Birtingur - 01.06.1957, Síða 8

Birtingur - 01.06.1957, Síða 8
— Mál og menning hefur í rauninni alltaf verið rekin fremur sem fyrirtæki en félag og rithöfundar hafa ekki haft bein afskipti af daglegum rekstri þess, nema þá þeir sem sitja í stjórn. — Mig minnir að af 24 mönnum í stjórn og félagsráði séu sex rithöfundar, samtals 330 ára gamlir. Hvar eru hinir ungu? — Já, spyrjum tveir: hvar eru hinir ungu? Ég veit ekki til að stjórn félagsins hafi nokk- urntíma amazt við nýjum kröftum, ef þeir á annað borð hafa viljað láta eitthvað til sín taka. Hinsvegar býst ég við að ný viðleitni, eins og tildæmis stofnun Birtings, hafi verið tímabær — kannski óhjákvæmileg: þið hafið leitað nýrra leiða og ykkur hefði vafalaust þótt of þröngt um ykkur innan vébanda Máls og menningar. Mér finnst bæði eðlilegt og æskilegt að ungir höfundar hasli sér völl út af fyrir sig — ýmiskonar ágreiningur við hina eldri hlýtur iafnan að koma til, ef nokk- ur töggur er í þeim ungu. Hitt fyndist mér harla gleðilegt, ef margvíslegt frjóvgandi samband gæti átt sér stað milli Máls og menn- ingar annarsvegar og Birtingsmanna og ann- arra ungra höfunda hinsvegar, enda veit óg ekki betur en svo hafi verið. — Jæja, nú erum við komnir út 1 rökræð- ur. Segðu mér heldur: hefurðu fengið nokkra eftirþanka af sálminum góða um geitarostinn og englabörnin sem yppta hvítum væng — þú skilur? — Ekki veit ég til þess, svarar Jóhannes og hlær við dátt. Annars gerði ég grein fyrir öllum mínum lofsöngvum og persónudýrkun í grein sem ég skrifaði sem einskonar svar til fornvinar míns, séra Sigurðar í Holti. Hún heitir Fagurt galaði fuglinn sá, og kom í Þjóðviljanum einhverntíma snemma í fyrra- sumar — ykkur er guðvelkomið að enaur- prenta hana í Birtingi ef ykkur langar til. — Þú hefur þó ekki ort neitt lofkvæði um Krúsjeff, vænti ég? — Ónei — það finnst mér nú að séra Sig- urður ætti að gera, því hafi nokkur maður í veröldinni staðfest fjögra áratuga róg Morgunblaðsins um sósíalismann, þá er það Krúsjeff á tuttugasta flokksþinginu. Annars er vafalaust margt gott um Krúsjeff að segja — og þið skuluð ekki láta ykkur detta í hug að sameignarstefnan sé á neinu langvarandi undanhaldi, þó hún hafi orðið fyrir ýmsum hrottalegum áföllum upp á síðkastið og þarfnist auðsjáanlega mjög gagngerðrar end- urskoðunar. Heimurinn er í lífshættu, eins og allir vita: kapítalisminn sem slíkur er sið- ferðilega gjaldþrota, sósíalisminn hefur enn ekki haft frið til að skapa sér það siðgæði sem hæfir leitandi sálum . . . Nú er Jóhannes að komast í gamla póli- tíska essið sitt, en það bjargar málinu í bili að í sömu andrá opnast stofudyrnar og hús- freyja býður okkur til kvöldverðar 1 anddyr- inu. Þegar við erum nýsetzt er barið að dyr- um. Grannkona réttir fat með heitum blóð- mörskeppi á inn um gættina. — ,,Og það er eitthvað þægilegt við þá sem búa í grennd“, hefur skáldið einhverstaðar sagt. Þegar við erum búin að borða, ber ég formálalaust upp spurningu sem brunnið hefur á vörum mér frá því ég gróf það upp austur við Kyrjála- botn fyrir fimm árum síðan að Anonymus væri enginn annar en Jóhannes úr Kötlum: — Hversvegna byrjaðirðu að yrkja þín nafnleysingjaljóð ? — Ég byrjaði á því af svipuðum ástæðum og ég fór á sínum tíma að yrkja byltingar- kvæði: ég var orðinn ósáttur við sjálfan mig 6

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.