Birtingur - 01.06.1957, Síða 29

Birtingur - 01.06.1957, Síða 29
vindar blása þá og þá. Einnig viðhorfin til brúkunarlistarinnar. „Nú bárur frelsis brotna á ströndum og boða kúgum ragnarök11 eða ,,Vér erum lagabrögðum beittir“ eru alkunn- ar hendingar úr sjálfum alþjóðasöngnum cem þótti góð latína — góð brúkunarlist — í herbúðum róttækra pólitíkusa á uppvaxtar- árum mínum. Af skiljanlegum ástæðum hef- ur valdamönnum sumra sósíalskra landa orðið lítt um þess háttar kveðskap gefið ft seinni tíð, og einhvern veginn hefur farið svo einnig hér á landi að alþjóðasöngur verka- lýðsins hefur verið lagður á hilluna. Annað nærtækara dæmi er kvæðið Fylgd eftir Guð- mund Böðvarsson. Þetta yndislega .kvæði var að verðugu á hvers manns vörum fyrir að- eins þremur árum sem sjálft lausnarorðið í baráttunni fyrir brottför hersins. Síðan at- vinnupólitíkusar í röðum hernámsandstæð- inga sviku í herstöðvamálinu, hefur Fylgd fengið hvíld í náð. Atvinnupólitíkusar ráða öllum helztu áróðursmálgögnum: útvarpi og blöðum, en þau skapa almenningsálitið. Póli- tíkusarnir upphef ja hvaða skussa sem er, ef þeir geta notað hann. Þeir traðka niður í svaðið hvaða gáfumann og snilling sem er, ef hann reynist þeim óþægur ljár í þúfu, húð- strýkir þá, afhjúpar þá, sýnir fólkinu •— sem allir listamenn unna mannlegrar reisnar •— hið sanna eðli þeirra, hinn sanna tilgang þeirra: að hafa almenning, jafnt listamenn sem annað heiðvirt starfandi fólk að ginning- arfíflum. Pólitíkusarnir láta sér nefnilega ekki nægja að drottna yfir ytri högum fólks- ins. Þeir vita að eigi þeir að festa sig í sessi verða þeir einnig að drottna yfir sál þess. Þess vegna kappkosta þeir með sívaxandi offorsi að þrýsta þrælamarki sínu á allt nienningar-, mennta- og listalíf í landinu. Þeir setja þæga ómenntaða aula yfir margar æðstu menningarstofnanir landsins, en vitr- ustu og beztu menn þjóðarinnar koma þar ekki til álita. Tilgangurinn er augljós: eigi þjóðin að fást til að þola yfir sér jafn au- virðilega lubba og atvinnupólitíkusarnir eru upp til hópa verður að breyta manngildishug- myndum hennar. 1 stað rótgróinnar ’virðingar íslendingsins fyrir heiðarleik, vitsmunum, víðsýni, menntun og mannkostum þarf að innræta honum virðingu fyrir óprúttmun peningafurstum, vikaliprum ritstjóradulum og karríersjúkum rolum. Enn sem komið er hefur þetta gengið heldur treglega. Þess vegna gera pólitíkusarnir sér einnig mikið far um að smokra tjóðurbandi um háls lista- mönnum, fá þá til að veita sér beinan og óbeinan móralskan stuðning eða að minnsta kosti árekstralítið hlutleysi til að geta gumað af þeim út á við. Flokkur peningavaldsins og hermangaranna hefur gengið sérstaklega hart fram í þessari viðleitni seinustu árin, enda hefur hann ófrýnilegasta ásjónu að dylja. Atvinnupólitíkusarnir eru eina mandarína- stéttin sem til er á íslandi: eina stéttin sem í raun og sannleika lifir einangruð frá fólkinu og landinu í fílabeinsturni illa fengins auðs og þaðanaf verr fenginna valda. Ég efast um að forsprakkar hinna svokölluðu verkalýðs- flokka hér á landi hafi talað við verkamann seinasta aldarfimmtunginn nema ef til vill í útlöndum. Islenzkir bændur sjá yfirleitt ekki þingmenn sína nema uppi á palli í þinghús- unum á þriggja til fjögurra ára fresti. Starf- andi sjómenn lúta í félagsmálum forsjá deigra landkrabba sem hafa ánetjazt pólitík- usunum. Listamenn fá engu ráðið um kjara- mál sín. Menntamenn eiga það undir geð- 25

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.