Birtingur - 01.06.1957, Page 33

Birtingur - 01.06.1957, Page 33
legu eldflaugar sem skaut honum á loft, og má hann nú hafa sig allan við til að sleppa ekki þessu eldflaugarslitri fram fyrir sig. Það sem einu sinni hefur gerzt, getur alltaf komið fyrir aftur. Ekki er ástæða til að fara mörgum orðum um seinasta innlegg Jónasar, því það er mest- anpart útskýringar eða upptugga á því sem hann hefur áður sagt. Þó er ekki úr vegi í þessu riti að líta lauslega á hnýfilyrði hans í garð Birtings. Birtingi er fundið það til for- áttu að hafa hýst verk þeirra voðalegu höf- unda sem eru í þann veginn að farga menn- ingunni. Snúum okkur enn að málefnunum. Birting- ur er tímarit á f jórða ári. 1 ritinu hafa birzt til þessa sögur eftir: Ása í Bæ, Ástu Sigurðar, Geir Kristjánsson, Halldóru B. Bjömsson, Heimi Steinsson, Ingimar Erlend Sig- urðsson, Indriða G. Þorsteinsson, Jónas Árnason, Kristján Bender, Steinar Sig- urjónsson — ljóð eftir: Baldur Ragnarsson, Einar Braga, Emil Eyjólfsson, Gunnar Dal, Hannes Pétursson, Hermann Pálsson, Huldar S. Ásmundsson, Jóhann Hjálm- arsson, Jón frá Pálmholti, Jón Óskar, Jón úr Vör, Jónas E. Svafár, Kristján frá Djúpalæk, Ólaf Hauk Árnason, Ólaf Þ. Ingvarsson, Sigfús Daðason, Snorra Hjartarson, Stefán Hörð, Sveinbjörn Benteinsson, Thor Vilhjálmsson, Vil- borgu Dagbjartsdóttur, Þorgeir Þor- geirsson, Þorstein Valdimarsson og Þóru Elfu Björnsson. Hér eru til glöggvunar aðeins talin frum- samin íslenzk skáldverk — síðar verður kannski vikið nánar að þýðingum og ýmsum verkum öðmm eftir unga höfunda. Ein„ og þessi þrjátíu og fjögur nöfn bera með sér fer því fjarri að þröng sjónarmið hafi ráðið vali efnis í Birting, enda gagnrýnir Jónas Birtingsmenn ekki fyrir skort á víðsýni, held- ur of mikla gestrisni: að hafa ekki úthýst ýmsum ungum skáldum og rithöfundum sem honum og öðrum gervitunglhausum finnst ekki nógu fornem, mættu því hírast utan- garðs. Við látum okkur slíkar aðfinnslur í léttu rúmi liggja. Birtingur var ekki til þess stofnaður að halda aftur af ungum höfund- um: af afturhaldsritum eigum við meira en nóg. Honum var einmitt ætlað hið gagn- stæða, og við höfum aldrei verið neitt hrædd- ir um orð okkar né ritsins þó að þar birtust sögur og ljóð sem áttu sér enga forskrift. Því fylgir auðvitað sú „hætta“ að smáborg- aralegir siðaprédikarar og huglausir lýð- skrumarar rekist þar á eitt og annað sem fari í fínu taugarnar á þeim og geri þá svo öskuvonda að þeir sjái allt rautt, en það er einmitt kostur slíks rits, ekki galli. Mörgum þótti það ljótur grikkur við menninguna á sínum tíma að birta Unglinginn í skóginum, og höfundurinn var sviptur hungurstyrk á alþingi fyrir að setja saman aðra eins vit- leysu. Nú á dögum líta sumir öðrum augum á það mál. Það væri skynsamlegt af Jónasi Árnasyni að leyfa tímanum að vinna þau verk sem er ekki á annarra færi að vinna: grafa það sem andvana er fætt, veita hinu þegnrétt í ríki lifenda. Mér dettur ekki í hug að allt sem Birtingur flytur sé borið til eilífs lífs. Við höfum aldrei ætlað honum það hlut- verk að flytja eintóma klassík. Fremsta skylda hans er að vera 1 i f a n d i: lif andi og óljúgfróð heimild um frjálsa listsköpun í landinu meðan hans nýtur við. 27

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.