Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 13
„Við höfnm fundið hjartaslög og þrár nútiðarmannsins i list frum- stœðra þjóða, vegna þess að bilið milli, hamingjusams mannlifs og þess tœknilega lifs, sem við lifum i nútiðar þjóðfélagi, er að lengjast Frurnstœð list og mannlegt lif. „Er það kannske tilhneiging nú- tíðarmannsins til flótta frá raun- veruleikanum?“ „Raunveruleikinn er eins og við sjáum hann á hverjum tíma. Auga ljósmyndarinnar er hjartalaust og án heila: skilnings- laust. Raunveruleikinn hefir miklu fleiri hliðar cn mannleg tækni hef- ir enn sem komið er gefið rétta mynd af. En okkur í dag, sérstak- lega listamönnum, finnst, að list frumstæðra þjóða sé nær hinu upp- runalcga, heilbrigða, mannlega lífi.“ „Getur listin þá haft þjóðfélags- lega þýðingu?" „Ég veit ekki — ég hcf aldrci þekkt listrænt þjóðfélag.“ Hið óskiljanlega. „En hvers vegna nær listin ekki til fólksins?" „Sú myndlist, sem í dag er óskilj- anlcg almenningi, er á íslandi köll- uð abstrakt, og sannleikurinn er Kristján Davíðsson: Kona LÍF og LIST Andlitsmynd og smágoð frá Afríku sá, að myndlist hefir alltaf verið almenningi óskiljanleg, fyrst eftir að hún varð til. Hún er alltaf ab- strakt, meðan hún er að verða til, og þegar myndin er fullgerð, er hún orðin konkret veruleiki.“ „Er ekki listin orðin til vegna fólksins?“ ,ú\íyndlist cr alltaf fyrir fólk — annars er hún ekki lífrcen, og ef fólk heldur, að Giotto, Titian, Rembrant, Velasquez, E1 Grego hal'i málað náttúruna eins og hún er, þá þyrfti sannarlega að leiðrétta þann miskilning, þvi að hver veit, hvernig náttúran er. Auk þess var það ekki þcirra stelnumál, en fólk, sem horft hefir á þessar myndir nokkur hundruð ár, hefir látið í minni pokann, ef svo mælti segja, fyrir sjón þessara málara. Um myndirnar þrjár. Við skyggnumst nú um sýning- arsalinn. Verður okkur starsýnt á K. Dav.: Abstrakt-Setur — Ljósm. Kaldal 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.