Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 15

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 15
JÓLIN 1993. 15 Safnastofnun Austurlands Fornleifaskráning í Norðfirði Síðastliðið sumar var hafin skráning á fornleifum í Norð- fjarðarhreppi og Neskaupstað. Það er í samræmi við þjóð- minjalög, þar sem segir að skrá skuli allar þekktar fornleifar. Tilgangurinn með slíkri skrán- ingu er að afia sem bestra upp- lýsinga um þróun byggðar, hús- gerð og lífsafkomu fólks í land- inu frá upphafi. Fornleifar geta einar sér sagt okkur mikið um þá hluti en fleira kemur til, s. s. gamlir munir, ritaðar heimildir og munnlegar frásagnir. Þegar fornleifar eru skrásettar kerfis- bundið fæst yfirlit yfir fornleifar á heilum jörðum, í heilum hreppum og landshlutum, og að lokum í landinu öllu. Þá er hægt að velja úr þá staði sem þykir sérstök ástæða til að rannsaka betur. Þannig má verja því tak- markaða fé sem er veitt til forn- leifarannsókna á skynsamlegan hátt. Fornleifar eru, í stuttu máli, öll mannvirki og staðbundnar minj- ar sem mannaverk eru á. Sem dæmi má nefna bæjarstæði, kola- grafir, áveitur, verstöðvar, vegi, þingstaðioggreftrunarstaði. Auk þess staði sem tengjast þjóðtrú eða þjóðsagnahefð, þótt slíkir staðir séu oft náttúrulegar mynd- anir s. s. þúfur sem engin manna- verk eru á. Fomleifar 100 ára og eldri eru friðaðar, en friðlýsing er það þegar friðun hefur verið þinglýst og gefið út sérstakt frið- lýsingarskjal. Friðuðum og frið- lýstum fornleifum má ekki raska eða breyta án leyfis frá fornleifa- nefnd. Upphaf fornleifaskráningar í Norðfirði var að Safnastofnun Austurlands bárust ábendingar um áhugaverða minjastaði í firðinum. Jafnframt kom fram áhugi hjá ráðamönnum heima fyrir á að láta athuga þá eitthvað frekar. Það varð úr að Guðrún Kristinsdóttir hjá Safnastofnun og Mjöll Snæsdóttir hófu skrán- inguna og unnu við hana tvær vikur í júlí. Til að byrja með voru send út spurningablöð til þeirra sem gátu gefið upplýsingar um tóttir og gömul mannvirki í Norðfirði. Góð og greið svör bárust frá heimildamönnum. Skráning var svo hafin á eyði- bæjunum innst í Norðfjarðar- sveit. Skráð var í Fannarda! og á Tandrastöðum, Skuggahlíð, Grænanesi og Búlandsborg, og í landi Neskaupstaðar handan fjarðar. Þá var tíminn útrunn- inn, og aðrar jarðir urðu að bíða til næsta sumars. Það er óhætt að segja að í Norðfirði eru fjölbreyttar forn- leifar. Þar er að finna heilleg bæjarstæði þar sem sjá má greinilega húsaskipan síðustu bæjanna. Bæjarstæði frá seinni öldum eru fágæt, því oft hafa þau orðið jarðýtunni að bráð, a. m. k. áþeimjörðum semhafa verið nýttar í seinni tíð. Það er því full ástæða til að varðvita þau sem eftir eru. í Norðfirði eru líka minjar um fjárbúskap með gömlu lagi. Fal- legir stekkir minna á fráfærurn- ar, sem víðast hvar lögðust af á fyrsta áratug aldarinnar. Tóttir sauðahúsa, beitarhúsa, smala- kofa og fjárhúsa er einnig að finna, og fjárborgir, réttir og áheldi ýmiss konar, bæði inn til dala og út með sjó. Til er lítið sýnishorn af gömlu túni sem hefur aðeins verið hreinsað, og má sjá grjóthrúg- urnar á sínum stað. Það er at- hyglisvert hvað víða hefur verið heyjað utan túna og hey oft geymt á víðavangi, en um það eru ótal heytóttir órækt vitni. Út með sjó eru tóttir verbúða og naust bænda þeirra sem þar lágu við ásamt vinnumönnum sínum. Útgerð var mikið stund- uð með landbúskap langt fram á þessa öld og sér þess víða stað, ekki síst í Norðfirði. Þá má nefna sér-norðfirskar minjar eins og mjólkurkæla uppi á mel, handgrafinn skurð, mikið mannvirki, og einkasund- laug sem læk var veitt í. Það vekur líka athygli að þjóðtrúin lifir góðu lífi í Norðfirði. Ýmsir heimildamenn hafa upplifað at- burði sem ekki verða skýrðir á venjulegan hátt, og þykir jafn- vel ekki sérstakt tiltökumál. Annað sem er sérstakt, og ekki eins ánægjulegt er, hvað vasklega hefur verið gengið fram með jarðýtum á mörgum jörðum í Norðfirði. Sérstaklega er eftirsjá í fjölmörgum afbýlum sem hafa verið jöfnuð við jörðu. Útihús úr torfi og grjóti er varla að finna lengur heldur. Mikið af minjum í Norðfirði er frá seinni hluta síðustu aldar, eða ekki eldri en svo að menn vita nokkurn veginn um aldur og notkun. Hér hafa nokkrir staðir þá sérstöðu að vera eldri, svo um þá er lítið eða ekkert vitað með vissu. Ásmundarstaðir eru þekkt- asti minjastaður í Norðfirði. Um þá eru engar beinar heim- ildir, en þjóðsögur um það hvernig staðurinn lagðist í eyði eftir óhugnanlega atburði í kirkjunni þar. Þær má m. a. lesa í safni Sigfúsar Sigfússonar, eins og þeir þekkja sem hafa áhuga á fornleifum. Þær sögur hafa verið túlkaðar sem svo að bærinn hafi lagst í eyði eða verið fluttur að Kirkju- bóli vegna einhverra náttúru- hamfara eða vofeiflegra at- burða. Ekki er vitað um aldur á tóttunum þar, en líkur hafa veriðleiddar að því að bæjarins sé getið í Wilchinsináldaga frá 1397 og heiti þá Kirkjulækur. í heimild frá 1575 (máldagabók Gísla biskups Jónssonar) er nafnið Kirkjuból orðið til, og má þá geta sér þess að til að bærinn hafi verið fluttur á 15. öld. Árið 1931 gróf Sveinn Ólafs- son í Firði í tóttirnar að undir- lagi þjóðminjavarðar og fann merki um búsetu, þ. e. ösku og viðarkol, hlóðir, bein, ryðmola, boraðan stein o. fl. en ekkert sem benti til að kirkja hefði ver- ið á staðnum. Því miður er rann- sóknarskýrsla Sveins ekki tiltæk. Eiríkur Sigurðsson frá Akur- eyri teiknaði rústirnar á Ás- mundarstöðum árið 1925(7). Hann taldi sig finna bæjarstæði, smiðju, hestarétt og heytóttir m. m. auk túngarðsins, en „kirkj utóttin" taldi hann að líkt- ist mest rétt. Tóttirnar á Ásmundarstöðum voru mældar upp og teiknaðar árið 1988 og gerðu það sömu skrásetjarar og voru á ferð í sumar. Útkoman varð nokkuð önnur en hjá Eiríki Sigurðssyni Starfsfólk söluskala Olís Neskaupstad óskar Norðfirð- ingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Söluskáli Olís Neskaupstað Smalakofi (?) fyrirofan Melhvamm á Tandrastöðum. Sér norðvest- ur á Kallfell og Geysárdal og í efra gljúfur Fannardalsár. A útgerðarstöðinni Brytaskála í Haganum fyrir utan Neskaupstað eru a. m. k. tvœr verbúðartóttir. Lítið er vitað um aldur, en líkur benda til að verstöðin hafi síðast verið notuð á fyrri hluta 19. aldar. „Prestatótt“ eða „Mundlaugartótt“ í Skorrastaðarlandi sunnan Norðfjarðarár. Þar varsauðahúsfrá Skorrastað og er núfallegrúst. og má vera að hluti þeirra tótta sem hann sá séu nú horfnar í kjarrið. Að öllu samanlögðu virðist iíklegt að þama sé bæjar- stæði frá miðöldum og e. t. v. fleira. Mætti skera úr um aldur tóttanna með því að skoða ösku- lög þau sem kynnu að finnast ofan á þeim, og í veggjatorfi. Urn verstöðina í Brytaskála yst í Haga í Neskaupstaðarlandi er lítið vitað. Bóndinn í Skugga- hlíð á að hafa gert út þaðan á fyrri hluta 19. aldar, en eftir það eru engar sagnir um útgerð þar. Tóttirnar eru þrjár og ein greinilegust, þar sem grjót- hleðslur standa enn vel. Torf- hleðslur hafa hrunið sitt á hvað og er því erfitt að átta sig á húsa- skipan. Við fyrstu sýn virðist þó vera nokkuð önnur húsagerð þarna en á Búlandinu, þar sem eru miklar útgerðarminjar frá síðari tímum. Líklegast er að aðstæður á Brytaskálum hafi breyst til hins verra, lendingin spillst og hrunið úr bökkunum, og bændur hafi þá fundið sér heppilegri útgerðarstað. Bryta- skálar gætu verið mjög gömul verstöð og mætti skera úr um það með öskulagarannsókn. Hér er þess ekki kostur að fjalla öllu nánar um fornleifar þær sem skráðar voru í Norðfirði í sumar. Aðeins náð- ist að skrá á 6 jörðum, og tekur nokkur ár aó ljúka skráningu í öllum hreppnum með sama fyrirkomulagi. Enn er ekkert heildaryfirlit fengið og heimildir eru lítt kannaðar, sem gætu varpað frekara ljósi á búsetu í Norðfirði. í Norðfirði hefur aðeins verið gerð ein fornleifarannsókn. Það var árið 1981, þegar starfsmaður Þjóðminjasafnsins gerðu athug- un á bæjarhól Bakka. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þar hefði staðið bær samfellt frá 14. öld. Vegna þess hve hólnum hafði verið mikið spillt með seinni tíma byggingum og jarð- raski var talið að lítið myndi vera að græða á því að grafa upp hólinn. Merkilegar minjar hafa kom- ið úr jörðu á Hofi, Skorrastað og í Neðri-Miðbæ, þar sem einnig fannst kuml, en var ekki rannsakað. Að síðustu eru heimilda- mönnum og öðrum sem veittu ómetanlega aðstoð hér færðar þakkir. Um leiðóskaskrásetjar- ar eftir áframhaldandi samvinnu næsta sumar. Safnastofnun Austurlands óskar Norðfirðingum og Aust- firðingum öllum gleðilegra jóla.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.