Húsfreyjan - 01.01.1963, Side 13
Um bækur
Andlit Asíu
eftir Rannveigu Tómasdóttur
Jafnvel áður en unnizt hefur tími til
að lesa orð i þessari bók, vekur hún at-
hygli fyrir fágætlega skemmtilegan frá-
gang, því auk rithöfundarins hefur önnu-
ur kona lagt hönd að verki um gjörð bók-
arinnar. Er það Barbara Árnason listmál-
ari, sem nú gerir listrænastar bókaskreyt-
ingar hérlendis.
Rannveig Tómasdóttir mun víðförlust
íslenzkra kvenna, en það útaf fyrir sig,
gefur bókinni ekki gildi, heldur það, að
hún ferðast með opin augu og eyru og
undirbýr sig með bókalestri áður en hver
ferð er farin, svo að hún veit skil á lönd-
um og menningu þeirra, áður en hún
kemur á hvern stað.
Frásagnir þessarar bókar eru frá Ind-
landi, Kashmir, Nepal, Ceylon, Thai-
landi. Cambodiu og Sovétlýðveldunum í
Mið-Asíu. Ekkert af þessum landssvæð-
um eru í alfaraleið íslendinga og þvi
margt nýstárlegt þaðan að heyra. Rann-
veig lýsir þáttum þjóðlífs og menningar,
persónureynslu og kynnum við einstakl-
inga. Hún er sjálf hlédræg, stundum
næstum um of, því hún hefur ýmislegt
fleira að segja af eigin reynslu, en fram
kemur í bókinni. Ef ég ætti að nefna einn
kafla bókarinnar öðrum fremur, sem
dæmi um hvar höfundinum tekst með
ágætum að draga upp ljósa mynd, myndi
ég líklega nefna kaflann um „þorp stepp-
unnar". Eftir lestur þessa stutta kafla,
finnst mér ég hafi sjálf komið í hirðingja-
þorpið á sléttum Kazakhstan, andað að
mér rykblönduðum reykjareym og séð
fólkið, sem enn lifir hinu háttbundna lífi,
háðu árstíðum, lítið breyttu öld fram
af öld. En þetta er aðeins lítið dæmi. Bók-
in er full af fróðleik og skemmtan í sexm,
húsfreyjan
höfundi til sóma og okkur lesendum til
varanlegrar ánægju.
í Ijósi minninganna
eftir Sigríði Björnsdóttur frá Miklabæ
I þessari bók rekur Sigríður Björns-
dóttir minningar frá bernsku- og æsku-
árum, segir ferðasögur, veftu* reynzlu
sjálfrar sín og annarra í söguform og fest-
ir á blað hugleiðingar af ýmsu tilefni.
Höfundurinn er ritfær vel, gáfuð og
lífsreynd. Mynd æskuheimilisins og sveit-
arinnar er fjölskrúðug og eðlileg. Með
skemmtilegustu köflunum þykir mér frá-
sögnin af barnalestrarfélaginu. Slíkir við-
burðir voru ekkert smáræði í augum
sveitabarna meðan ferðalög og skemmt-
analíf var fáskrúðugra en nú gerist.
Heimili eins og það, sem birtist okkur
í lýsingum þessarar bókar á prestsetrinu
á Miklabæ, eru ekki lengur til, aðstæður
allar breyttar og aldarandinn annar.
Frú Sigríður segir færra af því ævi-
skeiði, er hún veitti sjálf forstöðu mann-
mörgu heimili, sem prestskona á Hesti í
Borgarfirði, enda mun þá dagsins önn
hafa verið æði aðgangshörð og fáar
stundir aflögu til að festa á blað það sem
á hugann kann að hafa leitað. Árið 1937
gisti ég eina nótt á Hesti og hef síðan
geymt í minni mynd af húsfreyjunni,
prúðmannlegri, festulegri en mildri, sem
tók alókunnugum gestum með hlýrri
gestrisni, þrátt fyrir annriki hásumars.
Lestur bókarinnar vekur sömu hughrif,
menn eru í góðum félagsskap meðan
hennar er notið.
Hundrað ór í þjóðminjasafni
eftir dr. Kristján Eldjárn
Ritgerðasafn þetta er gefið út í tilefni
af aldarafmæli þjóðminjasafnsins og
13