Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 223
Orð aforði
221
glarka
Fyrir nokkrum misserum spurði kona á Djúpavogi hvort við könn-
uðumst við so. glarka sem hún sagðist þekkja í merkingunni ‘slæpast,
§öltra, hringla (fram á nætur)’. Ekki þekktum við þetta orð og frekari
sftirgrennslan í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans leiddi í ljós að ekk-
ert dæmi var að finna um þetta þar, né heldur virtist það koma fyrir í
Prentuðum orðabókum. í samtali við annan austfirskan heimildarmann
nokkru síðar kom fram að hann þekkti orðið í svipaðri merkingu og
konan á Djúpavogi, t.d. um það að flækjast hús úr húsi í plássinu. Nú
þótti ástæða til að grennslast nánar fyrir um so. glarka, merkingu þess,
notkun og útbreiðslu, og því var spurst fyrir um það í útvarpsþættin-
Urn „Islenskt mál“. Allmörg svör bárust við þessari fyrirspum og vom
þau öll af Austurlandi, einkum af Mið- og Út-Héraði, sunnanverðum
Austfjörðum allt suður í Lónssveit. Nokkrir heimildarmenn á Héraði,
Ur Fellum, Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, reyndust þekkja þetta orð, svo
°g heimildarmenn í Fáskrúðsfirði, Breiðdal, Berufirði, Djúpavogi og
Lóni. í máli margra þeirra, einkum þó Héraðsmanna, kom fram að so.
Slarka væri gjaman notað um það að láta sauðfé ganga umhirðulítið úti
fram eftir hausti en einnig mátti nota þetta um ýmis önnur atvik eins
°g að láta ráðast hvemig eitthvað fer, láta skeika að sköpuðu, láta það
vaða, gossa, t.d. um dót sem lengi hafði dregist að henda. Enn fremur
rrnnntust nokkrir þess að svo hefði verið tekið til orða í eggjunar- eða
'nónunarskyni: „O, láttu þig bara glarka þama niður brekkuna." Annars
Uefnir sveitafólkið þetta einkum í sambandi við slaka umhirðu fjár en
fólkið í þéttbýlinu notar þetta fremur í gölturs- og slæpingsmerking-
unni.
Heimildarmaður í Hjaltastaðaþinghá kemst svo að orði (í bréfi):
”Orðið glarka er hér vel þekkt og einkum um fénað sem er eftirlits-
laus í högum, sjálfala, og þar með tekin sú áhætta sem því getur fylgt.“
^nnar heimildarmaður, úr Eiðaþinghá, segir (í símtali) að glarka merki
að láta sauðfé ganga umhirðulítið úti þótt vafasamt sé. Þriðji heimild-
arntaður á Héraði segir (í bréfi) að glarka sé notað um skepnur og böm