Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Frábærir labradorhvolpar Eftir eru 4 hvolpar úr 8 hvolpa goti, svartir og svakalega fallegir, verða tilbúnir 9. okt. Sprautaðir, örmerktir og með hvolpapakka. S. 846 4483. Veitingastaðir Humarhlaðborð - humar, humar, lamb... Hafið Bláa Okkar vinsæla humarhlaðborð föstu- dag, laugard., sunnud. frá kl. 18.00. Borðapantanir 483 1000 - sjá hafidblaa.is Geymslur Góðar upphitaðar loftræstar stein- steyptar og vel einangraðar geymslur fyrir fellihýsi, tjaldvagna og húsgögn. Margra ára reynsla. Upplýsingar í símar 897 1731. Gónhóll Eyrarbakka mttp://www.gonholl.is Vetrargeymsla Geymdu gullin þín í Gónhól. Húsbíl-húsvagn-tjaldvagn o.fl. Skráðu sjálf/ur: http://www.gonholl.is Uppl. og pantanir í s. 771-1936. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allar nánari upplýsingar í síma 896-1864. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.200 kr., tvö pör 2.000 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Haust í Skarthúsinu Ný sending af loðtreflum. Einnig mikið úrval af hringtreflum, höttum og vettlingum. Mikið úrval af nýjum skartgripum - flott fyrir árshátíðina. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Bílar BMW 530D Eitt flottasta eintakið af BMW 530D árg. 2005 til sölu. Dekurbíll m/öllu, Ekinn aðeins 100.000 km. Verð 3,8 m. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 699 1616. Ford Focus station 1,6L. verð 410 þúsund staðgreitt. Árgerð 1999" .Ekinn 138 þúsund km ,bein- skiptur nýskoðaður,heilsársdekk,bíll í fínu standi. Upplýsingar í síma 8204640. Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is bílasala ...í bílum erum við sterkir! ☎ 562 1717 Skráðu bílinn þinn frítt hjá bilalif.is Bílaþjónusta Húsbílar Húsbíll til sölu FORD E350 árg. 1991, bensín. Ekinn 89 þ. m. Skráður fyrir 8, svefnpláss fyrir 6. Verð 2.950 þús. Frekari upplýsingar í síma 431 2622 og um helgar í síma 690 7432. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Teg. 42026 - Stækkar þig um heilt númer, fæst í B C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Teg. 20007 - Mjúkur og vænn í D E skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Teg. 42027 - Vinsælt snið í C D E skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- MISTY er á ferð um landið, þessa dagana erum við á HÚSAVÍK hjá Önnu Rúnu í síma 895-6771 og á Höfn hjá Hóffý í síma 861-6445. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur ✝ Guðrún Bær-ingsdóttir fæddist hinn 24. desember árið 1928 vestur í Hnífs- dal. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru þau Bær- ing Þorbjörnsson og Ólöf Jak- obsdóttir. Systkini Guðrúnar eru hálfbróðir hennar Ásgeir Valhjálmsson og alsystkinin Margrét, Kristinn og Ólafur. Kristinn og Ólafur eru fallnir frá. Guðrún ólst upp í Hnífsdal til ársins 1939 en þá flutti hún með fjölskyldu sinni til Ísafjarð- ar. 16 ára gömul fór hún suður til Reykjavíkur í vist og þar dvaldi hún næstu tvö árin. Á 18. árinu flutti Guðrún síðan til Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum, Eysteini Halldóri Einarssyni netagerðarmanni. Þau gengu í hjónaband árið 1949, hinn 16. apríl og hófu búskap sinn á Siglufirði. Þau hjónin Guðrún og Halldór eignuðust þrjú börn. Elst er María Halldórsdóttir, fædd 4. nóvember árið 1948. Maður hennar er Einar Guð- berg Jónsson. hingað suður. Guðrún tók þátt í því starfi af lífi og sál og var fyrsti formaður kvenfélags Þrasta. Þau ferðuðust líka mik- ið erlendis hjónin meðan bæði lifðu og höfðu af því mikla ánægju. Halldór lést hinn 16. apríl árið 1979, á 30 ára brúð- kaupsdeginum þeirra. Guðrún var kraftmikil, vinnusöm og dugleg kona. Hún var ráðagóð og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þannig smíðaði hún sjálf hillur og annað til heimilis- ins ef slíkt vantaði og gekk í þau störf sem þurfti að vinna. Hún var líka mjög viljasterk og meinti það sem hún sagði. Hennar já var já og nei hennar þýddi nei. En um leið var Guð- rún með mikla réttlætiskennd. Hún fylgdist líka vel með þjóð- málum allt fram á síðasta dag og hafði á þeim ákveðnar skoð- anir. Umfram allt annað hafði Guðrún mikla gleði af barna- börnum sínum síðustu árin. Hún ljómaði öll þegar þau komu í heimsókn til hennar – enda var hún stolt af hópnum sínum og elskaði þau öll heitt og innilega. Eftir árið 1999 fór að halla undan fæti hvað heilsu Guð- rúnar varðaði. Hún missti smátt og smátt heilsuna og und- anfarin fjögur ár hefur hún ver- ið rúmföst. Að lokum fór svo að baráttuþrek hennar var á þrot- um. Guðrún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. október 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Einar Hall- dórsson fæddist 8. október árið 1949. Yngstur þeirra systkina er Ólafur Þorbjörn Hall- dórsson, fæddur 23. janúar árið 1955. Barnabörnin eru 9 og barna- barnabörnin 15. Þau Guðrún og Halldór bjuggu á Siglufirði þar sem Halldór starfaði við netagreð, til ársins 1962 er þau fluttu til Hafn- arfjarðar. Þar hafa þau búið síðan. Guðrún vann sem ung kona við sauma og sem sauma- kona. Er þau bjuggu á Siglu- firði rak hún einnig mötuneyti enda mikið um að vera í bænum á þessum árum þegar síldin var og hét. Mest voru það menn sem unnu hjá Halldóri við neta- gerðina sem voru í mat hjá henni. Frá árinu 1966 starfaði Guð- rún hjá Ragnari Björnssyni og allt þar til er hún varð sjötug. Guðrún var alla tíð létt í lund, hláturmild og glaðleg. Þau hjónin áttu mörg áhugamál saman en þeirra stærst var söngurinn og oft tóku þau lagið saman. Halldór starfaði með Þröstunum eftir að þau fluttu Elsku mamma mín, þú varst skemmtileg, ráðgóð og réttlát en þú varst líka þrjósk og stolt. Minningarnar eru margar góðar en minningin sem ég minnist mest er þegar þú og pabbi voruð að skemmta ykkur því þá vildi ég frekar vera með ykkur en að fara út með vinum mínum. Það var sungið af fullum krafti og mikilli innlifun. Ég elskaði að hlusta á ykkur syngja saman og taka þátt með ykkur. Síðustu fimm ár hafa verið þér erfið vegna verkja og vanlíðanar. Ég efast ekki um að það hafi verið fagnaðarfundur hjá þér og pabba þegar þú komst loks í faðm hans aftur, nú veit ég að þér líður vel. Þú fékkst loksins hvíldina langþráðu sem þú hefur beðið eftir. Nú þarf ég að venjast því að fara ekki inn í Hafnarfjörð á föstudögum í heimsókn til að versla fyrir þig og vera þér fé- lagsskapur. Ég mun sakna þín, mamma mín. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, gaman væri að vera stór. Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór. (Freymóður Jóhannsson.) Þín dóttir, María. Elsku amma mín. Fráfall þitt kom ekki mjög skyndilega, enda aldur hár og þú farin að kröftum eftir langa og farsæla ævi. Með þér er enn ein rósin föln- uð og fallin. Blómagarður okkar er fátæk- ari nú en áður. Fyrir mér varst þú ætíð glað- vær og hláturmild, hreinskilin og þrjósk, handlagin og vinnu- söm … g skemmtilega stríðin. Það sem situr fastast í minn- ingunni, alveg frá barnsaldri, þau jól sem við áttum saman, að við bræðurnir gátum ekki beðið eftir ömmu og gjöfunum hennar. Þú virtist alltaf vita hvað okk- ur langaði í, hvað okkur fannst spennandi og sást til þess að það tæki okkur í hið minnsta korter að opna þær … kassi … ofan í boxi … ofan í kassa… og allt rækilega fest með límbandi og fyllt með gömlum dagblöðum o.s.frv. svo hlóst þú dátt, á meðan við rembdumst við að rífa utan af þessu öllu saman, alveg að pissa í okkur af spenningi og vorum ávallt í skýjunum með það sem þú gafst okkur. Megi þú hvíla í friði og ég bið að heilsa afa. Komið er að kveðjustund, Nú heldur þú á annan fund, Til okkar ei aftur mun vakna, Þín, ég mun ávallt sárt sakna. Kveðja. Ingólfur. Elsku amma. Þú varst yndislega kona, lífs- glöð og ég man alltaf eftir þér hlæjandi. Ég man eftir því að ég var alltaf hjá þér þegar ég var lítil og ég man eftir því að þú söngst fyrir mig úr söngvabók sem þú áttir, og ég var fljót að finna mér uppáhaldslag sem er og var dansi dansi dúkkan mín. Ég veit að ég á eftir að syngja þetta lag fyrir mín börn þó að ég sé ekki besta söngkonan en ég mun gera það í minningu um þig. Ég man líka eftir þeim degi sem ég var hjá þér og við vorum á leiðinni í afmælisveislu og ég var ekki beint í veislufötunum þannig að þú fórst með mig úti í búð og fannst á mig rauðan bol og svo fannstu efni heima hjá þér og saumaðir á mig pils. Ég var ekkert smá glöð með þessi nýju föt. Alltaf þegar ég hugsa um það þegar ég var lítill og heima hjá ömmu brosi ég því þetta eru góðar minningar um okkur sam- an. Þú varst frábær amma og þú munt alltaf vera hjá mér. Þín verður sárt saknað. Guðrún Albertína Einarsdóttir. Elsku langamma. Þú varst yndisleg langamma og varst alltaf tilbúin að hjálpa okkur að láta það gerast sem við krakkarnir vorum braska við. Ég man svo greinilega eftir því að þú safnaðir frost- pinnaspýtum fyrir okkur krakk- ana til þess að við gætum búið til alls kyns bílabrautir út um allt gólf hjá þér. Við fengum líka að tæma allar eldhússkúffur af sleifum og þess háttar til að stækka brautina enn frekar. Alltaf passaðir þú svo að eiga kókómjólk og kleinur fyrir okkur bílabrautasmiðina. Ég man líka svo vel eftir þeg- ar ég var að syngja með barna- kór Grafavogskirkju sem kom fram í sjónvarpinu, að þú varst svo stolt af mér að þú tókst ljós- mynd af sjónvarpinu með mér í því til að sýna mér að þú hefðir verið að horfa. Svo vildir þú að ég ætti mynd- irnar, sem ég á enn og mun varðveita. Aldri mun ég gleyma þér, elsku langamma mín … hvíldu í friði. Þín, Íris Ósk. Guðrún A. Bæringsdóttir Mikil viðbrögð voru við haustjafndægragátunni og þakkar Morgunblaðið þátt- tökuna. Rétt lausn er: Haustmánuður hungur seður, hendast menn og dýr um allt. Í gormánuði gleður veður, gerir á ýli rakt og kalt. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og fá hinir heppnu vegleg bókaverðlaun í boði Pennans Eymunds- sonar. Grímur Hergeirsson, Kirkjuvegi 22, 800 Selfossi hlýtur bókina Frönsk svíta eftir Irene Nemirovsky, Hinrik Ingi Árnason, Lækj- arvaði 1, 110 Reykjavík, fær bókina Reykvíkingar. Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg eftir Þorstein Jónsson, Smári Þorbjörns- son, Fannahvarfi 3, 203 Kópavogi, fær bókina Hand- bók um íslensku og Jónína Einarsdóttir, Stóru- Reykjum, 801 Selfossi, fær bókina Prjónað úr íslenskri ull. Verðlaunahafar geta vitjað bókanna á ritstjórn Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Lausn haustjafn- dægragátu Íslandsmót kvenna í tvímenningi Íslandsmót kvenna í tví- menningi fer fram 7.-8. októ- ber. Mótið hefst kl. 18:30 á föstudaginn og heldur áfram kl. 10:30 á laugardeginum. Skráning í síma 587 9360. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.