Líf og list - 01.10.1950, Síða 9

Líf og list - 01.10.1950, Síða 9
honum enn fimm mínútur, sagði A1 úr eldhúsinu. Þegar fimm mínútur voru liðn- ar, kom maður inn í matstofuna, og Georg sagði honum, að kokkur- inn væri veikur. — Hvers vegna í djöflinum færðu þér ekki annan kokk?, sagði maðurinn. — Rekurðu ekki mat- stofu, maður? Hann fór á braut. — Komdu nú, Al, sagði Max. — Hvað á að gera við snilling- ana tvo og negrann? — Það er allt í lagi með þá. - Ég fell mig ekki við það. sagði Al. — Það er viðsjárvert. Þú talar of mikið. — Ó, hvaða andskotans vit- leysa, sagði Max. — Við megum til með að gera að gamni okkar, er það ekki? — Alveg sama, þú talar allt of mikið, sagði Al. Hann kom út úr eldhúsinu. Sagaða hlaupið á haglabyssunni bungaðist ofurlítið ut um mittið, vegna þess að hann var í alltof þröngum frakka. Náungarnir í þröngu yfirfrökkun- um og með harðkúluhattana minntu á tvo revíuleikara. Georg fór aftur inn í eldhúsið um skelli- hurðina og leysti Nick og negrann úr böndunum. ~ Ég vil ekki meira af þessu, sagði negrinn Sam. — Ég vil hreint ekki meira af þessu. Nick reis á fætur. Hann hafði aldrei áður verið bundinn um munninn með handklæði. ~ Heyrðu, sagði hann. — Hver újöfullinn! Hann var að reyna að úera sig mannalega. — Þeir ætluðu að drepa Ole Andreson, sagði Georg. — Þeir ætl- uðu að skjóta hann, þegar hann hæmi hingað til að éta. ~~ Ole Andreson? ~ Já. Kokkurinn þreifaði á munnvik- unum með þumalfingrunum. LÍF — Eru þei; iarnir báðir? — Jamm, .,agði Georg. — Þeir eru farnir núna. — Mér iizt ekki á það, sagði kokkurinn. — Mér lízt alls ekki á þetta allt. — Heyrðu, sagði Georg við Nick. Ég held, þú ættir að hitta Ole Andreson. - Já- — Ég held það væri betra fyrir þig að skipta þér ekki af þessu, sagði Sam kokkur. — Það er betra fyrir þig að koma ekki nálægt þessu. — Farðu ekki, ef þú ert því mót- fallinn, sagði Georg. — Þú hefir ekkert upp úr því að skipta þér af þessu, sagði kokkur- inn. Haltu þér fyrir utan þetta. — Ég ætla að fara að finna hann, sagði Nick við Georg. — Hvar á hann heima? Kokkurinn sneri sér undan. — Litlir piltar vita nokk alltaf, hvað þá langar til að gera, sagði hann. — Hann leigir hjá frú Hirsch, sagði Georg við Nick. — Ég ætla að fara þangað. Úti varpaði götuljósið birtu gegnum berar trjágreinar. Nick gekk upp götuna fram hjá bif- reiðaslóðinni og beygði inn á hlið- argötu við næsta götuljós. Leigj- endahús Hirschs var þriðja húsið við götuna. Nick gekk upp tvær tröppur og hringdi á dyrabjöll- unni. Kvenmaður kom til dyra. — Býr Ole Andreson hér? — Vildirðu finna hann? — Já, ef hann er heima. Nick gekk á eftir kvenmannin- um upp stiga og þau komu að stigagöngum og gengu þau á enda. Hún barði á hurðina. — Hver er þar? — Það er einhver maður, sem vill finna þig, herra Andreson. Nick sagði til nafns síns. — Gakktu inn, sagði Ole Andre- son. Nick opnaði dyrnar og gekk inn í herbergið. Ole Andreson lá al- klæddur í rúminu. Hann hafði verið verðlaunahnefaleikari í þúngavigt og rúmið hans var of stutt. Hann lá með tvo kodda und- ir hnakkanum. Hann leit ekki á Nick. — Hvað var það? spurði hann. — Ég var uppi á matstofu Henr- ys, sagði Nick, þegar tveir piltar komu þangað og bundu mig og kokkinn fasta. Þeir sögðu, að þeir ætluðu að drepa þig. Þetta hljómaði kjánalega, er hann sagði þetta. Ole Andreson sagði ekkert. — Þeir stungu okkur inn í eld- hús, hélt Nick áfram. — Þeir ætl- uðu að skjóta þig, þegar þú kæmir að borða í kvöld. Ole Andreson leit til veggjar og sagði ekki neitt. — Georg hélt, að betra væri að ég færi liingað til að segja þér þctta. — Ekki get ég gert að þessu, sagði Ole Andreson. — Ég skal segja þér, hvernig þcir litu út. — Mig langar ekkert til að vita, hvernig þeir litu út, sagði Ole Andreson. Hann horfði á vegginn. -- Þakka þér fyrir að koma til þess að segja mér frá þessu. — Það var ekkert. Nick horfði á stóra manninn, sem lá í rúrninu. — Viltu ekki, að ég fari og láti lögregluna vita. — Nei, sagði Ole Andreson. — Það er ekkert betra. — Er ekkert, sem ég get gert? — Nei, það er ekkert að gera. — Kaimske er þetta gabb? — Nei, það er hreint ekki gabb. Ole Amlreson sneri sér lil veggj- ar. og LIST 9

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.