Austurland


Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 22

Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 22
22 JÓLIN 1993. Elma Gudmundsdóttir A slóðum Maya-indíána í Mexicó Hitinn skall á okkur þegar við stigum út út flug- vélinni í Cancun. Á leiðinni gegn um flugstöðina reyndi ég að blaka blaði til að fá örlítinn svala en handfarangur gerði mér erfitt um vik. Úti var 35% stiga hiti og klukkan var tíu að kvöldi en heima á Fróni var hún orðin fjögur að nóttu. Þegar ég sá eldrauðhærðann fararstjórann sem tók á móti okkur hugsaði ég „guð minn almáttugur hvernig getur rauðhærður maður þolað þennan hita“. En það var óvenju heitt þetta kvöld og flugþreyta og tímamismunur gerði okkur öll ósköp vanmáttug. En ég var komin til Mexicó, landsins sem ég hafði lesið svo mikið um og látið mig dreyma um. Lands Maya, Asteka, Tolteka og Inka og fleiri þjóð- flokka sem áttu sér menningu og trúarbrögð sem sveipuð eru enn í dag, dulúðugum ævintýraljóma. Þrjú þúsund ára menning Maya-indíánar eiga sér þrjú þúsund ára menningarsögu en í dag er einkum vitaö um tímabil- iö frá árinu 445 til ársins 1200. í heimsókn til Chichén Itzá eins frægasta menningaseturs þeirra verður nranni ljóst hvað Mayarnir bjuggu yfir mikilli þekkingu á stjörnufræöi og byggingarlist svo eitthvað sé nefnt. Chichén Itzá var yfirgefinn af einhverjum dularfullum ástæð- um árið 1204 og lá staðurinn fal- inn í frumskógum Jucatanskag- ans til ársins 1904, en á sextándu öld lágu fyrir óstaðfestar upplýs- ingar um stórkostlegar forn- minjar í frumskógum Jucatan. Árið 1885 keypti bandarískur maður Chichén Itzá af Spán- verjum fyrir 75 dollara. í tæp- lega 40 ár bjó hann á staðnum oglétm. a. kafa í Fórnarbrunn- inn sem þar er og þar fundust bein, ýmsir rnunir úr gulli og ógrynni af jadedjásnum, sem hann gaf safni í Boston. Árum saman reyndu Mexikanar að fá munina til baka og hefur hluta þeirra nú verið skilað. Maya-indíánar bjuggu í Mexicó, Belice, Guatemala, Honduras og E1 Salvador eða á yfir 400.000 ferkílómetra svæði og er menning þeirra sú elsta sem þekkist á regnskógasvæð- inu. Fyrir mér var það nánast eins og helgiathöfn að koma til Chi- chén Itzá og hygg ég að svo hafi verið um fleiri. Við ókum frá Cancun um 200 km til þessa merkisstaðar sem um aldir hafði legið falinn í frumskóginum, sem er frekar lágvaxinn af frum- skógi að vera en svo þéttur að ógerningur er að komast um hann. Því er talið að enn megi finna þar merkilegar fornminjar Maya-indíána. Chichén Itzá Það var heitt í Chichén Itzá enda voru við þar um hádegis- bil, heitasta tíma dagsins. Kulkulán kastalinn, eða Hið mikla musteri er stærsta og tign- arlegasta byggingin, píramíti helgaður Fiðruðu slöngunni, blasir við sýn strax þegar komið er inn á þetta afgirta svæði og ég fyllist lotningu og undrun að sjá þetta glæsilega mannvirki. Píramítinn er hreint ótrúlegt mannvirki byggður á mikilli stærðfræðiþekkingu og koma himintunglin þar mikið við sögu. Á hverju vor- og haust- jafndægri á sér stað á norðurhlið píramítans ótrúlegt samspil ljóss og skugga og er þá sem risavaxinn snákur skríði niður norðurhlið píramítans. Þúsund- ir manna leggja leið sína til Chichén Itzá á þessum tíma til að vera vitni að þessum atburði. Inni í píramítanum eru rang- halar margir og gestum aðeins leyft að fara inn í hluta þeirra. Þar gefur að líta skreytingar hinnar fyrri gerðar hans og glæsilega höggmynd af sólguðn- um og steinmynd af jagúar, sem máluð hefur verið rauð. Hið mikla musteri er 25 metrar á hæð og 60 metrar á hverja hlið og tröppur upp að musterinu á efsta stallinum, á hverri hlið. Hallinn er um 45 gráður og flest- um finnst erfiðara að fara niður en upp. Níutíu og einn trappa er á hveri hhð og efsta trappan sameinar þær allar svo samtals eru þær 365 eða jafnmargar dögunum í árinu. Talið er að tímatal Mayjanna hafi verið mun nákvæmara en -V V Hér má sjá að það er sem risavaxin slanga skríði niður tröppurnar á píramítanum. Cenote Sagrato hylurinn heilagi. tímatalið í dag og þeir fundu upp núllið. Dagarnir í árinu voru 365 en mánuðirnir 18 og 20 dagar í hverjum auk fimm daga sem skiptust óreglulega á mánuðina. Mikil fórnargleði Mikil fórnargleði einkenndi líf Mayanna og að talið er sér- staklega eftir að þeir blönduðust Toltekum sem voru mjög her- skáir og innleiddu siði sína með- al Mayanna. Hinum almenna borgara var talið trú um að fórna þyrfti hreinum meyjum á fimmtíu og tveggja ára fresti svo heimurinn liði ekki undir lok. Öll önnur tækifæri sem gáfust notuðu þeir til fórnarathafna. Mayarnir trúðu á endurholgun. Að til væru þrettán himnaríki og sjö helvíti og menn færðust á milli þessara tilverustiga eftir því hvernig þeir lifðu lífinu á hverju tilverustigi. Cenote Sagrado - Hylurinn heilagi - er nokkurn veginn hringlaga 65 metrar í þvermál og um 20 metrar niður að skol- grænu vatninu. Mayarnir trúðu því að regnguðinn Noh-Och- Yum-Chak lifði á botni brunnsins. Á barmi brunnsins er lítið byrgi þar sem fórnarlömbin voru hreinsuð í gufubaði af öll- um jarðneskum saur og síðan voru þær, því oftast var um ung- ar hreinar meyjar að ræða, deyfðar með kópalreykelsi áður en þeim var fleygt í brunninn. Það var auðvelt að gefa ímyndunaraflinu lausann taum- inn á þessum skelfilega stað, 'en mér gekk ilia að sannfæra sjálfa mig um það að meyjarnar hafi gengið til þessara fórnarathafna af fúsum og frjálsum vilja, en það var talinn hinn mesti heiður að verða fyrir valinu. Úr brunn- inum hafa fengist fjölmargir skartgripir og líkamsleifar sem sýna að sagnir um fórnirnar eru sannar. Frá fórnarbrunninum geng- um við eftir einstigi gegnum frumskóginn að íþróttaleik- vanginum og áhrifin frá öllu sem við höfðum séð og sumir nánast upplifað, gerði það að verkum að allt tal féll niður og hópurinn liðaðist gegnum skóginn eins og hann ætti von á öskrandi indí- ána með alvæpni við næstu beygju. Þeir léku körfubolta í Chichén Itzá íþróttaleikvangurinn í Chi- chén Itzá hefur varðveist ein- staklega vel og því auðvelt'að gera sér grein fyrir hvernig leikurinn hefur farið fram og eins sýna myndir höggnar í lang- veggina meðfram vellinum gang leiksins. Á einum stað er mynd sem sýnir fyrirliða annars liðsins afhöfða fyrirliða hins liðsins og í dag er talið að það hafi verið fyrirliði sigurliðsins sem missti höfuðið. En í bók sem ég las fyrir mörgum árum er sagt að það hafi verið fyrirliði tapliðsins sem missti höfuðið og einhvern- veginn er ég miklu sáttari við þá skýringu. Völlurinn er ílangur níutíu metra langur og áhorfendapall- ar allt í kring. Hljómburður er einstakur og heyra má venjulegt samtal enda á milli. Þetta sann- reyndum við á staðnum. Stein- hringir hátt á langveggjunum, með 45 cm gati, voru skotmörk- in þar sem hinir smávöxnu May- ar áttu að koma boltanum gegnum. Til þessa hefur þurft mikla leikni því talið er að May- arnir hafi verið um einn og hálf- ur metri á hæð en hæðin upp í hringina er 7 - 8 metrar.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.