Líf og list - 01.10.1950, Síða 17
Þórðardóttir. Regínu hafa stundum
verið mislagðar hendur í hlutverkum,
en þessu skilaði hún allsómasamlega.
Henni tókst vel að sýna þann hroka,
sem af henni var vænzt, en fyrir komu
þó dauð atriði í leik hennar, sem að
nokkru má um kenna önnum leikstjór-
ans. Yfirleitt mátti leikur hennar vera,
öllu sterkari en hann var og meiri fyr-
irlitning í röddinni í samtalinu við lög-
reglufulltrúann.
Dóttur þeirra hjóna, Sheilu, lék
Hildur Kalnian. Þar var óheppilega
valið í hlutverk. Hildur á að leika í
hlutverkum sem léttara er yfir. Það
skorti tilfinnanlega fjölbreytni í leik
hennar. Þegar hún var einu sinni
byrjuð að kjökra, þá hélt hún því á-
fram leikinn á enda, og mun það þó
varla hafa verið ætlun höfundarins,
þar sem hún túlkar sjónarmið hans
sjálfs. Hún virtist líka vera í vandræð-
um með að snúa sér á leiksviðinu, og
er það hæpin ráðstöfun, að láta hana
snúa jafn oft og lengi baki í áhorf-
endur og hún gerði. Þar sem hlutverk
hennar er mikið og erfitt, hefði hún
þurft allmiklu meiri aðstoð frá leik-
stjóranum. Þar með er ekki sagt, að
væru ekki glampar í leik hennar, enda
hefur Hildur sýnt áður, að hún kann
tök á mörgu, sem er við hennar hæfi.
Jón Sigurbjörnsson var Gerhard
Croft, unnusti Sheilu og sonur með-
eiganda fyrirtækis Birlings. Jón sýndi
í upphafi og lok leiksins kaldrifjaðan
æðristéttarmann og mun þannig vera
hugsaður af höfundinum. En um mið-
bik leiksins, þegar Croft þarf að
standa fyrir sínu máli og skýra frá
sínum þætti í hinum döpru örlögum
Eric (Baldvin Halldórsson), Birling (Valur Gíslason og Sibyl (Ke-
gína Þórðardóttir)
Coole (Indriði Waagc), Sibyl (Regína Þórðardóttir) Shcila (Hildur
Kalman) og Birling (Valur Gíslason).
jafnsterkur í þöglum leik sem í ræð-
um. Gætti hér óhrifa frá Max Rein-
hardt, sem Indriði hefur margt lært
af, og segi ég það sízt til lasts, því að
góð list er alltaf góð, hvaðan sem hún
kemur.
Valur Gíslason lék Arthur Birling
verksmiðjueiganda, sem aðeins hugs-
ar um eiginn hag. Asamt Indriða bar
Valur leikinn uppi og var sköpun
Persónunnar Birlings þó þeim mun
erfiðari, sem manngerð verksmiðju-
stjórans er venjulegri en lögreglufull-
trúans Goole. Leikur Vals var lifandi
°g sterkur og skilningurinn á hlut-
verkinu næmur. Hann gleymdi aldrei,
að hann var verksmiðjustjórinn, jafn-
vel ekki sem þögull áheyrandi ó aftur-
sviði. Þessum þroska í leik verður ekki
náð nema með mikilli vinnu, og ættu
ungu leikararnir okkar, enda þótt þeir
komi heim útlærðir af erlendum leik-
skólum, að halda ófram að læra af
mönnum eins og Indriða og Val. Hið
eina, sem háð hefur Val,. er taltæknin
(Diktion), sem er undirstöðuatriði í
hverjum leikskóla. En úr því verður
varla bætt héðan af. Og þótt nokkuð
skorti á hljómmagn raddarinnar, hef-
ur Valur Gíslason fyrir löngu hafið
sig upp í röð okkar fremstu leikara.
Sybil, konu Birlings, lék Rcgína
LÍF og LIST
17