Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 17

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 17
Við muru hreyfir mjúkur nœturblœr, á meðan kalda regnskúr yfir ber haustföla jörð, sem hófum troðin er hugar mins bleika fáks, — en klukka slœr, A týndri þústu grasið föla grcer^ grasið mitt fölt, sem bíður eftir ]tér% Þessi þróun skáldskapar hefur leitt af sér meiri efnisrýrð en dæmi eru til áður. í þriðja lagi mætti benda á hálf- rímuðu eða órímuðu Ijóðin, sem aftur eru að komast úr tízku. Þar var varnargarðurinn, hið óbundna mál, svo augljós, að ekki varð kom- izt lengra, og því er nú aftur snúið við. Dæmij Við ungu hjónin skoðuðum forn- minjasafniðj aldraður maður sýndi okkur ryð- brunnið vopn og mœlti: Litið á sverðið úr tvö þúsund ára legstað mikils höfðingja• Synir hans hafa beygt það i hnút svo andi hins framliðna ynni eliki lifendum mein% Þegar hér var komið sögu tók Itona til orða, leit með óduldu stolti á barn sitt og sagði: Þennan unga mann langar til að heyra i lirukassanum áður en við förum heim. Gamli maðurinn brosti, lagði frá sér sverðið, sem i rauninni var ekki annað en ryðhrúga, og við hlýddum hugfangin á ein- falda tóna hins forna hljóðfccris, eins og við öll vcerum foreldri þessa fagnandi drengs. Enda varð skáldunum það tiltölu- lega fljótlega augljóst mál, að ó- þarft var að kalla skáldskapinn ljóð, ef hann var óbundið mál með mislöngum línum á pappírnum. Menn lentu þar í svipuðum ógöng- um og ljóðaupplcsarar vorir gera enn margir hverjir í útvarpinu, að tengja saman ljóðlínur og nema staðar í miðjum hendingum, svo að ljóðið fái á sig blæ óbundins máls. En úr því að ljóðið er á ann- að borð ljóð, en ekki óbundið mál, þá á það líka að lesast sent ljóð, en ckki óbundið mál. Svo að vikið sé að Sigfúsi Elías- syni, þá er hann fulltrúi annarrar og þjóðlegri stefnu í Ijóðagerð, og fylla enn nokkrir Ijóðiðkendur þann flokk. Form þeirra er áfram- hald gamallar hefðar í íslenzkri ljóðagerð og er að því leyti ólíkt sniði atómsljóðanna. En Sigfús og hans flokkur á að því leyti sam- merkt við atómskáldin, að efnið stendur í skugga málskrúðsins. Hann verður því að teljast til formalistana eins og atómskáldin, þó að með öðrum hætti sá. Hann velur orðin fjarri hversdagslegu máli, en viðar þau að sér úr skáldamáli eldri kynslóða. Þar voru þau vissulega til fegurð- arauka og lyftu skáldin með því ljóðum sínum á svið, sem hafið var yfir hversdagslegar hugmyndir. Nú er vissulega öldin önnur, og þykir mörgum sá búningur nokkuð forn- fálegur. Honum verður tíðrætt um hluti eins og hafið, öldurnar, fjöll- in, guð og „allífið." Dæmi, að vísu ekki tekið úr ljóðabók skáldsins, cn hún var ekki við höndina: Ris þú ris þú, íslands alda, upp með þina bláu falda, þú skalt út um höfin halda, hljóðlát mœta rökkurströnd, upp mátt lýsa önnur lönd yfirskyggð af helgum mœtti, bcerð af Allífs andardrcetti, ce þér stjórni mátlarhönd. Ef við svo athugum hin lipru stíl- brögð ýmissa atómskálda, rekumst við að vísu ekki á sama orðavalið, en þó ekki ósvipaðar myndir. Efnisrýrðin er sameiginleg. At- ómskáldunum verður líka tíðrætt um útlit náttúrunnar. Blóm og dalverpi, ár og lækir, litbrigði morguns, kvölds og nætur er þeim hugljúlt yrkisefni. Það sem skilur — og það er mikið — er stíllinn. Við stöndum sem sagt á nýju stigi í ljóoagerð, enda þótt viðeigumenn þá eldri skáldakynslóð ofar jörðu. Hvað þýðir þetta stig fyrir bók- menntir okkar og hvert stefnir? Hreinn formalismi (menn fyrirgefi hið erlenda orð), getur ekki þýtt nema eitt: undanhald hugsunar- innar. Áframhaldið er jafn- augljóst, og er það sameiginlegt hinni nýju abstraktstefnu í málara- list, sem leggur áherzlu á byggingu myndarinnar í liturn og línum, en afneitar táknræni hennar. Áfram- haldið á sömu braut er ekki til. Skeiðið er á enda runnið, menn standa frammi á fjallsbrún, þar sem ckki verður niður ráðizt. Efn- ið er að mestu horfið, formið hefur náð sinni fullkomnun. Hvernig verður þá haldið áfram? Um næstu stig þróunarinnar er hvorki ég né nokkur annar fær um að spá. En augljóst er, að beygt verður af, ef ekki verður haldið til baka. Og ekki kæmi mér á óvart, að viðbragðið yrði: aftur- hvarf til hugsunarinnar. Það þyrfti ekki endilega að þýða tilslökun á forminu, stílnum. En það spor yrði áreiðanlega happasælt fyrir bókmcnntir okkar. Því að óneitan- lcga stöndum við núna í lægð. Formalisminn hefur nefnilega þá Framh. á bls. 20. LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.