Húsfreyjan - 01.01.1963, Side 32

Húsfreyjan - 01.01.1963, Side 32
okkur og tilnefndi fjórar konur til að sjá um þáttinn ,,afi og amma“, sem hún nefndi því nafni, og gat verið anzi fróðlegt að vita, hvaðan af landinu allar þessar konur væru, því að eins og Aslaug sagði, er Kópavogskaupstaður svo ungur, að ekki gátum við rakið ættir okkar þaðan. Við hófum kvöldvökuna með söng, Valborg Böðvarsdóttir lék undir á gítar. Við sungum lög- in: Sjáið, hvar sólin hún hnígur o. m. fl. Þvínæst hófst þátturinn ,,afi og amma". Byrjað var aft- ast á stafrófinu og Þrúður Briem talaði fyrst og rakti ætt sína með mestu prýði. Eftir þóttinn sagði Áslaug Eggertsdóttir okkur frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti og las kvæðið „í leyni“, eftir Þorstein Erlingsson. Kl. 10 drukkum við kvöldkaffi og síðan var sungið af öllum lífs- og sálarkröftum við undir- leik Kristínar Gísladóttur. Þá var þessi fyrsti dagur okkar á enda og gefur hann ofurlitla hugmynd um, hvernig við eyddum dögunum. Kvöldið eftir, fimmtudagskvöldið, las Helga Ámundadóttir upp kvæðið um Helgu Jarlsdótt- ur, eftir Davíð Stefánsson, og Ólafía Jóhanns- dóttir las um Huldu skáldkonu, eða réttnefnda Unni Benediktsdóttur Bjarklind. Föstudagurinn 3. ágúst ’(>2 Dagurinn leið að kvöldi ó venjulegan hátt. Konur fóru ýmist í gufuböð, sund eða göngur. Um kvöldmat var byrjað á því, að láta orðið ganga, og þegar „kókósúpan" verður að „engli”, getur margt undarlegt skeð. Einnig náði spámennskan heljartökum á mannskapnum. Spádómur Emelíu varð á þann veg, að ekkert sást nema dauð kind í bollanum hennar, svo að hún mátti til með að hvolfa aft- ur, til að vita úr hverju kindin drapst. Um kvö.ldið var kvöldvaka. Byrjað var á þættinum um „afa og ömmu“. Síðan sagði Gerð- ur Jóhannsdóttir okkur frá Bandaríkjaför sinni, sem hún fór ásamt öðrum kennurum víðs vegar að úr heiminum. Sýndi hún okkur skuggamyndir úr þeirri för, sem bæði voru litauðugar og fallegar. Varð þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt kvöld. Sunnudagurinn 5. ágúst ’62 Við vöknuðum í björtu og yndislegu veðri. Nokkrar konurnar reru út á vatnið, strax kl. 7 um morguninn, og fóru alla leið út í Útey. Eftir morgunmat rerum við svo fleiri út á vatnið. Eftir hádegið gengum við nokkrar konur upp að styttu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þar voru teknar nokkrar myndir, bæði af Jónasi og kon- unum. Síðan ákváðum við að sækja hlutaveltu, sem kvenfélagið hér á staðnum hélt. En er þangað kom, voru miðar allir uppseldir. Tveir drengir héðan fengu happdrættisvinningana 32 og voru þeir, hvor um sig, lambinu ríkari eftir hlutaveltuna. Allan daginn streymdi fólkið að og frá Laugarvatni, og voru töluverðar tjald- búðir inni í dalnum, enda sú helgin, sem mest er um að vera á sumrinu, „Verzlunarmannahelgin”. Bátar voru leigðir út, bæði árabátar og hrað- bátar. Um kvöldið var kvöldvöku sleppt og hlustað á útvarpið í staðinn. Einnig sungum við mikið og Ragnheiður Magnúsdóttir spilaði á píanóið, eins og svo oft áður. Ragnheiður spilar snilldar- vel og í hópnum okkar eru margar góðar raddir. Á mánudagskvöldið var einnig hlustað á út- varp og þegar danslögin byrjuðu, stigu sumar konurnar dans. Á þriðjudagskvöldið var kvöldvaka. Nefndist só þáttur „Duldar frásagnir”. Nokkrar konur sögðu frá ýmsum atburðum. Ein þeirra sagði frá atburði, sem hún nefndi „Hver vakti mig?“ Stemmingin var góð, og síðast var sunginn sálm- ur. Miðvikudagurinn 8. ágúst ’62 Veðrið var alveg dásamlegt. Eftir morgunmat flýttum við okkur í gufubað og sólbað til skiftis. Fyrir hádegisverð var okkur tilkynnt, oð Hall- dóra Eggertsdóttir námsstjóri ætlaði að borða með okkur, ásamt vestur-íslenzkri konu. Við sungum fyrir þær nokkur lög við undirleik Ragnheiðar. Kl. 2 var svo lagt af stað að Gullfossi og Geysi, í boði Ólafs Ketilssonar. Höfðum við með okkur nesti héðan úr skólanum, en Ólafur gaf gosdrykki og bauð einnig upp á kaffi í veitinga- húsinu við Geysi. Flytjum við honum kærar þakkir fyrir. Föstudagurinn 10. ágúst ’62 í dag á að fara í Skálholt og skoða hinn mikla biskupsstað. Presturinn á Torfastöðum, sr.Guðmundur Óli Ólafsson ætlar að messa fyrir okkur. Ólafur Ketilsson ekur, og er jafnframt leiðsögumaður góður. Einnig ókum við að Hvítá og skoðuðum nýju brúna hjó Iðu. Um kvöldið héldu þær Gerður og Jensína forstöðukona okk- ur kvöldvöku í sínum húsakynnum. Sungu þær Gerður og starfsstúlkurnar fyrir okkur, og var kvöldstundin ákaflega ónægjuleg. Einnig bóru þær okkur veitingar. Laugardagur 11. ágúst ’62 Á morgun höldum við heimleiðis og ljúkum okkar orlofsferð hingað. Allar erum við ánægðar með ferðina og höldum heim glaðar i bragði, þangað sem bíður okkar hið daglega líf húsmóð- urinnar. Hjartans þakkir flytjum við öllum þeim, sem að því stóðu, að við nutum þessarar orlofsferðar húsmæðra í Kópavogi. Valborg Böðvarsdóttir. HÚ8FREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.