Austurland


Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 21

Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 21
JÓLIN 1993. 21 Elma Guðmundsdóttir Hrakningar á nýársnótt Frásögn Sófus Gjoveraa Sjókortið úr Nönnu. Vel má sjá sjóleiðina sem báturinn fór um sker og grynningar. Vorið 1955 var hringt í mig frá Flatey á Breiðafirði. I síman- um var Lárus Hermannsson nrágur minn senr þá var kaupfé- lagsstjóri í Flatey. Hann sagði að flóabáturinn væri bilaður og hann vantaði tilfinnanlega tnenn og bát til að sinna flutningum. Lárus sagði að pabbi og Alex- ander bróðir minn væru búnir að kaupa bát og væru tilbúnir til að sinna þessum fiutningum og nú væri spurningin hvort ég vildi vera með. Ég var til í þetta en vissi auð- vitað ekkert út í hvað við vorum að fara. Ég hafði aldrei komið í Breiðafjörðinn það eins sem ég vissi fyrir víst var að þarna væru silglingaleiðir viðsjárverð- ar. En við sem sagt tókum verk- ið að okkur. Gátum alveg eins strandað sjálfir Fyrst eftir að við höfum áætl- unarferðinar höfðum við vana menn með okkur sem þekktu siglingaleiðirnar að sögn, en eft- ir að bátinn hafði tekið nokkr- um sinnum niðri hjá þeim sett- um við þá í land. Okkur fannst við ekki þurfa að vera að borga mönnum kaup fyrir að stranda bátnum. það gátum við þá alveg eins gert sjálfir, en báturinn var óvenju djúpristur. En það fór þó svo að eftir þetta strönduðum við aldrei. Hrakningar á nýársnótt Það var á gamlaársdag 1955 að við fórum í okkar hefð- bundnu áætlunarferð sem átti að taka 7-8 tíma. Ferðinni var heitið frá Svínanesi norður í Kerlingafjörð. Við fórum af stað fyrir birtingu um morgun- inn. Veðurspá var óhagstæð en miðað við spána átti veðrið ekki að skella á fyrr en seint um kvöldið og þá áttum við að vera komir heim aftur. Það var logn þegar við lögöum af stað en spáð var norð-austan átt og loft var ansi þungbúið. Allt gekk tíð- indalaust fyrst í stað og viö héld- um áætlun inn í Kerlingafjörð en þá fer hann aö þykkna meira upp og við þóttumst vita að ekki væri von á góðu. Kolsvartir og þykkir skýabólstarnir yfir Jökl- inum sögðu okkur allt sem við þurftum að vita. Fljótlega var svo skollinn á blindbylur. Eng- inn dýptarmælir var í bátnum eina siglingartækið um borð var kompás og við þurftum aö tinna Stykkiseyjar til að komast á rétta siglingaleið og gekk það Sófus Gjoveraa. ágætlega og stéfnan tekin á Flatey. En þegar við vorum að nálgast eyjuna sjáum við í sort- anum að sker eru framundan og braut á þeim. í snarhasti var vél- in sett í aftur á bak en við höggið sem við fengum við það brotn- aði stýrisvélin og útlitið var væg- ast sagt ískyggilegt. Sem betur fer hafði ég nýlega skipt um lása á stýrissveifinni samkvæmt beiðni skipaskoðunarmanns, sem hafði nýlega skoðað bátinn og gat þess vegna aftengt keðj- una og komið böndum á stýrið. Síðan stóðum við Sander úti með böndin í höndunum og stýrðum þannig en sá gamli var í stýrishúsinu. Sjórinn gekk yfir okkur og allt í kring braut á boðum á þessari viðsjárverðu siglingaleið. Um stund sáum við ljós á innsta hús- inu í Flatey en íbúinn þar hafði komið því fyrir uppi á þaki til leiðbeiningar fyrir sjófarendur. Ljósið sáum við aðeins skamma stund og síðan hvarf það í sortann, en við vissum nú nokk- urn veginn hvar við vorum staddir. Til að bjarga okkur frá mestu hættunni þurftum við að fara inn fyrir eyjuna og suður fyrir því ekki var nokkur leið að ná landi að norðanverðu vegna grynn- inga. Okkur tekst þetta og kom- umst inn fyrir Svefneyjasundið og virtist vera þar smá skjól fyrir veðrinu. Enn þá tekst ekki betur til en svo að trommla fram á með vírum á slitnaði upp og allt dralsið lenti í sjónum. Þarna við Svefneyjasundið vorum við talsverðan tíma að reyna að finna einhverja leið út úr þessum ósköpum en ókunn- ugleikinn gerði okkur erfitt um vik. Enn í dag er mér með öllu óskiljanlcgt hveriiig við hrein- lega komumst hjá því að stranda bátnum þarna í öllu kraðakinu í Hjallaskerjaröstinni og þá hefði nú ekki þurft að spyrja að leikslokum. Þegar leið á nóttina fór að draga úr veðrinu og birta og þá sáum við að við vorum komnir suður á Bjarneyjafióa. Klukku- stundarferð frá Stykkiseyjunr til Flateyjar var orðin að fimmtán tíma ferðalagi um hættulegustu siglingaleiðina við íslands- strendur og við vorum enn ofan- sjávar. Segja má að þetta hafi verið heldur ókræsileg nýárs- nótt. En heim komumst við heil- ir á húfi en hraktir og kaldir og frá höfninni rérum við á árabáti í land. Seinna fréttum við að radíóið í Flatey hefði verið að kalla í okkur alla nóttina en við athug- uðum radíóið ekkert enda hefði það ekkert hjálpað. Einhvern veginn finnst mér að þetta hefði allt verið í betra lagi hefði bátur- inn ekki bilað en auðvitað var þarna þó hættuástand. Báturinn sjálfur var ekki hentugur til sigl- inga á þessari áætlunarleið hann var mjög djúpristur og svo var náttúrulega alveg skelfilegt að hafa ekki dýptarmælir. Flutningar af ýmsu tagi Við lentum í allavega flutn- ingum. Einu sinni þegar við vor- um að koma frá Brjánslæk stoppaði fióabáturinn Baldur hjá okkur að bað okkur að taka líkkistu sem átti að fara til Hjarðarness. Okkur þótti þetta ekkert tiltökumál og þarna spöruðum við flóabátnum tals- verðan krók. Þegar kom að því að skila kistunni í land kom babb í bátinn. Jullan sem við notuðum til að ferja í land á bar alls ekki kistuna hún var svo stór enda undir stóran mann. Ég tók það þá til bragðs að taka lokið af kistunni og leggja það þvert yfir jullun. Setti bönd í kistunahenti henni í sjóinn og réri í land. Rétt áður en landi var náð snaraði ég lokinu á kistuna og þegar við- takendur komu ofan í fjöru var kistan komin á land og enginn tók eftir neinu óvenjulegu. Ég er viss um að sá gamli sem í hana fór hefur brosað að þessu öllu. Það var algengt að við hent- um flutningnum í sjóinn á þeim stöðum sem hann átti að fara til og síðan sóttu bændurnir hann þegar fjaraði, en mikill munur er á flóði og fjöru á Breiðafirð- inum, sá mesti á ..landinu. Nokkrum sinnum fluttum við þingmenn og þingmannsefni á milli staða. Gott fólk í Breiðafirðinum Það er gott fólk í Breiðafirð- inum en dálítið sérstakt. Mér þótti það skrýtið þegar karlarnir hittust að þeir kysstu alltaf hvor annan og föðmuðust og hægt var að brosa að tiltækjum þeirra stundum. Þessum faðmlögum átti maður ekki að venjast fyrir austan. Það kom oft fyrir að ef við lágum yfir nótt á einhverjum stað að íbúarnir komu og færðu okkur að borða og vildu allt fyrir okkur gera. Það er sérstök fegurð í Breiðafirði en þar er sjaldan logn sem hér fyrir austan. Þetta fyrra sumar okkar, við vorum þarna í tvö ár, var samfelld suð- vestan átt og þræsingur. Ekkert skjól. Sófus Gjoveraa eldri. Það voru um hundrað íbúar í Flatey á þessum tíma og cinn vörubíll var í eynni og mannlífið var einfalt en gott og ekki var ahnað að sjá en að fólk væri ánægt með hlutskipti sitt. Það eru til fjölmargar sögur og sagnir úr Breiðafirðinum og það er gaman að þessum frásögnum, Ég minnist þess t. d. að mér fannst í fyrstu frálcitt að fólk hafi farið fótgangandi út í Flatey, cn það gerðist frostaveturinn mikla 1918. En þessi tvö haust sem við vorum þarna sá maður hvað innfirðina og flóann lagði fljótt og framhaldið gat maður gert sér í hugarlund. En í dag er mér of- anskráð sjóferð efst í huga, senni- lega ekki síst vegna þess að á með- an á henni stóð geröum við okkur aldrei raunverulega grein fyrir þeirri lífshættu sem við vorum í. Alexander Gjoveraa. Vélbáturinn Nanna sem notaðuitvar í flutningana.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.