Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Mark Tatlow heldur erindi í
hádegisfyrirlestraröð tónlist-
ardeildar LHÍ í Sölvhóli í dag
kl. 12.00-12.45. Í erindinu
fjallar Tatlow um uppfærslur á
óperum fyrri alda á okkar tím-
um, en erindið ber titilinn
„The (ir)relevance of Early
Opera in the 21st century“.
Mark Tatlow hefur starfað
sem stjórnandi við l’Opéra de
Nice, Hirðleikhúsið í Drottn-
ingarhólmi, Konunglegu óperunni í Kaupmanna-
höfn, Vadstena Academy, FolkOperan, Göte-
borgsOperan og NorrlandsOperan auk annarra í
Skandinavíu og Bretlandi. Hann er listrænn
stjórnandi Hirðleikhússins í Drottningarhólmi.
Óperufræði
Fyrirlestur um
óperur fyrri alda
Mark
Tatlow
Nýtt kvikmyndahús verður
opnað í kvöld á Siglufirði og
verður kvikmyndin Eldfjall
opnunarmynd þess. Leikstjóri
myndarinnar, Rúnar Rún-
arsson og aðalleikari hennar,
Theódór Júlíusson, verða við-
staddir opnunina en Siglu-
fjörður er heimabær Theódórs.
Sýningar á Eldfjalli í hinu nýja
kvikmyndahúsi verða í kvöld
kl. 21, annað kvöld á sama tíma
og á sunnudag kl. 20.
Eldfjall er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri
lengd og jafnframt framlag Íslands til Ósk-
arsverðlaunanna 2012. Hún hefur verið sýnd á
kvikmyndahátíðum víða um heim.
Kvikmyndir
Nýtt kvikmynda-
hús á Siglufirði
Theódór Júlíusson
í Eldfjalli.
Hulda Hlín Magnúsdóttir opn-
ar sýningu á verkum sínum í
Listasal Mosfellsbæjar í dag
kl. 16.00. Hún nefnir sýninguna
Litir – krómatískir töfrar / Co-
lor – chromatic magic, en á
henni eru litir sem hafa verið
meginviðfangsefni í olíu-
verkum og teikningum þar sem
fjöllum, klettum og persónum
bregður fyrir í litskrúðugum
expressívum búningi.
Hulda Hlín er útskrifuð í málaralist frá Lista-
akademíu Ítalíu í Róm (Accademia di Belle Arti)
og hefur haldið einka- og samsýningar hérlendis
og erlendis.
Sýningin stendur til 4. nóvember.
Myndlist
Hulda Hlín í Lista-
sal Mosfellsbæjar
Hulda Hlín
Magnúsdóttir
Norrænir mús-
íkdagar hófust í
gær með ráð-
stefnu og síðan
opnunartón-
leikum í Hörpu
þar sem flutt
voru ný tónverk
norrænna tón-
skálda. Tónlist-
arhátíðinni, sem
stendur fram á
sunnudag, verður fram haldið í dag.
Dagurinn hefst á ráðstefnu um nor-
ræna tónlist og norræna samvinnu
kl. 9.00 þar sem fram koma fjórir
fyrirlesarar, Ruta Pruseviciene, Pet-
er Eriksson, Atli Heimir Sveinsson
og Bèr Deuss, og fjalla um hvað sé
norrænt við norræna tónlist. Ráð-
stefnustjóri er Sveinn Einarsson
Kl. 12.15 Tónleikar með færeyskum
verkum eftir tónskáldin Andras Ol-
sen og Trónd Bogason. Aldubáran
Sinfoniettaflytur verkin sem öll eru
að hljóma í fyrsta sinn.
Kl. 19.00 flytja 90 börn úr Tónlistar-
skóla Hafnarfjardar, Tónlistarskóla
Kópavogs og Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar verkið Velodrom
eftir Østen Mikal Ore í Norður-
ljósum. Höfundur stjórnar flutn-
ingnum.
Kl. 20.00 Einleiksverk fimm nor-
rænna höfunda flutt í Kaldalóni.
Verk eftir Mattias Petersson, Edvin
Østergaard, Malin Bång, Thorstein
Aagard-Nilsen og Huga Guðmunds-
son, en einleikarar eru Anna Petrini
kontrabassablokkflautuleikari, Ein-
ar Jóhannesson klarínettuleikari,
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari
og Morten Carlsen lágfiðluleikari.
Kl. 22.00 Raftónlist flutt í Norður-
ljósum og tvinnað saman flutningi á
hefðbundin hljóðfæri og tölvu- og
raftónlist. Flutt verða verk eftir
Kaija Saariho, Juha T. Koskinen,
Toke Brorson Odin, Øyvind Torv-
und og Jexper Holmen. Flytjendur
eru Hélène Navasse, Frode And-
ersen, Guðni Franzson, Kjartan
Guðnason, Sigurður Halldórsson,
Svava Bernharðsdóttir, Ögmundur
Þór Jóhannesson og Ejnar Kanding.
Ráðstefna,
ný verk og
raftónlist
Norrænir músíkdag-
ar haldnir í Hörpu
Atli Heimir
Sveinsson
Í höfuðborgarsor-
anum þar á sína ætt
og óðul þessi ónytjungur 38
»
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er alltaf mjög gaman og mikill
heiður að fá að spila með Tríói
Reykjavíkur,“ segir Sigurður Ingvi
Snorrason klarínettuleikari, en hann
er sérstakur gestur á tónleikum
Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg,
menningar- og listamiðstöð Hafn-
arfjarðar, sunnudaginn 9. október kl.
20.00. Á tónleikunum koma auk Sig-
urðar fram þau Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari og Peter Máté pí-
anóleikari, sem bæði eru meðlimir
Tríós Reykjavíkur.
Spurður um efnisskrá tónleikanna
segir Sigurður aðallega um að ræða
blöndu af frönskum og ungverskum
verkum. „Síðan þótti mér við hæfi að
bæta við verki Páls Pampichlers
Pálssonar, Næturljóð nr. 3, frá árinu
1999 sem er tileinkað mér,“ segir
Sigurður. Á tónleikunum má heyra
leikandi létt tríó eftir Darius Mil-
haud og nokkur smáverk eftir Franz
Liszt sem flutt eru í tilefni tveggja
alda afmælis hans nú í október.
„Tvö verkanna á tónleikunum,
annars vegar klarínettusónata eftir
Francis Poulenc og hins vegar And-
stæður eftir Béla Bartók, eiga það
sameiginlegt að hafa verið pöntuð af
klarínettusnillingnum og sveiflu-
kónginum Benny Goodman,“ segir
Sigurður og bendir á að Goodman
hafi á sínum tíma ætlað að frumflytja
bæði verkin með tónskáldunum. Það
hafðist í tilfelli Bartóks, en Poulenc
lést áður en það náðist og því var það
Leonard Bernstein sem sat við flyg-
ilinn.
Vítt tónsvið hljóðfærisins
eykur túlkunarmöguleikana
„Við klarínettuleikarar eigum Go-
odman mikið að þakka því hann var
afar duglegur að panta verk og mörg
fræg tónskáld tuttugustu aldarinnar
skrifuðu fyrir hann,“ segir Sigurður
og nefnir í því sambandi t.d. Paul
Hindemith og Aaron Copland.
Aðspurður segir Sigurður úr nógu
að moða þegar kemur að því að velja
góð klassísk klarínettuverk til flutn-
ings. „Vissulega er klarínettan ungt
hljóðfæri, sem þýðir að við eigum
ekki verk frá barokktímanum.
Fyrsta klarínettan verður til um
1730 og upp úr því fara tónskáld á
borð við Mozart og Brahms að semja
fyrir hljóðfærið. Á tuttugustu öldinni
er óhemjumikið skrifað fyrir hljóð-
færið,“ segir Sigurður. Tekur hann
fram að eitt af því sem sé svo
heillandi við klarínettuna sé hversu
vítt tónsvið hljóðfærið hafi sem gefi
því aukna möguleika í túlkun.
Sigurður stundaði nám í klarín-
ettuleik við Tónlistarskólann í
Reykjavík og framhaldsnám við Tón-
listarháskólann í Vínarborg. Hann
hefur starfað í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands frá árinu 1973. Hann stjórnar
eigin salonhljómsveit og er virkur
sem einleikari og kammermúsíkant.
Þá stjórnaði hann uppbyggingu Tón-
listarskóla FÍH og var skólastjóri
skólans fyrstu 8 árin. Sigurður kenn-
ir við Tónlistarskólann í Reykjavík.
„Við klarínettuleikarar eigum
Goodman mikið að þakka“
Tónleikaröð
Tríós Reykjavíkur í
Hafnarborg hefst á
klarínettuveislu
Morgunblaðið/Golli
Tríó Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari
leika verk eftir Pál Pampichler Pálsson, Milhaud, Liszt, Poulenc og Bartók á tónleikum sínum á sunnudag.
Tónleikar Tríós Reykjavíkur á sunnudag marka 22.
starfsár hópsins í samvinnu við Hafnarborg. „Á sínum
tíma vorum við að leita okkur að samastað til tónleika-
halds,“ rifjar Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikara upp,
en hún skipar Tríó Reykjavíkur ásamt Gunnari Kvar-
an sellóleikara og Peter Maté píanóleikara, sem
tók við af Halldóri Haraldssyni píanóleikara
1996, en Halldór spilaði með tríóinu frá
stofnun 1988.
„Þá var ekki um auðugan garð að gresja
þegar kom að því að finna sal á listasafni með
góðum hljómburði og flygli,“ segir Guðnýju og
tekur fram að Hafnarborg hafi verið nýopnað
og stjórnendur þar að velta því fyrir sér að fá
sér flygil. „Við fórum og töluðum við að-
standendur safnsins og héldum tónleika. Í
framhaldinu varð það að samkomulagi að Tríó Reykja-
víkur myndi hafa aðsetur í Hafnarborg og vera kamm-
erlistahópur safnsins,“ segir Guðný og hrósar happi yf-
ir því þar sem hljómburðurinn í Hafnarborg sé
einstakur og samstarfið við safnið verið afar farsælt.
Frá upphafi hefur Tríó Reykjavíkur haldið ferna
tónleika í Hafnarborg á hverju starfsári. „Við fáum
reglulega til okkar gesti á tónleikana og bætum
jafnvel við enn fleiri hljóðfærum. Við getum því
leikið mjög breitt úrval af tónbókmenntunum,“
segir Guðný og tekur fram að í áranna rás hafi
líka skapast hefð fyrir því hjá tríóinu að
vera með tónleika undir yfirskriftinni
Klassík við kertaljós auk þess sem nýár-
stónleikarnir séu alltaf á sínum stað í
janúar við góðar undirtektir áheyrenda.
KAMMERLISTAHÓPUR HAFNARBORGAR Í RÚMA TVO ÁRATUGI
Guðný
Guðmundsdóttir
Hljómburðurinn einstakur og samstarfið afar farsælt
Stórskemmtileg
ævintýrasýning
fyrir yngstu börnin
Næstu sýningar:
Laugard. 8. okt. kl. 13.30
Laugard. 8. okt. kl. 15.00
Sími í mið
asölu
5511200
HLINI KÓNGSSON
Sögustund í Kúlunni