Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 11
Jóhannes úr Kötlum: STEF ÚR GLATAÐRI BÓK þá þarf enginn listamaður að fara í kaupa- vinnu eða á togara framar til að kynnast fólkinu — af þeirri einföldu ástæðu að þá verða allir orðnir listamenn. Tæknin sér von bráðar fyrir öllum lífsþörfum fólksins. Og hví skyldi það þá ekki snúa sér að fögrum listum? Ég held að ef mannkynið sprengir sig ekki í loft upp — sem ég veit að það gerir ekki — þá hljóti öll starfsemi þess að snúast smátt og smátt til hugrænnar sköpunar, Maður hver er mold hljóðlega flýgur nú hrafn yfir skóga sáran þýtur í sefi hnígur senn vort hold maðkarnir nálgast á báða bóga eina vonin er efi. Skáld er skammlíft mjög orð þess sem gári á öreyðu þagnar tærist og deyr af trega leysast upp vor lög reynt er á þol hverrar einustu agnar ferst hið forgengilega. hvert verk þess að verða list, vísindi og listir að sameinast í æðri einingu. Og þá munu af- komendur okkar sitja í ljúfri leiðslu við tjörn eða í skógarlundi, milli þess sem þeir bregða sér milli stjarnanna, t»g brosa góðlátlega að spani og bisness og morðtólum okkar tutt- ugustu aldar manna. Ég held sem sé að mikil aldahvörf séu í vændum: fólk mun að nýju leita til sjálfs sín og náttúrunnar í kyrrð og næði og sitja ihamingjusamt á tali við guðina. 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.