsti sóknarprestur í Kópa-
vogi, f. 1901, d. 1985, og Sig-
ríður Stefánsdóttir húsfreyja,
f. 1903, d. 1970. Systkini Stef-
áns voru Þóra, f. 1929, d. 2008,
Árni, f. 1930, Auðólfur, f. 1937,
og Hólmfríður Kolbrún, f.
1939.
Afi Stefáns í föðurætt var
sr. Árni Jónsson, próf. á
Skútustöðum í Mývatnssveit í
Þingeyjarsýslu, en amma hans
var Auður Gísladóttir.
Afi Stefáns í móðurætt var
sr. Stefán M. Jónsson, prestur
á Auðkúlu í Austur-Húnavatns-
sýslu, en amma hans Þóra
Jónsdóttir. Síðustu ár sín bjó
Þóra á Æsustöðum og var hún
Stefáni mjög náin.
Hann starfaði hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og
kaupfélögum á árunum 1954-
1960 utan eitt ár sem hann var
framkvæmdastjóri UMFÍ,
1956-1957. Hann var kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Aust-
fjarða á Seyðisfirði 1958-1959
og kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Kópavogs 1959-1960. Stefán
var útibússtjóri Búnaðarbanka
Íslands á Egilsstöðum veturinn
1960-1961. Hann hóf störf hjá
Landsbanka Íslands-
Seðlabanka í maí 1961 og
starfaði í ýmsum deildum
Seðlabanka Íslands óslitið til
loka maí 1976. Að auki var
Stefán fyrsti framkvæmda-
stjóri Viðlagasjóðs sem stofn-
aður var eftir að gos byrjaði í
Vestmannaeyjum 1973. Stefán
var bankastjóri Alþýðubankans
hf. frá 1. júní 1976 til 1. ágúst
1987. Hann réðst á ný til starfa
hjá Seðlabanka Íslands 1. febr-
úar 1988 og var forstöðumaður
gjaldeyriseftirlits Seðlabank-
ans frá 1. maí 1991 til starfs-
loka 31. des. 1998. Stefán var
formaður starfsmannafélags
Seðlabankans og í stjórn Sam-
bands ísl. bankamanna um ára-
bil. Hann var formaður sókn-
arnefndar Kársnesprestakalls
1972-1996 og vann ötullega að
málefnum Kópavogskirkju.
Útför Stefáns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 7. októ-
ber 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Eftirlifandi eig-
inkona Stefáns er
Hertha W. Jóns-
dóttir, fyrrv.
hjúkrunarfram-
kvstj., f. 19. des-
ember 1936 í
Reykjavík. For-
eldrar hennar
voru Jón S. Ólafs-
son, for-
stöðumaður Bif-
reiðaeftirlits
ríkisins, f. 1892, d. 1962, og
Herþrúður Hermannsdóttir
húsfreyja, f. 1897, d. 1978.
Börn Stefáns og Herthu eru:
Jón Gunnar, f. 1965, og Sigríð-
ur Þrúður, f. 1967. Eiginkona
Jóns er Tracey E. Stefánsson,
f. 1964. Synir þeirra eru Stef-
án, f. 1997, og Ómar, f. 1998.
Eiginmaður Sigríðar er Benja-
mín Gíslason, f. 1965. Börn
þeirra eru Hertha Kristín, f.
2001, Gísli Jón, f. 2002, og
Stefanía Agnes, f. 2006. Dóttir
Benjamíns og stjúpdóttir Sig-
ríðar Þrúðar er Bergljót
Klara, f. 1993.
Stefán lauk landsprófi frá
Laugarvatni 1951 og útskrif-
aðist frá framhaldsdeild Sam-
vinnuskólans í Reykjavík 1954.
Elsku afi!
Við erum ósköp sorgmædd yf-
ir því að þú sért farinn. Takk fyr-
ir að hafa verið alltaf svo glaður
og góður við okkur. Við vildum
að þú hefðir ekki orðið veikur,
því að þá hefðir þú kannski lifað
lengur. En við erum samt glöð
yfir því að nú líður þér vel og
finnur ekki lengur til. Því ef að
þú hefðir lifað lengur meðan þú
varst svona veikur hefði þér bara
liðið illa.
Mér (Herthu) fannst svo gam-
an að segja þér brandara en
núna get ég ekki gert það leng-
ur. En ég ætla að skrifa niður
brandara og búa til brandarabók
og tileinka þér. Svo alltaf þegar
ég skrifa brandara í bókina mun
ég senda þér þá í huganum til
himna. Það var svo gaman að
syngja fyrir þig og þú komst allt-
af þegar ég var syngja á tón-
leikum. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og alla aðra.
Ég mun alltaf hugsa til þín.
Ég (Gísli Jón) trúi því að þú
fæðist aftur nú þegar þú ferð til
himna. Kannski fæðist þú aftur
sem lítið barn. Takk, afi, fyrir að
hafa verið afi minn.
Stefanía segir að sér þykir
vont að þú sért dáinn. Hún spyr
einnig hvar þú sért og hvert þú
farir. Samt finnst okkur að hún
skilji að þú ert dáinn. Elsku litla
prinsessan þín, hún mun segja að
sig langi til að þú komir að sækja
sig á leikskólann. Og nú teiknar
Stefanía prinsessur með tár.
Elsku afi, við elskum þig og
söknum þín að eilífu.
Þín
Hertha Kristín, Gísli Jón
og Stefanía Agnes.
Vor sál er himnesk harpa
helgum Guði frá,
vér lifum til að læra
að leika hana á.
Og þá sem ljúfast leika
þau lög sem Drottinn ann
við komu dauðans kallar
í kóra sína hann.
(GÁ)
Stefán, bróðir minn, var stolt-
ur af nafninu sínu og það með
réttu. Hann hét Stefán Magnús
eins og móðurafi okkar sem að
sínu leyti bar nöfn föðurbræðra
sinna Stefáns og Magnúsar Ei-
ríkssona frá Skinnalóni á Sléttu.
Magnús var svo góður maður og
vænn að hann fékk viðurnefnið
frater sem merkir bróðir.
Stefán, afi okkar, var annálað-
ur söngmaður og Stefán, bróðir
minn, var enginn ættleri á því
sviði. Allt frá æsku sungu þeir
saman bræðurnir, Árni og Stef-
án, og alltaf tvíraddað. Þeir
bjuggu „hina röddina“ til jafn-
óðum og þótti sjálfsagt. Seinna
söng Stefán með mömmu við ófá-
ar hjónavígslur og skírnir heima
þegar faðir okkar var prestur í
Kópavogi.
Stefán naut nafns síns hjá
ömmu Þóru. Hann var auga-
steinninn hennar og fékk að sofa
í holunni hjá henni öll sín
bernskuár. Það var mannmargt
á Æsustöðum og ekki til siðs að
börn svæfu ein í rúmi.
Stefán líktist Magnúsi frater í
því að vera hjartahlýr og hjálp-
samur við menn og málleysingja.
Seint gleymist þegar fjölskyldan
fór í fermingu austur fyrir fjall.
Veður var gott þegar lagt var
upp en á heimleiðinni skall á iðu-
laus stórhríð á Hellisheiði. Fjöldi
fólks var í vandræðum enda illa
klætt og óviðbúið. Stefán dró
ekki af sér að rétta hjálparhönd
þótt hann væri í sparifötunum og
á blankskóm. Svarta, þykka hár-
ið hans stóð eins og hrafnsvæng-
ur upp af höfðinu í hríðinni. Það
var ekki hans stíll að ganga fram
hjá þeim sem voru hjálparþurfi
við veginn.
Margir hafa sagt að Stefán
hafi reynst þeim ómetanleg
hjálparhella þegar hann var
bankastjóri. Það var á þeim tíma
þegar lán lágu ekki á lausu og
síst fyrir þá sem mest þurftu
með.
Ég var á ferðalagi í Ameríku í
maí 1963 þegar skeyti barst að
heiman. Skeytið frá pabba var
stutt en skýrt. „Stefán trúlofað-
ur.“ Mikil var gleðin og ekki
síðra að unnustan var bæði falleg
og góð. Hertha reyndist Stefáni
yndislegur lífsförunautur. Best
reyndist hún þegar mest reið á
síðasta árið. Það verður henni
aldrei fullþakkað.
Heimili Stefáns og Herthu var
ekki aðeins glæsilegt heldur
voru þau bæði einstaklega gest-
risin. Þar var öllum tekið eins og
þeir væru sérstakir aufúsugestir
og bæði skyldir og óskyldir áttu
heimili hjá þeim árum saman.
Það hefur verið haft á orði að
Stefán hafi elskað börnin sín
meir en aðrir menn. Slíkt er erf-
itt um að dæma en hitt er víst að
hann þorði að sýna þeim og öðr-
um börnum í fjölskyldunni kær-
leika og hlýju. Börnin okkar
systkinanna allra urðu nánir vin-
ir enda samgangur mikill.
Hertha, Jón Gunnar, Sigga
Þrúður, tengdabörnin og afa-
börnin hafa mest misst en Stef-
án lifir áfram í hugum okkar og
ef það er satt sem segir í versinu
hans pabba að Guð hafi kór hin-
um megin er enginn vafi að þar
hefur Stefáni verið tekið fagn-
andi. Og þau sem fyrir eru og
elska hann breiða faðminn á
móti honum.
Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir.
Stefán bróðir minn ólst upp á
æskuheimili okkar á Æsustöðum
í Langadal. Pabbi var þar prest-
ur. Hann kenndi okkur börnun-
um allan barnaskólalærdóm og
bjó unglinga undir framhalds-
skóla. Mamma bjó okkur elsku-
ríkt heimili, sem var opið gest-
um og gangandi. Hún kenndi
ungum stúlkum hljóðfæraleik og
ræktaði fallegan trjá- og blóma-
garð, sem vakti aðdáun vegfar-
enda. Í hinum norðlensku dölum
ríkti andi samvinnu og sam-
hjálpar og þar blómstraði ríku-
legt félags- og menningarlíf,
ekki síst á sviði söngs og tónlist-
ar. Það kom því af sjálfu sér að
Stefán, sem var góður söngmað-
ur, tók ungur þátt í starfi karla-
kórs sveitarinnar og öðru fé-
lagslífi.
Fjölskyldan fluttist síðan í
Kópavog þegar pabbi gerðist
prestur í sameiginlegu presta-
kalli Bústaða- og Kópavogssókn-
ar. Í þessum nýju byggðum í út-
jaðri höfuðborgarinnar gerðist
margt efnalítið fólk frumbyggjar
og reisti sér af vanefnum þak yf-
ir höfuðið. Stefán þekkti því til
lífsbaráttu íslenskrar alþýðu frá
uppvexti sínum. Eftir landspróf
frá Laugarvatni hóf hann nám í
framhaldsdeild Samvinnuskól-
ans, enda má segja að samvinnu-
hugsjónin hafi verið honum í
blóð borin frá forfeðrum okkar í
forystusveit samvinnuhreyfing-
arinnar í Þingeyjarsýslu. Hann
var þar í hópi síðustu lærisveina
skólastjórans Jónasar frá Hriflu,
sem mun hafa hvatt hina ungu
menn til dáða og góðra verka.
Það er e.t.v. skýring þess að
margir úr hinum fámenna hópi
urðu þjóðkunnir menn, þ.á m.
tveir bestu vinir Stefáns, Guðjón
B. Ólafsson, forstjóri SÍS, og
Gísli Sigurðsson, ritstjóri og list-
málari. Að loknu námi hóf Stef-
án störf á vegum SÍS og var
kaupfélagsstjóri á nokkrum
stöðum og um tíma fram-
kvæmdastjóri UMFÍ. Hann hóf
síðan störf hjá Landsbanka Ísl.
Seðlabanka, uns hann réðst
bankastjóri Alþýðubankans hf.
Þegar Stefán lét af störfum þar
hvarf hann aftur til Seðlabank-
ans.
Ég held að undir stjórn Stef-
áns hafi Alþýðubankinn notið
trausts og trúnaðar viðskipta-
vina sinna og gróðasjónarmið
bankans hafi ekki setið í fyrir-
rúmi. Ég tel að Stefán hafi litið á
bankann fyrst og fremst sem
þjónustustofnun þar sem allir
gætu treyst því að heiðarleiki og
réttsýni væru höfð að leiðarljósi
og ekki síst þeir, sem minna
máttu sín, gætu vænst þess að fá
úrlausn sinna mála eftir því sem
unnt væri. Það voru Stefáni von-
brigði þegar Alþýðubankinn var
lagður niður og sameinaður öðr-
um stofnunum. Þegar litið er til
baka og horft til þeirra hremm-
inga, sem íslenskir bankar og
þjóðlíf hafa síðan gengið í gegn-
um, er ekki fráleitt að álykta að
þau sjónarmið, sem ríktu í
rekstri Alþýðubankans sáluga,
gætu hjálpað til að endurvekja
traust og trúnað almennings á
íslenskum fjármálastofnunum
og þeim, sem þeim stjórna.
Í einkalífi sínu var Stefán
mikill hamingjumaður. Hann
átti góða konu sem var honum
stoð og stytta í lífinu og tvö börn
og fimm barnabörn sem voru
honum mjög hjartfólgin.
Stefán er nú horfinn yfir móð-
una miklu en eftir lifir minning
um góðan dreng sem ekki lét
gullkálfinn glepja sig.
Auðólfur Gunnarsson.
Lífið er margslungið og gefur
svo margt sem oft gleymist að
þakka. Margt af því besta sem
það gefur er svo algengt og svo
hversdagslegt að það er eins og
það sé talið sjálfsagt, varla um-
ræðuvert. Þegar gengið er í
hjónaband eignast maður nýja
fjölskyldu, áður óþekkt fólk er
allt í einu orðið manni nákomið,
tengt margs konar böndum og
þá reynir á hvort takast muni að
aðlagast hinu nýja tengdafólki.
Frá því ég fyrst kom á Digra-
nesveginn, feiminn og óframfær-
inn, fann ég að þar var heil-
steypt fólk, búið þeim kostum
sem gerðu öll samskipti auðveld
og eðlileg. Tengdaforeldrum
mínum og börnum þeirra á ég
mikið að þakka, en það verður
ekki tíundað hér.
Þegar Stefán Magnús, mágur
minn, er genginn minnist ég
hans fyrir margt. Ég minnist
þess hve hlýr hann var, hve
skopskyn hans var notalegt, hve
vel hann söng, hve mikill vinur
hann var systkinabarna sinna,
hve auðvelt hann átti með að
orða hugsun sína, hvort heldur
var í ræðuformi eða í samræð-
um. Ég minnist stundanna með
honum, hvort heldur var í hest-
aragi eða á heimili hans og
Herthu, hvort heldur einn með
þeim að spjalla yfir kaffibolla
eða í hópi vina og fjölskyldu. Þau
voru samvalin í því að gera
hverja stund þar eftirminnilega
með gestrisni sinni, glaðværð og
ljúfmennsku.
Ef ég reyni að draga saman
það sem ég vildi segja um Stefán
þá finn ég ekkert sem lýsir hon-
um betur en þau einföldu en
djúpvitru orð: hann var drengur
góður.
Haraldur Ólafsson.
Stefán Magnús, móðurbróðir
minn, kvaddi þennan heim á jafn
friðsamlegan hátt og hann lifði.
Það var friður og fegurð yfir
honum á dánarbeði. Hann sýndi
einstakt æðruleysi í veikindun-
um, virtist undir það síðasta vita
að hverju stefndi og sýndi þá
einnig fádæma kjark og styrk.
Hugurinn hvarflar til æsku
minnar. Ég átti vísan kærleik og
vináttu í systkinum mömmu,
mökum þeirra og frændsystkin-
um mínum. Við vorum samhent-
ur hópur, barnabörn móður-
ömmu mínar og -afa. Fastur
punktur í tilverunni var að halda
upp á 17. júní á Meðalbrautinni,
hjá Stefáni og Herthu og börn-
um þeirra, Jóni Gunnari og
Siggu Þrúði. Í garðinum stóð
dúkkuhús sem Stefán smíðaði.
Húsið var reyndar manngengt
fyrir okkur á þessum árum og
bauð upp á óteljandi útgáfur
leikja. Stefán var hagur smiður.
Aðrar minningar tengjast
veislum þar sem þeir bræður,
Stefán og Árni, sungu tvíraddað
og við hin tókum undir. Það var
fagur söngur, Árni með tæra
tenórrödd og Stefán voldugur og
tónviss baritón. Stefán söng svo
vel. Það sem stendur einnig upp
úr eru samkomur fjölskyldunnar
eftir að makar okkar frænd-
systkina og börn komu til. Við
höfum átt góðar stundir saman
og það hefur verið mikils virði að
upplifa þann kærleika sem Stef-
án sýndi okkur öllum.
Stefán var einstaklega kær-
leiksríkur og mikil barnagæla.
Hann hafði ríkt skopskyn og
smitandi hlátur. Hann kunni að
gera grín að hlutunum, sjálfum
sér og öðrum, en alltaf græsku-
laust. Að koma á fagurt heimili
hans og Herthu var ávallt veisla.
Það er list að taka vel á móti
fólki en gestrisni þeirra er við-
brugðið. Stefán var alltaf óað-
finnanlega klæddur og bar með
sér þokka og reisn.
Það er óbærilega sárt að sjá á
eftir Stefáni, móðurbróður mín-
um, en gott að hugsa um flekk-
laust og fallegt líf hans. Honum
sé þökk fyrir allt.
Sigríður Ólína
Haraldsdóttir.
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Eg skal gæta þín.
Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng.
Þessar vísur Steingríms Thor-
steinssonar verða ævinlega
bundnar minningunni um kæran
föðurbróður minn, Stefán M.
Gunnarsson. Mér er í barns-
minni þegar við sungum þetta
saman og hann skellihló, eins og
honum einum var lagið, þegar
lagið náði hæstum hæðum í
„gleðistreng“. Hann taldi ekki
eftir sér að koma á fólksvagn-
inum úr Kópavoginum, vestur í
bæ, til að fara með litlu frænku
sína í bíltúr sem henni þótti held-
ur betur skemmtilegt.
Um þetta leyti rugluðu Stefán
og Hertha saman reytum og
gengu eftir það götuna saman.
Börnin þeirra, Jón Gunnar og
Sigga Þrúður, veittu honum
ómælda gleði og seinna líka
barnabörnin. Honum þótti und-
urvænt um þau öll og það duldist
engum að væntumþykjan var
gagnkvæm.
Hláturinn, söngurinn og
gleðin var einmitt það einkenndi
Stefán og líka þykka dökka hárið
og góðlegu augun. Við í fjöl-
skyldunni eigum fjölmargar
minningar um skemmtilegar
stundir heima hjá Stefáni og
Herthu eða í safnaðarheimilinu
Borgum í holtinu neðan við
Kópavogskirkju. Oftar en ekki
var sungið, stundum við undir-
leik á fótstigna orgelið hennar
ömmu og að sjálfsögðu raddað;
„Þú komst í hlaðið“, „Ég skal
vaka“ og fleiri og fleiri. Sagðar
voru sögur af fólkinu fyrir norð-
an, æskuárunum á Æsustöðum
og síðast en ekki síst karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps sem þótti
bera af öðrum kórum. Jafnan var
farið með vísur, sérkennilegar,
glúrnar eða einstaklega vel ort-
ar. Og hlegið dátt.
Ógleymanleg er ferðin norður
að Auðkúlu í Svínadal, fæðing-
arstað ömmu, fyrir hartnær tutt-
ugu árum. Þar hafði langafi,
nafni Stefáns, látið reisa kirkju
eftir mynd í erlendu tímariti af
rússneskri kirkju, eftir því sem
sagan sagði. Í kirkjugarðinum
voru þau grafin, Stefán Magnús
Jónsson og Þóra Jónsdóttir
langamma en aðeins var leg-
steinn á leiði hans en ekki henn-
ar. Um veturinn höfðu borist
fregnir frá draumspökum mönn-
um fyrir norðan um að henni
þætti þetta miður. Stefán fór fyr-
ir fjölskyldunni þegar farið var
um Jónsmessu til að bæta úr
þessu. Hann hafði hugsað fyrir
öllu, hverju smáatriði. Við dags-
lok var búið að reisa stein á leiði
Þóru og er ekki vitað til þess að
hún hafi truflað svefn manna
nyrðra eftir þetta.
Við Helgi hittum Stefán síðast
heima kvöld eitt síðla í ágúst.
Daginn áður hafði fjölskyldan
safnast saman í lundinum á
Digranesveginum, þar sem áður
stóð hús afa og ömmu og þar
sem enn vaxa tré sem amma
gróðursetti forðum. Hann rifjaði
upp ferð sem hann fór til Líb-
anons árið 1957 „þar sem grasið
er gult og klettarnir hvítir“ eins
og hann lýsti landinu sjálfur í
grein í Tímanum frá þessum
tíma. Stefán var kynntur fyrir
utanríkisráðherra landsins með
þeim orðum að nú gæfist kostur
á að kæla sig hjá manni frá Ís-
landi. – Það stafaði hlýju frá hon-
um þetta ágústkvöld eins og æv-
inlega.
Söngurinn er hljóðnaður.
Stefán M.
Gunnarsson
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVERRIR SIGURÐSSON SVAVARSSON,
Suðurgötu 18b,
Sauðárkróki,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. septem-
ber.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. október
kl. 11.00.
Sigrún G. Halldórsdóttir,
Magnús Sverrisson, Ásta P. Ragnarsdóttir,
Jóhann M. Sverrisson, Leidy Karen Steinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir minn og frændi,
KRISTJÁN STURLAUGSSON
tryggingastærðfræðingur
frá Múla í Ísafjarðardjúpi,
löngum til heimilis í Bogahlíð 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 5. október.
Gerður Sturlaugsdóttir
og fjölskylda.