Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 152
150
Kristján Árnason
þess að í Borgarfirði hafi á hans tíð bæjamafhið Reykholt eða Reykja-
holt verið borið fram með au: Ravkiolt. Einnig getur orðabók Blöndals
orðmyndarinnar/a«ra fyrir feyra (í viði) í máli suðaustanlands. (Sbr.
Hrein Benediktsson 1977:38.)
Einnig eru til undantekningar frá afkringingu á stuttu y í nútímamáli
í orðum eins og smyrja, spyrja, kyrr og yfirum, sem auk framburðar-
myndanna [smirja], [spirja], [chi:r] og [ivrYm]/[i:virYm] hafastundum
framburðinn [smyrja], [spYrja], [chY:r] og [YvrYm]. Eggert Ólafsson
getur hér einnig um orðmyndir eins og dur,flutja, glumur, kiurr, lugare,
smurja, eg spur fyrir dyr, flytja, glymur, kyrr, lygari, smyrja, ég spyt'■
Ásgeir Blöndal Magnússon (1981) bætir við þennan lista og telur að
samhljóð á eftir og undan hljóðunum hafi getað haft áhrif í þeim orðum
þar sem kringing helst. Enn fremur má benda á allýtarlega upptalningu
orðmynda sem varðveitt hafa kringdan framburð á gömlu y hjá Bimi M-
Ólsen (1882:263-4). Hann nefnir myndir eins og drukkur, kjur, stumra
(< styrma), ukkur, ufirum, bruðja o.fl. sem dæmi um það að kringingm
hafi haldist á gömlu y.
En það er fyrst og fremst í tengslum við gamla, stutta 0-ið sem
óreglan kemur fram. Hér er raunar venjulega talið að það sé algengara
að 0 haldist kringt og falli saman við gamla p-ið. Hreinn Benediktsson
(1959) telur að samfall hljóðanna hafi átt sér stað um 1200.
Meðal dæma um það að kringingin haldist em: nafnhættir sagna eins
og stökkva, sökkva, sem höfðu 0 í nafnhætti bæði í veikri og sterkn
beygingu, og orð eins og hrörna, öðlast, öræfi, örendur, örkuml. En
það er líka allalgengt að þetta hljóð afkringist: t.a.m. í nt. frs. margra
sagna: stekkur, kemur, sem í fornu máli vom st0kkr, k0mr, og í orðum
eins og erindi, eðli, gera < 0rendi, 0ðli, g0ra. í þriðja lagi em dærm
um tvímyndir, t.a.m. öxilexi, gjöra/gera. Það má líka segja að til séu
tvímyndir af forskeytinu 0r (frg. *uz): annars vegar ör- eins og í örœfi’
og hins vegar er- eins og í erindi.
4. Eldri skýringartilraunir
Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra þessar flækjur.
og þá aðallega sérstaka hegðun 0. Meðal þeirra sem fyrstir setja fm111