Líf og list - 01.10.1950, Qupperneq 12

Líf og list - 01.10.1950, Qupperneq 12
Thor Vilhjálmsson kominn heim Viðtal við skáldið Maðurinn er alltaf einn Meðan annar sígauninn þeyttist á handahlaupum milli Hress- ingarskálans og Þórskaffis eft- ir æðsta presti atómskálda Steini Steinarr ,og hinn redaktörinn (sá hófsamari) malaði í makindum heima hjá prófessor Árna Pálssyni í sömu erindagerðum á snöpum eftir viðtali fyrir málgagn menn- ingarinnar, Líf og List, flaug fiski- sagan um hinn intellektúala kreds bæjarins: d’hor Vilhjálmsson er kominn heim frá Montparnasse, til þess að lesa próförk af hinni langþráðu bók sinni, Maðurinn er alltaf einn. Þar sem ég var nú eini sjúrnalistinn á redaksjóninni í þessari andránni, er þessi stórtíð- indi bárust, þaut ég upp til handa og fóta, skrúfaði fyrir sísuðandi fréttamaskínur Reuters og United Press rétt eins og Helgi Hjörvar væri nýhlaupinn í útvarpið, tók hatt minn og blaðamannapassa. Brrrrrr . . . ! Bensínið í botn! rétt eins og þegar lögreglan elti mig sællar minningar kringum styttu Jóns Sigurðssonar hérna um árið. Skyndilega bremsa ég, og finnst mér ég vera að renna á rautt um- ferðarljós á gatnamótum Austur- strætis og Aðalstrætis. Öll dekk spænast upp inn að slöngu. Jesús Pétur og Elís hjálpi mér! Þetta var þá ekki vegavitinn, heldur var þarna hinn nýi sískínandi vegaviti á sigg-sagg-lögðum vegaflækjumný- skáldskaparins í landinu. Ský hafði skyndilega dregið frá sólu, og himneskri kastljósabirtu slegið á hið byltingarrauða geithafurskegg skáldsins og villt mér sýn. Þarna er hann, og maður ekki einsamall, umkringdur af vinum og vinkonum. Maður- inn er þó eklti alltaf einn. Hverj- um verður ekki ósjálfrátt á að stanza, er hann mætir Thóri Vil- hjálmssyni á förnum vegi. Maður- inn er ekkert hversdagslegt fyrir- bæri. Þar er skrautlegur og skemmtilegur persónuleiki á ferð. Eg vippa mér út úr hraðreiðinni og gríp til allra minna fínu og fág- uðu etiketta, sem ég lærði á kont- inentinu, ég hneigi mig djúpt fyrir skáldinu og bið um sjúrnalistisk- an ádíens. „Humm, humm, hu, hu, blaðasnápur!!! Mér leiðast all- ir blaðasnápar, heimsk stétt og hvimleið. Burt, burt! Allez! Allez!“ „Ég er fréttamaður frá Líf og List,“ gat ég stunið upp. „Molto bene, það er öðru máli að gegna! Bravó! og upp í bílinn minn með yður. Ég er að skutlast austur á Þingvöll. Þér getið dingl- að með í aftursætinu, og hvað vilj- ið þér svo fá að vita, góðurinn," segir Thór. „Þér koniuð með skipi, ekki satt, eða á sel eins og Sæmundur?" bætti ég við, til að reyna að vera fyndinn. „Siglingum hefir farið mjög fram síðan á dögum Sæmundar fróða, og er þar lielzt að geta stofn- unar Eimskipafélagsins.“ „Hvenær komuð þér að landi?“ „Maður var ræstur um borð í morgun í helvítis hundakulda og hráslaga og hrollur fór um mig allan, og þarna lá gamla Frón fyrir framan mig.“ Senjoritas og nautaat. „Ég liefi sannfrétt, að þér hafið nýverið á Spáni.“ „Si, si, senjor, che bonitas senj- oritas.“ „Somerset Maugham segir, að ung skáld verði að reyna allt, drekka sig fulla, spila fjárhættu- spil, og leika við lostfagrar meyj- ar.“ „Ég hefi ekkert af Maugham að læra,“ svarar Thór. „Lízt yður betur á þær í Gallíu en á Spáni?“ „Mér hefir verið sagt, að yfir- lýstur tilgangur þessa rits sé að ræða listir en ekki kvenfólk," segir skáldið. „En er ekki kvenmaðurinn hið fegursta í heiminum og lífgjafi skáldanna?" „Það er alltof umfangsmikið umræðueíni, svo að Jjví verði gerð skil í einni snöggri bílferð.“ „Sáuð þér ekki nautaat í Spán- arferðinni?“ „Sí, sí, sí, sí, senjor," og skáldið lyltist og gestíkúlcraði með spönskum rytma og stýrið lék laust og bíllinndansaðislöngudans á veginum og ég hljóp í svitabað. Mér fannst ég vera í þrýstiloftsvél, sem fer eins liratt og hljóðið. „Já, nautaat, það er sannarlega 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.