Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 44

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 44
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Moore orðin „skuggalega grönn“ 2. Steve Jobs látinn 3. Nektardansmeyjar sviptu sig lífi 4. Setur Cayenne-pipar út í allt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til stuðnings Palestínu verða haldnir á Faktorý á laugardag- inn. Fram koma Reykjavík!, Prins póló, Blaz Roca & Sesar A, Nolo og Futuregrapher, auk þess sem ný breiðskífa Ghostigital verður flutt. Tónleikar fyrir sjálfstæða Palestínu  Tónlistarmað- urinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, heldur í dag fyrirlestur í Ketilhúsinu á Ak- ureyri kl. 14. Yf- irskrift fyrirlest- ursins er „Hljóðbóndinn“. Mugison mun fjalla um sköp- unarferlið og hvernig það sé að vera íslenskur listamaður í ört minnkandi heimi. „Hljóðbóndinn“ Mugison í Ketilhúsinu  Akureyrska rokksveitin geðþekka 200.000 naglbítar mun snúa aftur á heimaslóðir í febrúar 2012 og leika í Hofi. Að sögn Vilhelms Antons Jónssonar, leið- toga sveitarinnar, er stefnt að því að frumflytja fjögur ný lög á tónleikunum og er eitt þeirra þegar komið niður á blað. 200.000 naglbítar í Hofi árið 2012 Á laugardag Suðaustan 13-20 og rigning sunnan- og vestantil að morgni, síðan suðvestan 8-13 og skúrir. Suðaustan 10-15 og rign- ing eða slydda norðaustantil um hádegi, síðan hægari sunnanátt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt á landinu, 3-10 m/s. Skúrir úti við sjóinn en annars bjartviðri. Suðaustan 13-18 m/s og rigning suðvestantil í kvöld. Hiti 0 til 8 stig. VEÐUR Strákarnir í U21 árs lands- liðinu í knattspyrnu hittu fyrir ofjarla sína á Laug- ardalsvellinum í gærkvöldi. Íslendingar mættu þá Eng- lendingum í þriðja leik sín- um í undankeppni Evrópu- mótsins og máttu þola tap, 3:0. Alex Oxlade-Chamb- erlain, leikmaður Arsenal, skoraði öll þrjú mörk Eng- lendinga sem höfðu tögl og hagldir allan tímann. »3 Íslensku strák- arnir töpuðu illa „Þótt þetta verði í síðasta sinn sem ég stýri íslenska landsliðinu þá er leikurinn eins og hver annar,“ segir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, sem stýrir ís- lenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Portúgal í Porto í kvöld eftir fjögurra ára starf. »1 Ólafur kveður landsliðið eftir leik í Porto Nýliðar Gróttu máttu sætta sig við 10 marka tap þegar þeir tóku á móti Haukum í þriðju umferð N1-deildar karlar í handknattleik á Seltjarn- arnesi í gærkvöld. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleik tóku Haukar öll völd á vell- inum með Birki Ívar í banastuði á milli stanganna. »2 Tíu marka sigur Hauka gegn Gróttu á Nesinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar herða þarf sultarólina koma góðir siðir eins og sláturgerð sér vel. Sprenging varð í sölu á fersku slátri haustið 2008 og má ætla að a.m.k. 50.000 slátur seljist á landsvísu á hverju hausti. Allar verslanir Nóatúns eru með sérstakan sláturmarkað um þessar mundir, en í fyrra gaf Nóatún út bækling um sláturgerð og lét auk þess gera myndband, þar sem fólki er kennt að taka slátur. Myndbandið er aðgengilegt á netinu og segir Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri hjá Nóatúni, að aukin fræðsla hafi ýtt undir söluna á fersku slátri. „Slát- urmarkaðurinn er á fullu og hann hefur alltaf verið sterkastur þegar líða fer á októbermánuð,“ segir Ólaf- ur. Hann bætir við að salan á fersku slátri hafi verið mjög góð í fyrra og hafi í raun komið á óvart. „Við bú- umst samt við aukningu á þessu ári,“ segir hann. Hátíð í bæ Þegar rætt er um að taka slátur er átt við að búa til blóðmör og lifr- arpylsu. Lengi hefur þekkst að fjöl- skyldur hafi komið saman og unnið við sláturgerð, handverkinu þannig haldið við frá manni til manns, þar sem ömmur og mömmur hafa verið í lykilhlutverki. Ólafur segir að allir aldurshópar taki slátur og algengt sé að fjölskyldur geri sér glaðan dag við sláturgerð. „Við sjáum yngra fólk í auknum mæli taka slátur og það er mjög ánægjulegt. Þetta er ekki frekar bundið við eldra fólkið. Fólk á öllum aldri tekur slátur enda er þetta góður og ódýr matur.“ Ólafur bendir á að sláturgerðin sé mun einfaldari og auðveldari nú en áður. Kaupa megi tilbúna próteinkeppi og notkun þeirra hafi gert alla vinnu mun þægilegri en ella. „Þetta er mikið breytt frá saumaskapnum í gamla daga,“ segir hann. Sláturgerð í sjónvarpi Kaupa má frosna lifrarpylsu og blóðmör allt árið en ferskt slátur er aðeins til sölu í nokkrar vikur á þess- um tíma. Ólafur segir að venjulega taki fólk fimm slátur en stór- fjölskyldur taki allt upp í 20 slátur. Sláturgerð hefur verið sýnd í mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi að und- anförnu og segir Ólafur það af hinu góða. „Þetta er allt í sömu áttina, að missa ekki niður þessa góðu, ís- lensku hefð,“ segir hann. Sláturmarkaður slær í gegn  Sláturgerð há- tíð fjölskyldunnar á hverju hausti Morgunblaðið/Kristinn Innmatur Einar P. Pétursson og Fannet Kim Du, verslunarstjóri hjá Nóatúni í Austurveri, með blóð, mör og fleira. Nemendur í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur læra sláturgerð og verður hún tekin fyrir í dag. Mar- grét Sigfúsdóttir skólastjóri keypti slátur í gær, tók 10 slátur fyrir skólann. „Við verðum að halda hefðinni við, verðum að kenna þetta,“ segir Margrét. „Þær gera lifrarpylsu og blóðmör núna, en seinna sviðasultu og kæfu. Það eru nóg verkefni að sauma og brytja og þetta eru fastir liðir.“ Margrét segir að gervikeppir kosti meira en að sauma þá upp á gamla móðinn og í skólanum sé haldið í gömlu siðina. Nemendum þyki vinnan yfirleitt skemmtileg og vilji halda í þessa gömlu siði. 24 nemendur eru teknir inn hverju sinni og nú eru eingöngu stúlkur í hópnum en Margrét á von á einum strák á næstu önn. Hefðinni haldið við SLÁTURGERÐ Í HÚSSTJÓRNARSKÓLANUM Margrét Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.