Austurland


Austurland - 23.12.1993, Page 29

Austurland - 23.12.1993, Page 29
JÓLIN 1993. 29 ofan við rákina. I þessu örmjóa skarði eða gjá eru leifaraf grjót- hleðslu og segir nánar frá því í frásögn um Síðudal. Klettadrangurinn i rákinni heitir Kerling. Minnir á konu i pilsi sem víkkar mikið niður og er dragsítt. Þarna átti tröllkona hafa dagað uppi í fyrndinni. á leið sinni af Barðsnesi til Sand- víkur. Attaði hún sig ekki á. hvað sólin kemur snemnia upp í suðurhlíðum Sandfells og varð að steini. Pegar ég fór þessa leið í fyrsta sinn. var samferðamað- ur niinn innfæddur Norðtirðing- ur. Þekkti hann allvel til gantalla sagna og örnefna í Norðfirði. Taldi hann vissara fvrir hvern þann er færi þessa leið í fvrsta sinn. að staldra við fætur kerl- ingar og væta pilsfald hennar ef hann vildi komast klakklaust þessa leið. Kerling. Ljósm. HH Síðast liðið sumar fóru frækn- ir Björgunarsveitarliðar þessa leið til Sandvíkur. Lentu þeir í þokuskýi í fjallinu og fóru villir vegar. En sakir hreysti sinnar og harðfylgi komust þeir óskemmdir en örþreyttir til Sandvíkur. Sáu þeir þá að mjótt þokubelti lá þvert í gegnum fjallið. en bjart bæði fyrir ofan og neðan leið þá, er þeir skröngluðust, rammvilltir. Skyldu þeir hafa gleymt skyld- unni við tröllkvendið og fengið væga áminningu? Stutt frá því, sem nú er býlið Skorrastaður 3, voru tættur, sem kölluðust Götutættur. Þar stóð eitt af mörgum afbýlum kirkjujarðarinnar. Hét kotið auðvitað Gata. Þar bjó eitt sinn bóndi eða leiguliði prestsins á Skorrastað. Vildi þessi maður láta berast dálítið á, eins og heldri bændur, og koma ríðandi til kirkjunnar. En kirkjan stóð um það bil 200 - 300 metra utan við kotið. Sendi karl kerlu sína inn á Hólaströnd, til þess að sækja sér hest. Það er stífur klukkutíma gangur aðra leið- ina. Þegar kerling var búin að koma klárnum heim lagði höfð- inginn á hestinn og reið til kirkj- unnar með viðeigandi hlað- spretti. Finnst mörgum sem til þekkja, að ennþá lifi tilhneiging bóndans í Götu þar í landinu. Breiðarák heitir rák Norð- fjarðarmegin í Norðfjaröarnípu og er fær milli fjarðanna, Norö- fjarðar og Mjóafjaröar. Aður fyrr var farið með hesta eftir rákinni. En vegna hruns og þeirra breytinga sent sífellt verða í fjallrákum. versnaði leiðin svo, að hún var unt tíma talin ófær með öllu. Á mörkuni fjarðanna er gjót sent heitir Sölvagjöt. Þar átti Sölvi nokkur að hat'a misst hest nteð klyfjum niður í gjótina. Er hún síðan kölluð Sölvagjót. Breiðarák var farin fyrr á öldinni af gangandi mönnum. Síðan týndist leiðin þegar þeir menn. sem rötuðu eftir Breiðurák. gengu úr leik aldurs vegna og hættu í fjalla- ferðunt. Fvrir nokkrum árunt fann ungur og vaskur maður úr Norðfirði leiðina á ný, og hafa allmargir farið hana síðan að sumarlagi. Er það álit þeirra, að þessi leið sé öllum fær, sem á annað borð geta gengið í fjöllum. Milli Hóla og Tandrastaða í Norðfirði, gengur brattur melur suður í Norðfjarðarána, Heitir melurinn Naumimelur. Hann er neðstur hóla og hæða sem kall- aðir eru einu nafni Hólahólar. Nokkrir smádalir eru milli hól- anna og tjarnir í sumum þeirra. Þær eru kallaðar einu nafni Hólatjarnir. þó svo að sumar þeirra heiti sínu sérnafni eins og t. d. Helgutjörn. Neðsta tjörnin heitir Hólatjörn. Er hún í mýr- arhvilft uppi á Naumamelnum. Sefgresi vex með bökkum og minnkar tjörnin nokkuð ört. Auðséð er, að áður fyrr hefur hún verið mun stærri, en er smátt og smátt að fyllast upp. Einhvern tíma fyrir löngu fór- ust tveir menn í Hólatjörninni. Segja sumir þá komna yfir Fönn að vetrarlagi og ætluðu út í Norðfjörð, en komu aldrei fram. Rekin húfa við tjörnina gaf svo vísbendingu um, hvað hefði komið fyrir. Sum munn- mæli segja menn þessa hafa ver- ið bræður. Því hefur tjörnin, á seinni árum verið kölluð Bræðratjörn. Ekki hefur ennþá tekist að grafa upp, hvenær þessi atburður gerðist, eða hvaða menn voru þarna á ferð og hvort lík þeirra fundust eður ei. Margir hafa orðið varir við tvo dularfulla menn á reiki í Naumamelnum. Ekki eru þeir þessa heims, þegar betur er að gáð. Hverfa þá sporlaust. Setja margir það í samband við þetta ömurlega slys í tjörninni. Aldrei hefur heyrst, að þessir svipir hafi gert neinum skráveifur. Heldur eru þeir þarna á sveimi, ekkert síður um hábjartan daginn en annan tíma sólarhringsins. í Hólafjalli er mikil gjá eða gil gegnt bænum Hólum í Norðfiröi. Heitir það Sörlagil. Þar átti að dvelja í helli þurseða bergbúi. Getur Sigfús þjóð- sagnaritari þess, að hann hafi komið þangað af Fljótsdalshér- aði og þar dvalið í helli einunt inni í Hjálpleysu. Þar átti Sörli vingott við konu á næsta bæ. Féll Héraðsmönnum það illa og gerðu aðsúg að honum og hrökktu hann á burt. Næst birt- ist Sörli í Hólafjalli í Norðfirði. Ekki er getið þess að hann væri ágengur við konur hér í neðra. Aftur á móti lét hann stundum greipar sópa í afla sjómanna. En Sörli gekk til sjávar dag hvern með handfæri sitt í hendinni en fiskakippu heim að kveldi. Ekki var hann að öllu illa liðinn. Heldur þótti hann góður til áheita og hjálpsamur í stórræð- um. Þögul vinátta var milli hans og bóndans á Hólum, því Sörli yrti aldrei á neinn mann, segir sagan. Að lokum dó Sörli í helli sínum og þar dysjuðu Norð- firðingar hann að sumra sögn. Þess skal getið að Sörlagil er ranglega nefnt á korti Tröllagil. Hér hefur aðeins verið drepið á lítið brot af Norðfirskum ör- nefnum og sögnum er þeim tengjast. Mjög mikið er af heit- um kennt við menn og þá oftast vegna slysa og annarra óhappa. Þó er sagan um Nikulásarhæð og Rósubotn annars eðlis. Sög- una skráði Bjarni Þórðarson í Austurlandi árið 1957. Lýk ég þessu rabbi á sögu Bjarna. „Eitt sinn var á Krossi í Mjóa- firði vinnumaður, sem Nikulás hét. Hann lagðist á hugi við vinnukonu, sem Rósa hét og heima átti á bænum handan fjallsins. Drangaskarð er á fjalls- hryggnum upp af Neskaupstað og var farið þar unt á milli Kross og Ness. Þetta eru þó raunar þrjú eða fjögur smáskörð með stuttu millibili og eru aðskilin af klettadröngum, sem nafnið er án efa af dregið. (í gömlunt skrifuðum gangnaseðli úr Norðfirði frá árinu 1893 eru þessi skörð kölluð einu nafni Nípuskörð. HH). Þegar Nikulás á Krossi fýsti að finna unnustu sína, reisti hann staf sinn í yzta skarðinu og heitir það síðan Nikulásarskarð eða Lásaskarð. Kom þá Rósa til móts við hann og hittust þau þar sem síðan heitir Rósubotn eða botnar, en þar voru grasbrekkur eða botnar niður undan skarð- inu. Er þó graSrót nú mjög tekin að skerðast vegna skriðufalla. Leiðin upp í Rósubotn er brött og erfið og sjálfsagt hefur Rósa svitnað rækilega á leið sinni til fundar við unnustann. En hvað er að tala um það þegar ástin er annars vegar. Þessi örnefni ntunu ekki vera mjög forn.“ Drangaskarð. Ljósm. A B Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.