Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 27

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 27
JÓLIN 1989. 27 Úr handraða Helga Seljan Af þeim kumpánum Karvel og Helga Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Eskifirði Hugljúf mér er minning hrein er morgunsól í hernsku skein. Og kyssti mína kinn. Þá vildi ég sýna dáð og dug og dirfskufullan ofurhug. Hve dýr var draumur minn. Svo komu stundir hverdags þar og hvergi afl né dugur var. Þá smátt og smátt ég fann. Að hurt hinn dýri draumur fló og dapurleikinn um mig smó. Og heltók hugarrann. Samt enn í vöku vitjar mín sú vorsins bjarta hugarsýn. Um sálu þá fer þeyr. Þó segir samviskunnar raust: Nú sestu bráðum í þitt naust. Þú megna áttir meir. Helgi Seljati Eins og fólk veit hafa þeir Helgi Seljan og Karvel Pálma- son oft skemmt saman - skemmt fólki eða skemmt fyrir fólki hvort sem menn nú vilja hafa það. Misjafnlega hafa þeir verið kynntir og eru aukin heldur ef- laust misvel kynntir hjá fólki einnig. Einu sinni fór fram svofelld kynning í upphafi samkomu: Fyrst koma hér skemmtilegir skemmtikraftar - svo koma þeir Helgi og Karvel. Undirleikari þeirra er Sigurð- ur Jónsson tannlæknir og er gjarnan kynntur af Helga sem tengdasonur Reyðarfjarðar, en kona hans er Kristín Beck. Einu sinni kom maður við skál upp til þeirra félaga og þrumaði yfir þeim: Sigurður - getið þið Helgi ekki haft hlut- verkaskipti. Lengi getur vont versnað. Manninum var boðið að syngja og fór við það búið burt. En Helgi hefur ekki náð sér enn, svo tók hann þetta til sín. Til marks um það er það, að Helgi kvartar gjarnan í upphafi yfir því að nú vanti sig röddina, sem hann hafi einu sinni haft. Pá drynur í Karvel: Hvaða rödd? Einu sinni sungu þeir með kúrekahatta á höfðinu í Stein- gríms-stíl og sögðust þá gjarnan heyra klið fara um salinn: Denni - Denni. Helgi kvað konu sína hafa sagt, að sá einn væri nú munur á því, þegar þeir Karvel tækju hattana að Karvel þyrfti ekki að greiða sér, en þess þyrfti hann. Helgi kvaðst hafa vitað hvað hún væri að meina og ansaði: þetta er nú spurning um gæði - en ekki magn. Talandi um konu Helga þá segir hann gjarnan þá sögu af henni, að einu sinni þegar hann hafði játað einhverju kvabbinu og nagaði sig í handarbökin fyrir á eftir. Þá sagði eiginkonan með undarlegum svip: Það er gagn að þú ert ekki kvenmaður sem getur aldrei neitað neinum um neitt. Á dögunum voru þeir Karvel og Helgi að syngja fyrir sundur- leitan hóp vestur í safnaðar- heimili Neskirkju. Eftir að hafa sungið eina þrjá bragi af miklum móð, gamanvísubragi að sjálf- sögðu, þá reis upp einn í salnum og sagði: Strákar mínir - getið þið ekki farið með sosum eins og eina gamanvísu áður en þið hættið. Pá missti Helgi málið. Og mun nóg kveðið um þá kumpána. Hins vegar nefnir Helgi það til marks um af hvaða þjóðflokki Karvel sé, hversu Vestfirðingar séu illa að sér í prósentureikningi og segir þá sögu þessa: Bóndi nokkur vestra var að kaupa sér dráttarvél og sölumaður spurði hann að því hvað hann ætlaði að borga mikið út: Hvað segirðu um 50%? 50% -sagði bóndi. Kemur ekki til mála. Annað hvort helm- inginn eða ekki neitt. * Hin létta lund Helga Seljan er löngu landsfrœg. Hér slá þeir á létta strengi við konurnar ífrysti- húsi SVN. Helgi og Guðmundur Sigurjónsson. - Myndin er tekin fyrir 3 árum. Mynd hb Og Karvel svarar með því að hann hafi heyrt auglýsingu frá KHB á Reyðarfirði eitt haustið svohljóðandi: tökum hausa af bændum. Kaupfélagið. LJr hugarfórum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.