Birtingur - 01.06.1957, Qupperneq 27

Birtingur - 01.06.1957, Qupperneq 27
á því að þessum sendiherrum hins opinbera yrði gert skylt að hafa jafnan skáld eða listamann úr einhverri grein í fylgd með sér til að spara ríkinu fé og fyrirbyggja að þess- ir fuglar yrðu sjálfum sér og þjóðinni til minnkunnar vegna fákænsku og oflátungs- háttar heldur en lauma því að nízkum ráða- mönnum að láta ekki listamennina plata út úr sér peninga? Væri ekki ritstjórum Þjóð- viljans og Tímans sem sæti eiga í Mennta- málaráði sæmra að berjast fyrir jafnrétti rithöfunda við önnur imgmenni til mennta- málaráðsstyrkja en prenta og endurprenta svona auvirðilegan áróður gegn hagsmunum ungra höfunda? Islendingar hafa löngum talað um bækur og menn í sömu andránni (þó reyndar sé búið að koma slíku óorði á þessi tengsl að þau eru varla nothæf lengur). Jónas Árnason talar aftur á móti um bækur eins og þær séu andstæða lífsins 1 kringum okkur og rithöf- undar verði að velja á milli. Allt sem hann segir um þetta efni er að mínu viti vaðall og ekkert annað en vaðall. Menn lifa í bók- um, bækur í mönnum: Við öðlumst dýpri skilning á mannlífinu við lestur góðra bóka og dýpri skilning á bókum við kynni af mann- lífinu. Engin ástæða er til að taka undir hökuna á mannlífinu og segja: voðalega ert þú intressant borið saman við bækurnar. „Bölsýni er eitt helzta einkennið á verkum ungra skálda," segir Jónas enn og telur sig að sjálfsögðu ekki þurfa að rökstyðja þá fullyrðingu fremur en aðrar: „Margir þeirra virðast vera í stöðugri lífshættu við skrif- borðið.“ í viðtali sem Steinn Steinarr átti við Birting á sínum tíma um Ljóð ungra skálda sagði hann: „1 fljótu bragði virðist mér vanta lífsháskann í þessa bók . . . . “ Hvorugur verður náttúrlega gerður ábyrgur fyrir orðum hins, en ég leiði fram. þessar tvær umsagnir til að sýna: að ungum skáld- um væri vandlifað á Islandi, ef þau tækju mark á öllu því endemis bulli sem um þau er sagt. Leggi menn á sig að lesa verk ungra skálda mun það sannast: að þau eru bjart- sýn stundum, svartsýn stundum í misjafn- lega stórum hlutföllum eins og skáld hafa verið í öllum löndum á öllum öldum. Bjart- sýnir á allt og alla eru ekki aðrir en hvim- leiðustu idjótar, og krónísk bölsýni er ein tegund geðveiki. Fátt er mér f jær en bera í bætifláka fyrir íslenzka bókmenntagagnrýnendur, ef til eru þá hér á landi menn sem verðskulda það nafn. Þó held ég þeir séu ekki eins slæmir og Jónas segir (nema hann geri hér enn undantekn- ingu að reglu): að þeir hafi dæmt „skáld- verk sem þeir viðurkenna þó að hefðu til að bera mikið af mannlegri fegurð, skemmti- legum frásögnum, snjöllum lýsingiun á per- sónum og atburðum" misheppnuð verk vegna þess að „stíll þeirra væri svo og svo gallað- ur, form þeirra ekki nógu þaulhugsað . . .“ Hitt er annað mál. að allir gagnrýnendur og glöggir lesendur hljóta að gera nokkrar kröf- ur til máls og stíls, forms, byggingar. En fyrst og fremst gera þó höfundarnir sjálfir slíkar kröfur til sjálfra sín. Þeir vita að þeir geta ekki tekið við tilbúnum formum sem hægt er að fá gefins eða við hrakvirði hjá hvaða bókmenntalegum skransala sem er: þeir vita að hvorki guðir né menn geta leyst þá undan þeirri kvöð að koma sköpulagi á verk sín, eigi þau að heita sköpunarverk. Hér á ég að sjálfsögðu við sköpuð verk: skáldverk. Um veruleikalýsingar, sem frem- ur mega teljast blaðamennska á misjafn- 23

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.