Birtingur - 01.06.1957, Síða 39
hvort sem þeir lifa undir sól eða sverði.
2: Brynjólfur Bjarnason neitar því, ,,að
sá sem ekki fordæmdi aðfarir Sovéthersins í
Ungverjalandi hefði engan rétt til að and-
mæla hersetu Bandaríkjanna hér og íhlutun
þeirra um íslenzk mál“ — og ber fyrir sig
,,sögulegar staðreyndir": Ungverjaland fór
með ófriði gegn Sovétríkjunum, en við höfum
haldið frið við Bandaríkin. Þetta er rétt, en
hitt er spurningin: hve gamlar mega ,,sögu-
legar staðreyndir" verða án þess að glata
áhrifamætti sínum? Það er til dæmis sögu-
leg staðreynd, að fyrir átján árum var á ein-
um stað í Evrópu sjálfstætt ríki sem nefndist
Eistland. Ættum við kannski að krefjast
þess, á grundvelli þessarar sögulegu stað-
reyndar, að Sovétríkin veiti Eistlandi aftur
fullt og óskorað sjálfstæði? Nei — sá sem
ætlar að meta hersetu og íhlutun eftir „sögu-
legum staðreyndum" kemst fljótlega í óþægi-
legan bobba. Hersetu Bandaríkjanna hér
og íhlutun Sovétríkjanna þar er ennfrem-
ur það meginatriði sameiginlegt, að báðar
tákna yfirgang heimsríkis við smáþjóð —
hvor um sig miðar að því að tryggja hags-
muni stórveldis í öðru landi. Því er það að
sá sem mælir bót sovézkri íhlutun í Ung-
verjalandi, á hann verður ekki hlustað þegar
hann fer að mæla gegn bandarískri hersetu
á íslandi. Þetta þykir kannski einhverjum
hart undir tönn, en það er sannreynd eigi að
síður. Mergurinn málsins er þessi: sá sem
vill reka her úr einu landi, hann þolir ekki
heldur þrásetu annars hers í öðru landi. Þeir,
sem setja friðinn ofar öðrirm efnum og leyfa
hjarta sínu að slá ótrufluðu, viðurkenna ekki
að til séu misjafnlega góð hemám: ágætt
hernám, sæmilegt hernám, vont hernám,
verst hernám; og hvorki Brynjólfi Bjarna-
syni né neinum öðrum þýðir að berja höfði
við þann stein. Þeir, sem ekki láta sér skilj-
ast það, „rökræða ofar skýjum í almennum
hugtökum, sem slitin eru úr tengslum við hið
raunverulega jarðlíf" — svo enn sé vitnað í
þessa ritgerð. Öll herseta stórvelda í öðrum
löndum er afturhald, „byltingarsinnað" her-
nám væri áróðurslygi.
3: Brynjólfur Bjarnason segir réttilega:
„Eins og nú standa sakir er ný heimsstyrjöld
mesti háskinn, sem yfir mannkyninu vofir“.
Hvaðan stafar stríðshættan ? Fyrst og fremst
frá togstreitu Bandaríkjamanna og Rússa um
völd og yfirráð (og er hér enginn dómur á
það lagður, hvorir tefla fram betri málstað
eða hvort unnt hefði verið að koma í veg
fyrir þessa togstreitu í upphafi). 1 raun og
sannleik ættu þeir að vera einir um þennan
leik, en það er öðru nær en svo sé. Um víða
veröld er ekki aðeins f jöldi manna sem stund-
ar það eins og atvinnu að dýrðast yfir öllum
gerðum hvorrar þjóðarinnar um sig og kynda
þannig undir ofstopa þeirra, heldur sýnast
jafnvel hálfir og heilir stjórnmálaflokkar
ekki hafa annað við tímann að gera en bá-
súna frelsishug þeirra og friðarást, mann-
helgi þeirra og framleiðsluprósentu, eldflaug-
ar þeirra og kaupmátt. Ofsi hvorrar þjóðar-
innar um sig á ekki sízt rætur að rekja til
þess, að þær eiga í nærfellt hverju landi vísa
lárétta aðdáendur, viðbúna á nótt sem degi
að kalla ögranir þeirra einbeitni, hótanir
þeirra hugrekki, ofríki þeirra réttlæti. Ekk-
ert mætti draga eins varanlega úr óbilgirni
þessara hervelda og það, ef eflzt gæti sem
víðast með þjóðum sjálfstætt viðhorf til
þeirra, óblandað byltingarrómantísku og lýð-
ræðisþusi: bakþankalaus hlutleysisstef na.
Menn geta aðhyllzt bandarískt lýðræði og
33