Húsfreyjan - 01.01.1963, Qupperneq 11
sjálft stendur að baki útgáfunnar og
leggur árlega nokkurn skerf til hennar,
eins og kunnugt er. Hygg ég, að flestir
kaupendur blaðsins telji það betur ráð-
ið, að hækka verð þess en að draga
saman seglin á þann hátt, sem áður er
getið, enda þótt kaupendur verði við
þessa hækkun 15 krónum óríkari ár-
lega en ella. Þá má og á það minna, að
langflestir áskrifendur blaðsins eru ó-
beinlínis útgefendur þess, þar sem
fjöldinn allur af þeim konum, sem
blaðið kaupa, eru meðlimir i einhverri
félagsdeild innan K. í. — Með því að
greiða hærra áskriftarverð eru konur
því í raun réttri að rétta hlut síns eig-
in útgáfurits. Á þetta hefur oftar en
einu sinni verið drepið í þessu blaði og
verður því ekki fleiri orðum um það
farið að þessu sinni.
Eitt atriði varðandi áskriftarverð
blaðsins má ekki láta óumtalað hér. Er
skorað á sem flesta formenn kvenfé-
laga að láta taka það til umræðu og at-
hugunar á félagsfundi. Þetta ákvæði,
samþykkt á stjórnarfundi K. f., er á
þá leið, að ef kvenfélag kaupir blaðið
handa öllum, sem í félaginu eru og
greiðir svo andvirðið í einu lagi, er
heimilt að lækka verðið í 40 krónm-.
Eins og málum er háttað nú, er aðeins
eitt félag, sem notið getur þessara
hlunninda. Hver veit nema fleiri fé-
lög vilji nota það, þegar þau ræða og
íhuga málið. Formaður kvenfélags
Lágafellssóknar, en það er félagið, sem
kaupir blaðið handa meðlimum sínum,
telur þessa tilhögun hafa talsverð örf-
andi áhrif á félagslífið. Vitanlega verða
þau félög, sem þennan kost taka, að
hækka árgjald félagskvenna.
Þá er enn eitt, sem ég vil nota tæki-
færið til að benda á. Ákveðið hefur
verið að færa gjalddaga blaðsins fram
þannig, að nú er ætlast til að gjald-
dagi sé fyrir 1. júlí ár hvert i staðinn
fyrir 1. október áður. Orsök til þess-
arar breytingar er sú, að þess hefur
nokkuð gætt, að blaðið ætti of mikið
útistandandi hjá kaupendum um hver
áramót. En sé hinn rétti gjalddagi 1.
júlí, ætti að vera hægara fyrir ein-
staklinga og útsölukonur eða félög að
greiða hvern árgang fyrir áramót.
Að endingu vil ég svo í nafni rit-
stjórnarinnar mælast til þess að les-
endur láti okkur í té óskir sínar um
efnisval, ef þeir eru óánægðir með ein-
hverja af hinum föstu þáttum blaðsins
eða óska eftir að fá eitthvað sérstakt
flutt í þeim. Þá ættu og konur að minn-
ast þess, að ,,Húsfreyjan“ er fús til að
taka við því, er þær kunna að óska að
koma á framfæri í blaðinu. Fyrirspurn-
um um ýmis efni mundi einnig verða
leitast við að svara eftir beztu getu um
sérhvað það, er varðar starfssvið hús-
freyjunnar á heimili hennar og jafn-
vel fleira.
húspreyjan
11