Húsfreyjan - 01.01.1963, Qupperneq 31
Orlof húsmæðra í Kópavogi
Við lögðum a£ stað í orlof húsmæðra að Laug-
arvatni, að morgni hins 1. ágúst.
Lagt var af stað frá félagsheimili Kópavogs
kl. 9,15 árdegis. 31 kona tóku þátt í orlofinu.
Konurnar voru allar mjög ánægðar, er lagt
var af stað í þessa fyrstu orlofsferð húsmæðra
í Kópavogi.
Við ókum með Ólafi Jónssyni, forstjóra stræt-
isvagnanna, sem leið liggur austur að Laugar-
vatni í einum af strætisvögnum Kópavogs.
Ferðin gekk prýðilega og var stanzað við ker-
ið í Grímsnesi og það skoðað.
Við komum að Laugarvatni kl. 11,20, eða
eftir liðlega klukkutíma akstur.
Gerður Jóhannsdóttir, kennari húsmæðraskól-
ans, tók ó móti okkur og voru viðtökur hinar
beztu, eins og hennar er vandi.
Vísaði Gerður konunum til herbergja og
nokkru seinna var fram borinn matur. Matur-
inn var mjög girnilegur, nýr silungur með smjöri
orlofsnefndar Borgarness, stjórnendur Jakobína
Hallsdóttir og Freyja Bjarnadóttir. Verðlaun
voru veitt fyrir bezta frammistöðu og hlutu þau:
1. verðlaun: Ingunn Hjartardóttir, Narfastöðum
og Ragnheiður Ólafsdóttir, Borgarnesi. En önnur
verðlaun hlutu Laufey Jónsdóttir, Andakílsár-
virkjun og Guðfríður Jóhannesdóttir, Litlu-
Brekku.
Mánudagskvöldið 2. júní var skemmtun og sáu
um hana konur úr orlofsnefndum sveita. Til
skemmtunar var skuggamyndasýning, sýningar-
stjóri Bjarni Helgason, Laugalandi. Þá var leik-
þáttur, revía úr Stafholtstungum, leikin af Helgu
Vilhjálmsdóttur, kenslukonu Varmalandi og Ól-
ínu Gísladóttur Laugalandi. Gítarspil og söng
önnnuðust Ragnhildur Einarsdóttir, Svarfhóli,
Ólína Gísladóttir, Laugalandi og Ingunn Ingvars-
dóttir, Hofsstöðum. Smásögu las Sigríður Þor-
valdsdóttir, Hjarðarholti og Ragnhildur Einars-
dóttir las einnig upp. Samkomuna setti Þórunn
Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum og var kynnir.
Þriðjudaginn 26. júní, brottfarardaginn, komu
orlofsnefndirnar í heimsókn ásamt mæðrastyrks-
nefnd Akraness og nokkrum gestum, þar á með-
al Sigríði Sigurjónsdóttur, Hurðarbaki, sem er
formaður S. B. K. Drakk allur hópurinn saman
síðdegiskaffi við fagurlega skreytt veizluborð,
ávörp voru þar flutt og þakkir fram bornar af
þeim Sigrúnu Jónsdóttur, Brautarholti og Guð-
finnu Svavarsdóttur, Akranesi, fyrir hönd
þeirra, sem nutu þessa orlofs.
HÚSFREYJAN
og sveskjugrautur á eftir. Síðan fengum við
kaffið borið fram í setustofuna, sem er hin vist-
legasta.
Gerður Jóhannsdóttir ávarpaði okkur og bauð
húsmæður velkomnar. Lýsti hún ánægju sinni
yfir því, að verða þess aðnjótandi, að stuðla að
því að dvöl okkar hér mætti verða okkur til
ánægju og hvíldar. Setti hún okkur nokkrar
meginreglur, sem bæði voru fáar og fábreyti-
legar.Bað okkur að njóta lífsins í ríkum mæli,
og lét okkur vita, hvenær máltíðir yrðu born-
ar fram. Áhyggjulausar nutum við máltíðar-
innar, og þurftum ekki að þvo leirtauið á eftir.
Dásamlegt.
Eftir máltíðina dreifðist hópurinn. Sumar kon-
urnar fóru í gufubað, sem er alveg dásamlsgt.
Aðrar fóru I gönguferðir eða hvíldu sig eftir
amstur undanfarinna daga.
Um kvöldið fór fram kvöldvaka. Áslaug Egg-
ertsdóttir, formaður hópsins okkar, ávarpaði
Jórunn Guðmundsdóttir tjáði hug sinn f svo-
hljóðandi ljóði, sem hún las upp:
Fyrsta flokks fæði,
fyrsta flokks gleði,
fyrsta flokks samkomulag,
fyrsta flokks gæði,
allt fallegt, sem skeði.
fram á síðasta dag.
Að þessu loknu buðu orlofsnefndirnar og
mæðrastyrksnefnd öllum hópnum í ferðalag um
Borgarfjörð. Var ekið sem leið liggur inn Hvít-
ársíðu til Kalmanstungu og um Hálsasveit til
baka, staðnæmst hjá Barnafossum í ágætu veðri
og litast um, til að njóta hinnar dásamlegu nátt-
úrufegurðar þar. Þvi næst var haldið af stað og
ekið að Reykholti, þar var kirkjan skoðuð, ekið
síðan áfram syðri leið um Reykholtsdal að Hvít-
árvallaskála, þar snæddur kvöldverður í boði
sömu nefnda og áður, veizlumatur í góðum fagn-
aði. Voru ávörp flutt og skilnaðarræður og ríkti
þar gleði og fjör. Alls voru þarna um 60 konur.
Nú tók skilnaðarstundin að nálgast, og kvöddust
því þær, sem ekki áttu samleið heim, með þakk-
látum huga og margar hugljúfar endurminn-
ingar, sem geymast munu um ókomin ár, um
þessa fyrstu vel skipulögðu og áuægjulegu or-
lofsviku.
Ragnheiður Ólufsdóttir.
31