Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 35

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MORGUNMATUR! ÉG LÆT ÞIG VITA ÞEGAR ÞAÐ KEMUR HÁDEGISMATUR ENDA ÞINN TILGANGUR Í ÞESSU LÍFI PADDA? HVAÐ ER PADDA AÐ GERA Í KVÖLDMATNUM MÍNUM? HVERNIG FER ÉG AÐ ÞVÍ AÐ KYNNAST DRAUMA- KONUNNI MINNI? ÞÚ VERÐUR BARA AÐ HALDA ÁFRAM AÐ LÁTA ÞIG DREYMA ÞÚ ERT NÚ ÞEGAR BÚINN AÐ SEGJA MÉR FRÁ ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ÁTT MIKIÐ AF FLUGPUNKTUM HVERNIG VAR Í SKÓLANUM? EKKI GAMAN, MÉR VAR SETT FYRIR MJÖG ERFITT HEIMA- VERKEFNI ÞARFTU AÐ SKRIFA ÚTDRÁTT ÚR BÓK? EÐA FÉKKSTU ERFIÐ STÆRÐFÆRÐI- DÆMI? VERRA EN ÞAÐ! ÉG Á AÐ SKRIFA UM HÁTÍÐARSIÐI GYÐINGA SÝNDU ÞIG PADDAN ÞÍN! EÐA ÉG RÍF ÞETTA TÍVOLÍ Í SUNDUR! ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ LÁTA SJÁ SIG HÉR KEM ÉG SABRETOOTH! EKKERT ILLA MEINT Við borgum ekki Er ekki svolítið skrít- ið að skattgreiðendur á Íslandi kosti rétt- arhöld yfir manni sem reyndi að hjálpa þjóð- inni? Geir Haarde reyndi það án efa. Hann var forsætisráð- herra þegar bank- arnir tútnuðu út og fjárfestar gerðu sér glaðan dag. Margt fólk þurfti þá að hafa ýtrustu útsjónarsemi til að komast af. Síðan hefur enn fleira fólk lent í miklum erf- iðleikum. Það er ansi hreint órétt- látt. En ætli þetta sé bara einum bjartsýnum manni að kenna? Hvort var það Geir eða Ólafur Ragnar sem mælti með auknum umsvifum á Ís- landi? Hvernig voru aðstæður á fjár- málamörkuðum heimsins? Hvaða skattgreiðandi vill láta taka pen- ingana sína í réttarhöld sem snúast um slíka vitleysu? Og hvar eru hinir frábæru fjárfestar eða um- svifamenn? Sérstakur saksóknari fær skammir fyrir seinagang, en hjá honum er líkast til verið að vinna þjóðþrifaverk. Það virðist einfald- lega einkennilegt að taka einn mann fyrir alla. Mann sem vildi og vill áfram vel. Lesandi. Hættur af öspum Mig langar að benda á stórhættu við Víkingsheimilið í Fossvoginum, vegna aspartrjáa sem plantað hefur verið alltof þétt og við ljósastaurana þannig að þeir eru á kafi inni í öspunum. Gatan verð- ur svo dimm fyrir bragðið og stór- hættuleg. Þarna er mikil umferð af gang- andi, hjólandi og hlaupandi börnum sem fullorðnum sem eru að fara inn á göngustíg- inn út Fossvoginn. Svo er Víkingsheimilið með upplýstan gervi- grasvöll þannig að það er mikil bílaumferð á kvöldin. Ég benti garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar á þessa hættu fyrir ári en hann grobbaði sig bara af því að hann væri búinn að vera garðyrkjustjóri í 12 ár og hefði plantað hundruðum aspa á hverju ári víðsvegar um borgina. Sem auð- vitað er ekki gáfulegt, þar sem aspir eru til vandræða um alla borg. Þarna verður auðvitað að taka upp þessi tré og planta minni trjám eða alls ekki neinum þar sem gatan er svo þröng. Víða á Norðurlöndunum er bannað að planta öspum inni í borgarhverfum. Aspir eru fín tré sem skjólveggir á opnum svæðum en ekki í þröngum götum. Í von um skjóta lausn áður en slys verða þarna, því enginn vill hafa þau á samviskunni. Íbúi í Fossvoginum. Ást er… … að hafa þig til fyrir sérstakt stefnumót. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Bingó fellur niður í dag. Árskógar 4 | Smíði/Útskurður kl. 9. Boðinn | Vist kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 9.15 (lokaður hópur). Bólstaðarhlíð 43. | Haustfagn. 14. okt. Matur frá Lárusi Lofts. Þorvaldur Hall- dórsson sér um fjörið. Uppl. í s. 535- 2760. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í Gullsmára mán. kl. 20 og Gjá- bakka mið. kl. 13, fös. kl. 20. Ath. breytt- an tíma á mán. og fös. Skvettuball í Gullsmára 13 Kóp. 8. okt. kl. 20. Hljóm- sveitin Prima. Veitingar á góðu verði. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20-23, Klassík leikur. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.20, málm-/silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Félagsvist og leðursaumur kl. 13. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30, spil kl. 13.30. Söngur kl. 14. Jóga fellur niður í dag. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, bókband kl. 13. Prjónakaffi kl. 10. Stafganga kl. 10.30 og létt ganga um El- liðaárdalinn. Spilasalur opinn. Kóræf. kl. 12.30, nýir félagar velkomnir. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bingó kl. 13.30, Tímap. hjá fótafr. í síma 6984938, tímapantanir á hárgreiðslust. í síma 8946856. Fatakynning kl. 10-15. Hraunsel | Tréskurður kl. 10, leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, biljard í kjallara, opið daglega kl. 9 - 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Vinnustofa kl. 9 án leiðbeinanda. Bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ dagblöðin/kaffitár 8.50. Gönuhlaup/ thaichi/myndlist kl. 9. Gáfumannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl. 9. Guðsþjónusta & sparikaffi kl. 14. Vesturgata 7 | Kaffi/dagblöð kl. 9, enska kl. 10.15, tölvukennsla kl. 12.30, sungið v/flygil kl. 13.30, tölvukennsla frk. kl. 14.15, dans í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun og handavinna kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Pétur Stefánsson er í sömu spor-um og þorri þjóðarinnar: Að mér sækir lúi og leiði, lífsins gleði er hulin sýnum, þó endalaust ég greiði og greiði, grynnkar ei á skuldum mínum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, svarar að bragði: Á skuldum er ég ekki þreytt og andleg heilsa fín enda kaupi ég aldrei neitt annað en brennivín. Og hún bætir við: Kúri ég á krónunum koddinn geymir seðla. Ég held ég rétti rónunum í ræsinu, nokkra bleðla. Pétur fyllist þakklæti: Æi Fía, þakka þér – þú sem engan svíkur, seðlabúntin sendu mér suður til Reykjavíkur. Fía slær á létta strengi: Sannlega máttu fá seðil og vín og svolítið knús fyrir óðinn. Þegar þú kemur í kaffi til mín með kossi ég rétti þér sjóðinn. Pétur svarar óðar: Lífið mitt er leikur og glens, lífsleiðinn burtu fokinn. Maður er kominn á syngjandi sjens. Sjáumst í vikulokin. Þá renna tvær grímur á Fíu: Bóndanum verður nú varla skemmt hann veit hvað mér finnst þú sætur. Því held ég í dag, væri heldur snemmt. Hittumst seinnipart nætur. Og Pétur klykkir út með: Eftir rakstur og ylvolgt bað upp úr klukkan 10 ætla ég að strunsa af stað á stefnumót við Fíu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skuldum og sjóði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.