Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 18
Skriftir Framh. af bls. 1 1. Orðrómurinn berst út, að Don Paolo hafi fengið leyfi til að taka til skrifta. — Hann er skriftafaðir, sem skilur allt og f'yrirgefur allt, meira vill Magascia ekki segja. — Hann er meira en skriftafað- ir, segir Matalena, hann er heilag- ur maður, sem les í hjörtum hinna fátæku syndara. Fóik streymir að til að kynnast þessu af eigin reynd. Herbergi Don Paolos er öllum opið. Manneskjur koma og fara. Hver og einn vill ákveða daginn til þess að gera játn- ingu sína. Börnin koma upp á tröppurnar og standa í dyrunum, án þess að koma nálægt hinum heilaga, sem getur ekki lengur dul- izt eða dregið sig í hlé. Svo kemur Gesira gamla askvað- andi. Hún rekur alla út, skellir aftur hurðinni á eftir sér og fell- ur á kné, les sitt mea iupla og byrjar að þylja ævisögu sína. Sú gamla ryður úr sér eins og kaffi- kvörn með gular jaðralausar varir. Undir óhreinum hártjáslum skín í eyra, sem tæplega er helm- ingur eftir af, og hún gefur þá skýringu á því, að hinn hlutann hafi asni bitið af eyranu, þegar hún var ung. Hún nefnir og útlistar ýmis sár, sem hún hefi á ólíkum líkamshlutum, þau hefir hún hlot- ið hjá manni sínum. Enginn hefir nokkurn tíma fengið að sjá sér sár hennar fyrr, guði sé lof, hún hefir aldrei sýnt nokkurri manneskju líkama sinn, en sárin eru þar al- ténd enn, það er eins satt og sá allraheilagasti var stunginn gegn- um síðuna. Maðurinn fórst fyrir tuttugu árum í jarðskjálftanum. — Þegar jarðskjálftinn kom, seg- ir Gesira, var það guðs vilji, að ég var stödd úti á götunni. Pietrasecca hrundiað þrem fjórðu hlutum. Maðaðurinn minn lá í rúminu og var grafinn undir húsinu, sem hrundi og jafnaðist við jörðu. Nú, þegar ég er orðin ekkja, get ég gifzt á ný, datt mér allt í einu í hug, en ég skal velja annan mann minn með dálítið meiri dómgreind. Það var fyrsta hugsunin, það verð ég að viðurkenna. Allir, sem björguðust úr jarðskjálftanum, leituðu hælis á bak við kirkjugarðinn, í snjónum, undir nokkrum tjöldum, sem við höíðum slegið upp. Um nóttina urðum við að halda við tveim eld- um kringum tjöldin til þess að bægja úlfunum frá. Við leituðum að þurru brenni í rústunum. Kvöld nokkurt, þegar ég varð að draga fram nokkur verkfæri úr hrúgunni, þar sem heimili mitt stóð, heyrði ég hrópað veikri rödd: „Gesira, ó, Gesira!" Maðurinn minn var á lífi. Ég tók til fótanna af skelfingu. Ef hann bjargast, hugsaði ég með mér, lemur hann mig til dauðs fyr- ir að ég hafi ekki strax dregið hann upp úr rústinni. Og líklegast hefir hann fótbrotnað eða handleggs- brotnað. Þá verður hann limlest- ur upp á lífstíð og við verðum enn fátækari en áður. Daginn eftir hrópaði hann aftur, en þá var það orðið miklu veikara. „Gesira!" sagði hann. „Ó, Gesiral" Ef guð hefði viljað bjarga honum, þá liefði hann ekki látið hann dysj- azt í jarðskjálftanum, hugsaði ég með sjálfri mér. Nokkrum dögum síðar komu liermennirnir til að ryðja undan rústunum og jarða þá dauðu. Hann var einn af þeim fyrstu, sem þeir fundu og lögðu í gröf. Síðara hjónabandið varð ekki betra en liið fyrra. Þegar við höfð- um verið saman í sex mánuði, lagði seinni máður minn af stað til Argentínu með aurana mína og hefir aldrei komið aftur. Það eru örlög konunnar. Gesira væntir þess, að skrifta- faðirinn segi eitthvað við hana, veiti henni hinar vanalegu áminn- ingar og að lokum fyrirgefningu. En Don Paolo horfir. á liana með óvissu án þess að segja orð. — Má ég nú fara? spyr konan. Er það búið? — Það er ekki búið, en þú mátt fara, segir presturinn. Nú kemur Mastrangelo studdur af eiginkonunni Lidovínu og mág- konunni Mariettu því að hann er með reifaðan fót og getur með naumindum hreyft sig úr stað. Þar eð hann getur ekki kropið á knén, láta konurnar hann setjast á stól við hliðina á skriftarföðurnum og fara út úr herberginu. Mastrang- elo byrjar að tala. Hann teygir munninn að eyra prestsins til þess að enginn annar geti heyrt. Hann er andfúll, lyktar af margra ára víni, og Don Paolo verður óglatt. — Konan mín hefir alið átján börn, en sextán hefir guð tekið aft- ur segir Mastrangelo. Tvö eru á lífi. Sumum lífverum er refsað þegar við fæðingu. Við því er ekk- ert hægt að gera. Marietta, systir 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.