Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 11
SKRIFTIR Konan hans Magascia hefir fregn- að það hjá Matalenu, að Don Pa- olo liafi fengið leyfi til að taka til skrifta, og nú kemur liún og biður hann þess í guðana bænum, að maðurinn hennar verði tekinn til skrifta, tuttugu og fimm ár séu liðin, og liann ekki kominn í sátt við guð. — Hann ber ekkert traust til prestanna úr sókninni, segir kon- an, og ekki kemur það víst fyrir aftur, að ókunnur prestur setjist að í Pietrasecca. Viljir þú ekki misk- unna þig yfir hann, á ekki annað fyrir honum að liggja en deyja í synd og hafna í helviti. Presturinn ætlar að leiða henni fyrir sjónir, að hann liafi í raun- inni enga skriftaheimild, en kon- an er á brott og kemur svo innan stundar með Magascia gamla. Hann er stór og ferlegur, með úfið skegg og liattinn í hendinni, fyllir nærri út í dyrnar. Hann er með vinstri handlegginn lafandi niður af lemstraðri öxlinni, en hend- inni hefir hann stungið í vas- ann. Don Paolo ætlar honum að setjast á stól við rúmið til að ræða við hann, en sá gamli krýpur a kné við fætur honum, gerir kross- maikið, kyssir gólfið og er niður- lútur, þylur skriftabænina og lem- ur sig þrisvar fyrir brjóst. — Mea culpa, mea culpa, mea niaxima culpa, tuldrar hann. Án þess að líta upp lækkar liann enn röddina og heldur áfram í nokkrar mínútur að muldra ó- skiljanleg orð, krossar sig hvað eft- ir annað, en Don Paolo getur ekki greint annað en iðrunarhvískur og LÍF og LIST Smásaga eftir IGNAZIO SILONE andvörp. Þegar það er á enda, liggur maðurinn áfram með and- litið niður í gólfið og fyllir út í liálft herbergið með hinum gífur- lega likama sínum. Hin tröllslega beinabygging gerir úr honum jarð- fræðilega höfuðskeppnu, stein- runnið dýr frá forsögutímum, hár og skegg minnir á villigróður. En óttinn, sem talar í öllu hans fasi, afhjúpar mannseðlið. Hann ligg- ur kyrr á gólfinu enn um stund, síðan lyftir hann höfðinu og spyr með alvarlegri röddu: — Nú, er það búið? Ertu búinn að gefa mér blessunina? Má ég nú l'ara? — Þú mátt fara, segir skriftar- faðirinn. Magascia rís á fætur og kyssir hann á höndina. Áður en hann fer, segir hann: — Vel á minnzt, ég þarf á ráð- leggingu að halda, og ég voga ekki að spyrja neinn annan ráða. Morð . . . er það ekki fyrnt eftir tuttugu og fimm ár? Verði maður uppvís, er þá skylda að leiða mann fyrir rétt? — Hvaða morð? Magascia skilur 'ekki.hvers vegna presturinn lætur sem hann viti ekkcrt. En þar sem hann er áfjáð- ur eftir svari, hvíslar hann í eyrað á presti: — Morðið á Don Giulio, lög- fræðingnum í Lama. — Einmitt, segir presturinn, ég sk.il. Því var ég alveg búinn að gleyma . . . en ég er enginn mál- færslumaður og ég get ekki svarað þér. Framh. á bls. 18. IGNAZIO SILONE er frægasta nafn- ið úr hópi þeirra ítalskra rithöfunda, sem urðu að flýja land sitt, þegar fas- istarnir brutust til valda. Hann fékk landvist í Sviss og dvaldist þar þangað til annarri hcimsstyrjöldinni lauk, þó ekki óslitið, því að nokkrum sinnum fór hann með leynd yfir landamærin, gisti stundum langdvölum að fátækum fjallabændum eða flakkaði um dulbú- inn. Á einu slíku fcrðalagi veiktist hann af lungnatæringu og varð þá strax að hverfa til baka. Silone er fæddur til fjalla og hann þekkir því mæta vel kjör hinna ítölsku smábænda, en í ævi þeirra • sækir liann ein- mitt efni í sögur sínar, og þó cinkum um kjör þeirra undir oki fasismans. Silone var skeleggur andstæðingur fas- ismans og kemur það greinilega fram í stærri skáldsögum hans. Raunar hef- ir einhver bókmenntafræðingur látið orð falla á þá leið, að Silone sé einn þeirra fáu pólitískra rithöfunda, sem ekki hafi að neinu beðið tjón í list sinni af því að halda uppi pólitískum boð- skap. Annars er hárfín spauggreind eitt af höfuðeinkcnnum í skáldsögum Silones. Af þeim ber fyrst og fremst að nefna „Fontamara“, „Pane e vino“ (Brauð og vín) og „II seme sotto la neve“ (Sáðkorn undir snjónum). Sú fyrsta kom út 1930, hinar tvær 1935. Ignazio Silone heitir réttu nafni Se- condo Tranquillo og fæddist úrið 1900. 11 ti

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.