Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 9
Ritstjóri „Lífs og Listar" hefur mælzt til þess, að ég skrifaði nokkur inn- gangsorð að þessum sögukafla. Vil ég því nota tækifærið og taka fram eftir- farandi atriði: Kafli þessi er upphaf skáldsögu, er ég reit eftir langan aðdraganda úti í Helsingfors sumarið 1949 og nefnist ELÍAS MAR: Kafli úr Á maður annars nokkuð að vera að þessu? sagði sá þriðji, sá sem gekk ai'tar en hinir tveir, sá yngsti, varla meir en fermdur. Hinir litu ekki við, og önzuðu ekki. Baddi, ég fer ekki lengra, hélt hann áfram og stóð nú kyrr eins og hann hefði fest rætur í malbikinu. Þá litu hinir við. Þeir köstuðu sígarettunum frá sér, horfðu andar- tak hvor á annan, gengu síðan fast að pilti. Sá elzti og sterklegasti, há- vaxinn karlmaður nærri tvítugu, andlitsdökkur og stóreygur, með djúpt skarð niður í ennið, leit al- varlegum augum, mildum, ekki vitund spotzkum, framan í dreng- ínn þar sem hann stóð; sagði síðan lágt, mjög lágt, cins og maður tal- „Vögguvísa.“ Um efni hennar er helzt að segja, að það er úr lífi reykvískra unglinga á eftirstríðsárunum. Tilgangur minn með sögunni er, í fyrsta lagi, að reyna að bregða upp þverskurðarmynd af áhrifum nýrra menningarstrauma og eftirstöðva stríðsbrjálæðis eins og slíkt getur birzt í athöfnum nokkurra ungl- inga, og í öðru lagi að gera tilraunir, nýjar fyrir mig sem höfund, bæði hvað snertir stil og efnismeðferð aðra. Vænt- anlegum lesendum sögunnar vil ég benda á það, að hvað sem því líður, hvort mér hafa tekizt þær tilraunir vel eða illa, er þó ekkert í sögunni gert í þeim tilgangi einum að brjóta hefð og reglur, velsæmi eða aðra góðahlutifyr- ir kæruleysis sakir, heldur er ástæðan önnur. Eitthvað svipað þessu má mað- ur jafnan hafa í huga, þegar á vegi manns verða listaverk, sem gera kröfu til að kenna sig við nútímamann, á hvaða sviði listar sem þau eru. E. Mar. skáldsögu ar við son sinn: Bambínó. Þú kem- ur víst. Þú kemur með okkur. Og það er allt í lagi, ég redda þessu geimi. Já, Bambínó, hvern andskotann heldurðu maður fari að hætta við það, sagði hinn. Bambínó svaraði ekki og hélt á- fram að standa kyrr. En ef allt kemst upp, og ef ekk- ert er að hafa, hvað þá? spurði drengurinn. Fyrirliðinn lagði höndina á öxl hans, mjög laust, kleip ofurlítið í axlarstoppið, og sagði: Bambínó. Þú ferð ekki að svíkja okkur liéðan af. Mundu að við erum að sýna þér traust. Svona. Þú kemur. Og nú varð augnaráð hans sting- ur. Bambínó hlýddi. Fyrirliðinn Baddi, þessi stóri og svali náungi, sem stelpur kölluðu Badda Pá, hann greikkaði sporið, fór spöl- korn undan hinum tveim; en þeir komu á eftir, fóru saman, hljóðir og hlýðnir, því í raun og veru áttu þeir margt sameiginlegt þótt Bambínó væri tveirn árum yngri og mörgum árum ólífsreyndari. Sá sem gekk hér við hlið hans, svell- gæinn og svingpjattinn Einar Err, hversu vel hafði sá fugl ekki kom- izt út úr þvi hingað til, hvað sem löggan hafði reynt, og hversu oft sem hann hafði verið kallaður niðureftir? Eða þá Baddi Pá? Jú, það var óhætt að fara lengra, það hafði svo margur gert annað eins. Þetta var ævintýri; Bambínó var lentur i ævintýri, og svo kannske peningar, jafnvel allt þetta sem fæst fyrir peninga, og gatan mann- auð, allar næstu götur mannauðar eins og í kvikmynd, jú, þetta var óhætt, að minnsta kosti alveg óhætt að fara svolítið lengra. Baddi Pá réði ferðinni. Bambínó var í engu utan yfir sér, og það voru hinir ekki heldur. En Bambínó var kalt, því það var alltaf að aukast frostið eftir því sem leið á nóttina. Og þó gat þetta eins verið því að kenna, að maður var farinn að þynnast upp, og allt vín búið fyrir löngu. En hvað urn það, Bambínó var hljóður og hlýð- inn. Og hann ákvað að segja ekki orð, heldur steinþegja, ganga rak- leitt á eftir Badda Pá, hvert sem hann færi, og hyað sem sér yrði kalt. Þetta var ævintýrið, og ævin- týrið krefst þess alltaf að maður standi sig. Þetta var nýtt. Ekki það sama og áður; nei, aldrei áður hafði hann verið hafður með í al- varlegum bissness, aldrei fyrr en nú. Síðan nam Baddi staðar við hús- horn, svipaðist um, stóð þráðbeinn með liendur fyrir aftan bak, og hinir gengu að honum. LÍF og LIST 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.