Austurland


Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 30

Austurland - 23.12.1993, Qupperneq 30
30 JÓLIN 1993. Þú gefst aldrei upp, Sigga! Kafli úr ævisögu Sigríðar Rósu Kristinsdóttur Undir Hólmatindi ..í>að voru vissulega viðbrigði fvrir nrig að koma hingað til Eskifjarðar at' mínu stóra heim- ili þar sem alltafvar fullt af fólki. gestum og gangandi." segir Sig- ríður Rósa þegar ég bið hana um að lýsa betur fyrstu kynnum sínum af staðnum. ..Ég var hissa á ýmsu sem ein- kennir þorpssamfélagið og hef í raun aldrei vanist hugsunar- hættinum hér. Að búa í sveit er nefnilega líkara því að búa í borg þar sem lengra er á milli fólks. í þorpum vilja allir vita allt unr alla en enginn vill láta vita neitt um sig og sína hagi. Mér fannst fólk vilja vita allt um mig en ég mátti ekki vita neitt um það. Ég fann líka fyrir því að það þótti ekki eins sjálfsagt hér og í sveitinni að gera fólki greiða. Hér heyrði ég í fyrsta sinn orðatiltækið „að koma fólki upp á eitthvað". Ég bauð öllum góðan dag og fljótlega var ég farin að þekkja alla bæjarbúa í sjón. En þó að ég talaði við fólk úti á götu kvnntist ég því ekkert meira. Ég heilsaði alltaf að fyrra bragði en þegar ég var búin að búa hérna í 20 ár ákvað ég að prófa að hætta því. Ég gerði tilraun í eina viku en þá heilsaði mér enginn. Það urðu allir voðalega hissa og spurðu: „af hverju heilsar hún ekki?“ Það var sem sé ég sem átti alltaf að hafa frumkvæðið. Það hefur oft verið talað um helvítis montið í Norðlending- um í mín eyru. Ég svara því til að vissulega séu Norðlendingar oft montnir en þeir séu heiðar- lega og hreinskilnislega montnir en ekki með þessi helvítis laun- drýgindi eins og Austfirðingar. Það er ríkt í mér að vera hrein og bein og er það gjarnan talið vera norðlenskt mont. Mér finnst t. d. alveg sjálfsagt að Sigríður Rósa Kristinsdóttir. hæla fólki ef það gerir eitthvað gott en hér er slíkt oft túlkað á þann veg að þá sé ég að níða einhvern annan. Ef ég segi t. d. að einhver sé fallegur, sé ég jafnframt að segja að næsti mað- ur sé ljótur! Þannig hugsum við Norðlendingar ekki. Ég kynntist Eskfirðingum mest f gegnum fyrrum tengda- foreldra Ragnars, sem voru ágætis manneskjur og reyndust mér vel, en ég náði litlu sem engu sambandi við jafnaldra mína. Ragnar var aðfluttur en átti nokkur skyldmenni á staðnum. Ég gat komið til þeirra en það fólk var í sömu fjöl- skyldu og fyrrum tengdafólk hans. Ég kynntist nokkrum frænkum hans en eignaðist eng- ar sérlegar vinkonur. Konur á mínum aldri voru flestar giftar, með lítil börn og á kafi í sínum fjölskyldumálum. Hér var eins og öll hugsun snérist um fjöl- skylduna. Það hefur aldrei nægt mér. Ég hef hugsað um svo margt annað, út um allan heim, en fann ekki sálufélaga sem ég gat rætt við um neitt annað en börn og grautagerð. Mér fannst Eskfiröingar með eintæmum þröngsýnir en afsak- aði það með því að þeir hefðu Hólmatind á nefinu ogsæju ekk- ert annað. En ég gat ekki sætt mig við að sjá ekkert nema yfir í Hólmatindinn og fannst ég stundum komin á andlega eyði- mörk. Tvennt annað fannst mér ein- kenna staðinn. í fyrsta lagi olli það mér undrun hvað margir þáðu af bænum. Þetta voru erfiðleikaár og Eskfirðingum virtist ekki finnast neitt athuga- vert við að þiggja af sveit. Annað, sem vakti athygli mína, var hvað mikið var um haltar hænur í bænum. Þar sem ég ólst upp var ekki vani að henda grjóti í skepnur. í raun og veru hefði ég frekar viljað setjast að einhvers staðar annars staðar, t. d. á Hornafirði en þaðan er Ragnar. Hann er frá Svínhólum í Lóni en kom 17 ára gamall hingað til Eskifjarðar til að stunda sjó. Vorið 1946 sótti hann til Svíþjóðar nýjan hornfirskan bát sem hét Borgey. Hann var á honum á síld unt sumarið en hætti um haustið og skömmu seinna fórst Borgey. Það þýddi ekkert fyrir mig að láta migdreyma um búsetu ann- ars staðar því það var ekki hlaupið í gott skiprúm. Menn slepptu ekki góðu plássi eins og á Víði enda var Ragnar vélstjóri á honum í tíu ár. Hann var mik- ið að heiman og það var ekki fyrr en eftir tíu ára hjónaband að við bjuggum saman þá var hann í landi í sex ár. Ég hafði þó oft hugann við að flytja fyrstu árin og þegar jörðin Knarrar- berg í Eyjafirði var auglýst til sölu langaði mig mikið til að kaupa hana. Sveitalffið togaði í mig og þarna fannst mér upplagt að vera með börn; í næsta ná- grenni við Akureyri en samt nægilega langt í burtu. Ég sá fyr- ir mér að Ragnar gæti farið á sjó eða fengið vinnu í vélsmiðju á Akureyri og ég séð um smá- vegis búskap í friði og spekt. En Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir viðskiptin Ljósmyndastofa Vilbergs Guðnasonar Eskifirði það var vonlaust að fá Ragnar til að koma með mér. Hann var límdur við Eskifjörð. Ég hef oft séð eftir því að hafa ekki notað frekjuna í þetta skipti og keypt þessa jörð. Það var margt sem ég þurfti að læra og venj ast við í hinu nýj a hlutverki sem sjómannskona á ókunnum stað.Ég kom hingað blásaklaus og tiltölulega ólygin en lærði fljótlega að trúa varlega þeim aflafréttum sem sagðar voru. Víðir var á reknetum og söltuðu þeir síldina um borð. Tveimur eða þremur dögum eft- ir að Ragnar fór á sjóinn, fyrsta haustið sem ég bjó hérna, hitti ég mann sem sagði við mig: „Það er naumast að þeir eru að fiska á Víði, búnir að salta í 300 tunnur og bara á leið í land.“ Ég varð himinlifandi og fór að búa mig undir að báturinn kæmi, en bið mín varð löng. Báturinn kom ekki inni fyrr en eftir hálfan mánuð og þá með 150 tunnur. Þetta var hreinn uppspuni úr manninum. Það var alltaf spenna í loftinu á meðan bátar voru á sjó og virtust sumir menn iðka það að segja svona lygasögur. Ég lærði því að bera hvern mann fyrir sinni sögu og eftir þetta tók ég því sem sagt var um aflabrögð með ákveðinni tortryggni. Ég held að Esk- firðingum hafi ekki þótt svona sögur nein lygi heldur fremur fréttir. Annað,sem mér þótti skrýtið við sjómennskuna, var hið tak- markalausa vald skipstjórans sem undirmennirnir urðu að lúta. Einu sinni var ræst út í kol- brjáluðu veðri og Ragnar varð að fara þó að allir sæju að það gaf alls ekki á sjó. Þeir börðust í sjóðandi vitlausu veðri norður að Norðfjarðarhorni en komu til baka morguninn eftir í jafn brjáluðu veðri. Sagt var að skipstjórinn hefði reiðst við konuna sína, verið fullur og ákveðið að fara á sjó. Þá þýddi ekki fyrir áhöfnina annað en að fylgja og má þakka fyrir að ekki fór verr í þetta skiptið. Frá Eskifirði var ekki hægt að stunda sjó á vetrarvertíð á minni bátum og var þá farið til Horna- fjarðar eða Sandgerðis. Vertíð- in byrjaði í janúar og voru sjó- menn nær undantekningarlaust að heiman fram að vertíðarlok- um, 11. maí. Þá voru þeirheima á meðan verið var að gera klárt á síldina og voru svo í burtu allt sumarið, fram í september eða október. Allan þennan tíma heyrðist lítið frá þeim. Það var ekki verið að hringja heim að óþörfu enda varla hægt þegar þeir komu í land á stöðum eins og Siglufirði eða Raufarhöfn. Það gátu verið hundruð sjó- manna í landi á sama tíma og símstöðvarnar litlar. Við feng- um fréttir af aflabrögðum hjá út- gerðinni og aflatölur af síldinni komu stundum í útvarpinu. Við Ragnar skrifuðumst á og ég á enn bréf sem hægt væri að vinna aflaskýrslur upp úr. Hann gat auðvitað ekki skrifað um neitt annað en það hvernig veiddist. Ég sagði svo fréttir af börnunum og öðru því sem var að gcrast heima. Að síldarvertíð lokinni tók við atvinnulcysi fram að vetrar- vertíð. Ég hef stundum hugsað um það á hverju við lifðum þann tíma. Eftir góða vcrtíð gátu peningarnir enst til matarkaupa fram að næstu vertíð en yfirleitt voru þeir löngu uppurnir. Þá vorum við í reikningi í kaupfé- laginu Björk, Pöntunarfélaginu eöa í Verslun Markúsar Jensen og sáum ekki peninga fyrr en nokkru eftir að vetrarvertíð hófst. Þá gátum við sjómanns- konur byrjað að nudda nokkrar krónur út úr útgerðinni. Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða r Utvegsmannafélag Austfjarða

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.