Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 233
Ritdómar
231
raunar segja að nokkurrar ofrausnar verði vart hjá höfundi í þessa veru, t.a.m. að því
er snertir fomnorsk ömefni og fleiri erlend staðanöfn þar sem uppruninn er myrkri
hulinn. Hvað sem öðm líður eiga skýringar á orðum á borð við TASS (‘skammstöfun á
nafni hinnar opinbem fréttastofu Sovétríkjanna’) strangt til tekið ekki heima í bók sem
þessari.
6. Merkingar orða og merkingarferli
Við merkingar uppflettiorða er líklega oftast nær höfð hliðsjón af orðabók Menn-
mgarsjóðs þótt að vísu sé það hvergi sagt. Má velta fyrir sér hvort þær séu ekki einatt
útlistaðar í óþarflega löngu máli; ég nefni t.d. maður: ‘tvífætt og tvíhent spendýr, gætt
máli og skynsemi (homo sapiens), manneskja, fullvaxinn karlmaður,... ’ Slfkar upp-
lýsingar eiga síður heima í orðsifjabók en í venjulegri íslenskri orðabók eða jafnvel
alfræðibók. í staðinn hefði verið unnt að koma að annars konar fróðleik, svo sem um
merkingarferli. Því efni er lítið sinnt, að því undanskildu að fomar merkingar orða em
°ft auðkenndar sérstakiega. Út af fyrir sig væri nægilegt verkefni í sérstaka bók — og
hana ólitla — að gera grein fyrir breytingum sem hafa orðið í tímans rás á merkingum
íslenskra orða. Þó virðist mér sem sums staðar hefði mátt greiða ögn betur úr flækjunni
ún mikillar fyrirhafnar. T.d. era mismunandi merkingar orðsins hani (1) taldar upp sem
karlfugl hænsfugla; krani, ventill, byssubógur; fljótfær og hvikull maður; árrisull mað-
ur (niðrandi); ullarvöndull, (aflangur) ullarlagður’. Síðan segir: „Fyrstoefnda merk. ísl.
orðsins er upphafleg, aðrar afleiddar, sumar aðfengnar." Hér sem víðar er spumingum
látið ósvarað. Hvaðan er merkingin ‘krani’ ættuð? Ætli öllum sem hafa alist upp á möl-
inni sé fullljóst hvemig stendur á merkingunni ‘ullarvöndull’? Örstuttar athugasemdir
um þvíumlíkt hefðu verið vel þegnar.
Orðskýringar
7-? Efni og framsetning
Þá er komið að þungamiðju verksins — því hvemig gerð er grein fyrir tengslum
'slenskra orða við samsvarandi orð í skyldum málum. Þar situr eðlilega í fyrirrúmi efni
úr öðrum norrænum og germönskum málum og er ekki síst slægur í því hversu óspart
eru tilfærð orð úr norrænum mállýskum. Til að gefa örlitla hugmynd um þetta atriði
nefna norræna ættingja íslensku orðanna melur (1) og mell. Talin era upp orðin
mel í nýnorsku, mal í borgundarhólmsku og mile í jósku, sem öll merkja ‘sandhóll’,
°g mjalu ‘laus sandur’ og mjág, mjalg ‘sandskriða í árbakka, hár árbakki’ í sænskum
toállýskum. Eins og höfundur segir er mel, meal ‘sandhóll’ í enskum mállýskum óefað
•ökuorð úr norrænu (sjá nánar de Vries 1957-61 og heimildir sem þar era taldar upp).
Kynni því að virðast að orðin hafi uppranalega verið einskorðuð við Norðurlandamál.
Sv° er þó ekki eins og nýlega hefur bent á (Homung 1987:102) þótt naumast hafi þess
yerið að vænta að það væri skráð í íslenska orðsifjabók. í kimbrísku (þ. Zimbrisch),
húþýskri mállýsku sem enn er töluð í nokkram afskekktum byggðum á Norður-Ítalíu
Þur sem fólk af þýsku bergi brotið hefur búið í tæp níu hundrað ár, er varðveitt dæmi
Ulri þetta orð; þar er það ritað mg.1 og mun þýða Tágt fjall’. Allt bendir því til að orð sem
endurgera má frgerm. *melha-!*melga- og merkti ‘sendin hæð’ e.þ.h. hafi í fymdinni