Austurland


Austurland - 23.12.1993, Page 9

Austurland - 23.12.1993, Page 9
JÓLIN 1993. 9 maður á móti okkur og lciddu hann og Guðjón skipstjóri ntig um þessa sóðaborg næstu daga. Ekki get ég sagt að ég hafi hrifist af fyrstu erlendu borginni sem ég barði augum enda var Hull með endemum óþrifaleg og óásjáleg á þessum tíma. Áður en ég hélt að heintan hafði ég haft samband við Dr. Croner og hafði hann þá ráðlagt mér að kaupa það sem ég þyrfti með í Englandi því strangari skömmtunarreglur giltu unt flestar vörur í Pýskalandi. Þeir Guðntundur og Guðjón kontu ntér í samband við Gvðing nokkurn sem verslaði í Hull og fullvrtu að bægt væri að gera góð kaup hjá honum. Hjá þessum Gyðingi fataði ég ntig upp og keypti reyndar hjá honum ýmis- legt fleira en föt og verður að segjast að þessi viðskipti reynd- ust hagstæð ekki síst vegna þess að kaupmaðurinn gaf mér bæði úr og koffort í kaupbæti. Fyrstu kynni af Þýskalandi Þegar ég hafði dvalið nokkra daga í Hull útveguðu þeir Guð- mundur og Guðjón mér far með fraktdalli til Hamborgar. Mig minnir að ég hafi ekki þurft að borga fyrir farið með fraktaran- um og munaði það mig tals- verðu. Ég var ósköp spenntur þegar til Hamborgar kom en það fyrsta sem ég veitti athygli þar var hversu allt var snyrtilegt. Að bera saman Hamborg og Hull var eins og að bera saman dag og nótt. í Hamborg tók á móti mér Björn Kristjánsson kaupmaður og greiddi hann götu mína með ýmsum hætti í fyrstu. Björn var búsettur í Hamborg og var hann helsta hjálparhella Islendinga þar og reyndist íslenskum náms- mönnum afar vel. Ég hélt strax til Altona þegar til Þýskalands var komið og leitaði uppi Gyð- inginn sem Dr. Croner hafði út- vegað mér herbergi hjá. Þegar ég hafði komið mér fyrir hafði ég samband við skólann og hóf að skoða mig um í borginni. Ekkert fór á milli mála að heimskreppan mikla sem sett hafði mark sitt á allan hinn vest- ræna heint frá því um 1930 mót- aði allt mannlíf í Þýskalandi. í Hamborg mætti mér í reyndinni eymdarástand og atvinnuleysið herjaði sem aldrei fyrr. Á hverju götuhorni mátti t. d. sjá ungmenni sent ekkert höfðu fyr- ir stafni og voru í vandræðum með að finna tilgang í lífinu. Einu sinni í viku mynduðust langar biðraðir við skrifstofurn- ar sent greiddu út atvinnuleysis- bæturnar og glöggt mátti greina að margir bjuggu við skort. Árið áður en ég kom til Þýskalands hafði Hitler og nas- istaflokkur hans náð ölluni völd- urn í santfélaginu. Auðvitað var það kreppuástandið sem fyrst og fremst orsakaði valdatöku Hitlers enda boðaði hann skjóta lausn á flestum helstu vanda- málum þjóðarinnar. Og í sann- leika sagt lét Hitler ekki sitja við orðin tóm; urn það bil sex mánuðum eftir að ég kom til Þýskalands voru flestir búnir að fá vinnu og óneitanlega fyllti hinn nasíski áróðurog hin hraða uppbygging sem þarna hófst ntargan Þjóðverjann bjartsýni. Styrjaldarundirbúningur hófst strax af fullum krafti þó svo að dult væri með það farið framan af. Komið var upp sérstökum vinnubúðum fyrir ungmenni og þar voru kennd vinnubrögð og góð og kurteisleg framkoma. Ég varð vitni að því að vannærðir og illa útlítandi unglingar færu í vinnubúðirnar en komu svo til baka vel aldir og í góðri líkam- legri þjálfun. Samfara því að at- vinnuástand og efnahagur fólks breyttist til hins betra jókst hinn nasíski áróður í samfélaginu stig af stigi. Flokkurinn og ríkið voru eitt og alls staðar fylgdust flokksagentar með því sem á seyði var. Segja má að menn hafi hvergi getað um frjálst höf- uð strokið. Ekki voru allir á einu máli um ágæti Hitlersstjórnarinnar og þess þjóðskipulags sem hún kom á í Þriðja ríkinu. Sumir töldu að aðgerðirnar á sviði at- vinnumála væru einungis Frá Harnborg. Myndin er tekin um 1940. skammgóður vermir og ýmsir töldu sig greina styrjaldarstefnu ntjög snemma. Aðrir voru hins vegar hrifnæmirog heilluðust af hinum nasíska áróðri. Menn voru sælir með að fá atvinnu og ánægðir með að vöruskömmtun færi minnkandi. Meira að segja æskulýðurinn skreytti sig með hakakrossi og meðtók hið nas- íska uppeldi og hjón hömuðust við að eignast börn fyrir Hitler enda fengu þau góðar greiðslur fyrir. Með öllum þessum svipt- ingum í þýsku samfélagi fylgdist ég, óbreyttur bakarasonur frá Eskifirði, og ekki var laust við að ég væri heldur ringlaður og ætti erfitt með að gera mér grein fyrir orsökum og afleiðingum hinna hröðu breytinga. Reynslan úr bakaríinu kom að góðum nctum Eins og fyrr greinir hóf ég nám í undirbúningsdeild tann- smíðaskólans og eftir þriggja mánaða skólavist þurfti ég að gangast undir próf sem þurfti að standast til að nefja hið eigin- lega tannsmíðanám. Þetta próf var margþætt og byggðist meðal annars á verklegum þáttum. Þegar kont að þeim hluta prófsins sem skera átti úr um verklagni og útsjónarsemi nem- endanna fannst mér fyrst miklar kröfurgerðar. Við þurftum t. d. að beygja og sveigja vír eftir fyrirmynd sem erfitt var að líkja eftir og að því loknu fengurn við afhent leirkennt efni og okkur sagt að við mættum ráða hvað við mótuðum úr því. Ég hnoð- aði þetta leirkennda efni vel og lengi og vissi ekki hvað í ósköpunum ég ætti að búa til úr því. Því lengur sem ég hnoðaði því viðráðanlegra varð efnið en jafnframt jukust áhyggjur mín- ar því mér datt alls ekkert í hug sem auðvelt væri að móta en félagarnir unihverfis mig voru allir byrjaðir að vinna að sínum verkum. En allt í einu og ósjálf- rátt fór ég að fletja leirinn út eins og ég hafði árum saman gert við deigið í bakaríinu á Eskifirði og án umhugsunar bjó ég þarna til myndarlega af- mæliskringlu úr efninu. Ég hafði byrjað að móta kringluna löngu eftir að bekkj- arfélagar mínir höfðu byrjað á sínum stykkjum en áralöng þjálfun í bakaríinu gerði það að verkum að ég var búinn talsvert á undan þeim. Kennarinn sem fylgdist nteð þessum þætti prófs- ins hét Bauntann og hann gat ekki leynt undrunarsvipnum þegar hann fylgdist með aðgerð- um mínum. En þegar kringlan var fullmótuð sótti hann aðra kennara til að sýna þeint hvað Jónsson frá íslandi hafði gert. Ég tel að þessi kringlugerð hafi í reyndinni tryggt að ég NýlL^ Wt r Uppbyggingarstarfsemi Hitlersstjórnarinnar gerði það að verkum að áhrif kreppunnar hurfu í Pýska- landi eins og dögg fyrir sólu. Á myndinni er Foringinn í hópi ungra aðdáenda.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.