Austurland


Austurland - 23.12.1993, Side 6

Austurland - 23.12.1993, Side 6
6 JÓLIN 1993. ‘Jíarsnijrtistofa 'Maríu íjuðjonsdóttur ‘Jírafnsmijri 1 J(esf(aupstad óst(ar vidsffptavinum sínum gCediíeqra jófa ocj farsœCcfar á nýju ári með pöíff fyrir viðsfjptin á árinu sem er að fíða ‘Jíyeðja María ojj Jlsta Frá Verkmenntaskóla Austurlands Útskrift: Útskrift sjúkraliða og stúdenta fer fram í Egilsbúð laugardaginn 18. desember nk. kl. 14oo Upphaf vorannar: Grunnskólanemendur mæti samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar 1994. Framhaldsskólanemendur sæki stundaskrá og bókalista mánudaginn 10. janúar 1994, en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. janúar nk. Skólameistari Um jól Við erum vön að líta á atburði guðspjallanna sem löngu liðna at- burði. Petta er að nokkru leyti rétt, en er eigi að síður alvarlegur misskilningur. Það er rétt að guðspjöllin greina frá atburðum, sem gerðust fyrir u. þ. b. tvö þús- und árum, en atburðir þeirra eru eigi að síður að gerast enn í dag, í lífi hvers einasta manns. Tii að útskýra þessa stað- hæfingu má taka dæmi. Þegar andi guðs í mannlegu holdi, Jesús frá Nasaret, var um það bil að koma í heiminn, var gisti- húsið í Betlehem fullt af öðrum gestum, svo honum og fjöl- skyldu hans var úthýst. Þegar Kristur knýr dyra á hjarta þínu, kæri lesandi, og það gerir hann ekki einungis á jólunum, heldur að minnsta kosti daglega, er hjarta þitt stundum yfirfullt af allskonar gestum, svo þú vísar honum á dyr, ef þú þá tekur eftir honum. Eins og fyrr fer hann út í „fjárhúsið“ þitt og fæðist þar. Eins og samtímamenn Jesú frá Nasaret þarft þú að taka af- stöðu til hans, hann lætur þig ekki í friði frekar en fiskimenn- ina við Galíleuvatn eða æðstu prestana í Jerúsalem. Ef til vill áttu eftir að gerast lærisveinn hans og fylgja honum. Þá muntu eins og lærisveinar hans, komast að raun um hvað það kostar og hvað það gefur. Ef til vill áttu eftir að reyna að losa þig við hann eins og prestarnir og öldungarnir gerðu á föstudegin- um langa. Þá muntu komast að raun um, eins og þeir, að það’ er ógerlegt. Hugur Guðs rís upp aftur, hversu fast sem mannleg ar hendur negla hann á krossinn. Þess vegna er boðskapur jól- anna ekki einungis sá að hugur Guðs hafi holdgerst endur fyrir löngu. Boðskapur jólanna er ekki síður, og kannski ennþá frekar, að Kristur er að koma til þín. Þú ert í sömu sporum og þeir menn sem voru uppi á dög- um guðspjallanna og þú getur auðveldlega fundið sjálfan þig í einhverjum af þeim mönnum sem þar er sagt frá. Þegar Guð og eilífðin eru annars vegar, er eins og skil nútíðar, fortíðar og framtíðar verði óljós. Þetta er boðskapur jólanna. Kristur stendur við dyr þínar og knýr á. Jólaboðskapurinn er ekki eitthvert friðarhjal, ekki fjöl- skyldueining og þaðan af síður einhverjar stemmningar kringum jólaskraut, pakka og matarveislur. Að vísu vill svo til, að tækju menn á móti frelsara sínum, og leiddu hann til þess staðar í hjarta sínu sem honum ber, ríkti friður á jörð. - Og raunar miklu meiri friður og dýpri, en flesta svokallaða friðarsinna dreymir nokkru sinni um. Og það vill svo til að væru „hús“ manna opin fyrir honum, væri meiri ein- drægni innan fjölskyldna en oft tíðkast. Og gjafir eru Kristi vel að skapi - enda gjöf sjálfur. Og raunar er fátt betur fallið til að vekja gleði og kærleika manna á meðal en einmitt það að skipt- astágjöfum, gera sérdagamun, skreyta hús sín og neyta góðs matar - í hófi. Allt eru þetta því góðir hlutir. En þeir eru einung- is umbúðir utan um jólagjöfina sjálfa, anda Guðs, sem eitt sinn holdgerðist okkar vegna og enn er gefinn okkur, svo hann megi einnig holdgerast í okkar lífi og störfum. I því öllu öðru fremur, eru gleðileg jól fólgin. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Sr. Þorgrímur Daníelsson

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.