Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 6
GEORGE BERNARD SHAW fæddist 1856 í Dublin í írlandi. Hann er sjálfmenntaður eins og H. G. Wells, en báðir þessir menn hafa verið andleg leiðarljós í brezkum bókmennt- um til fjölda ára. Shaw er afar „óbrezkur“ í þankagangi; hann er heimsborgari í allri hugsun eins og Tolstoi. Shaw byrjaði að rita skáldsögur áungaaldri, misheppnaðar og með- almennskulegar skáld- sögur, sem vöktu litla athygli og hrifningu. Þá sneri hann sér að blaðamennskunni og tók að gagnrýna bæk- ur, myndlist, tónlist og leiklist af miklum eld- móði. Og innan skamms hafði hann getið sér rnikið frægðarorð fyrir þessar ritsmíðir sínar. Hann gerðist skjótt brynvarður í miskunnarlausri herferð sinni gegn „laissez-faire“- stefnu margra samlanda sinna, brezkri þröngsýni, og almennu smáborgaralegu viðhorfi til lista og lífsins alls. Um þetta leyti gerðist hann einn af frum- herjum Fabíans-félagsins svonefnda, en í það félag hópuðust áhugasamir gáfu — og menntamenn, sem höfðu kenningar Marx og Sidney Webbs að bakhjarli. Árið 1892 reyndi Shaw fyrir sér á nýju sviði og byrjaði að semja leikrit. Það var ekki fyrr en cftir tólf ára þrotlausa baráttu, að Shaw hlaut almenna viðurkenningu sem leikrita- höfunduk Síðan hefir alltaf stafað ljómi af nahii hans í leikhúsheiminum. Hann hefir hæðzt að borgaranum, dregið hann sundur og saman í háði, ásakað hann um makræði og sjálfum- gleði, heimsku og tilfinningahræsni, dregið fram galla hans og breyskleika á hnyttinn hátt — og síðast en ekki sízt kollvarpað mörgum siðfræðikenn- ingum hans. — Shaw hefir afkastað feikninu öllu um dagana. Ilann var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels 1925. Kross fegurðar- innar Einþóttungur eftir GEORGE BERNARD SHAW. Einkaskrifstofa málflutningsmanns. Viðskiptavinur hans spígsporar um gólf. Báðir eru mennirnir ungir. VIÐSKIPTAVINUR: MÁLFLUTNINGSMAÐUR: VIÐSKIPTAVINUR: MALFLUTNINGSMAÐUR: VIÐSKIPTAVINUR: MÁLFLUTNINGSMAÐUR: VIÐSKIPTAVINUR: MALFLUTNINGSMADUR: VIÐSKIPTAVINUR: MALFLUTNINGSMAÐUR: Nei, Artúr! hjónaskilnað! Ég held þetta ekki út lengur. Hlustaðu á mig, Hóraz! Ég vil ekki hlusta á þig, hvorki á þig né annan. Konan mín og ég erum nú að slíta samvistum fyrir fullt og allt. En, minn elskanlegi, þú getur ekkert fundið henni til foráttu? Ekkert fundið henni til foráttu! Ekkert til for ... Já, ég segi þér skýrt og skorinort ekkert, alls ekki nokkurn skapaðan hlut. Þú kvartar ekki yf- ir skapinu í henni, og ekki kvartarðu yfir því, hvernig húsmóðir hún er. Þú kvartar ekki yfir neinu nema því, að hún gerir þig afbrýðisaman. Ég er ekki afbrýðisamur. En færi svo, að ég gerði svo lítið úr mér, að finna til slíkrar kenndar, þá yrði ég að hafa ástæðu til þess. Sjáðu nú til, Hóraz minn. Ef þú hefir ástæðu til þess að skilja við hana að borði og sæng á þessum forsendum, þá hlýturðu að hafa ástæðu til lög- skilnaðar. Ég er óðfús til að skilja að lögum — ég á við að skilja við hana. En þú ert alltaf að telja mér trú um, að ég geti það ekki. Þú getur það alls ekki. Þú berð ekki fyrir þig að hún hagi sér ósiðsamlega, en hins vegar berðu S LÍF og LIST t

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.