Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 263
Ritdómar
261
á orðasambandið sól íheiði (hk.). Samsett orð hefði mátt nota til skýringa mun víðar,
skýra t.d. eind meðfrumeind.
5. Mismunandi ritháttur, rétt og rangt
Stundum gefur RO fleiri en einn rithátt en stundum ekki. Þar sem mál- og ritvenjur á
okkar dögum eru ekki í samræmi við foman rithátt eða misjafnlega traustar kenningar
um uppruna og orðvensl hefur ritnefnd iðulega fundið rithátt okkar siðspilltu aldar
léttvægan. Að mínu mati hefur RO víða bryddað upp á ágreiningi að tilefnislausu og
tekur til þess allmikið rými, en í annan stað hefði mátt gefa tilbrigði í rithætti þar sem
það er ekki gert.
5.1 Tilbrigði orðs eða tvö orð
Bmðl með orðsgreinar verður áberandi þar sem RO gefur kost á fleiri en einum
rithætti. GGO nýtur þess að til er opinber réttritunarbók konungsríkisins Danmerkur
og getur því valið einn rithátt þótt fleiri séu í boði með því að merkja hann sérstaklega.
Engu að síður sýnir sú bók stundum mismunandi rithátt með sviga, t.d. beskœre(r)saks,
líkt og gert er í orðabókum fyrir fullorðna, s.s. OM. Töluvert rými hefði sparast ef ekki
væm endurteknar orðmyndir sem lenda á svipuðum stað í stafrófsröð eða notaður svigi
um stafi sem má sleppa. Vísað er á milli orðanna tengsl og tengsli, sem standa hlið við
hlið sem sérstakar orðsgreinar, með „einnig“, án þess að getið sé um kyn eða tölu. Á
sama hátt er vísað á milli orðanna Sauðkrœklingur og Sauðkrœkingur, sem standa hlið
við hlið, svo að í þetta eina orð fara fjórar línur. Nafnið Rík(h)arður er beygt í öllurn
föllum með og án ‘h’ í fjómm línum.
Mál Sauðkræk(l)inga er að vísu stórpólitískt mál þar sem réttritunarbók verður að
gæta hlutleysis, en maður spyr hvaða nauður reki RO til að leggja fjórar orðsgreinar
undir predika og predikun með ‘e’ og ‘é’, stripl og striplast með ‘i’ og ‘í’, og átta
orðsgreinar í tólf línum undir tékki, Tékki, tékkneskur og Tékkóslóvakía með ‘é’ og
‘je’. í bók handa grunnskólanemum er engin ástæða til að vekja upp deilur um rithátt
predikunar og þaðan af síður að rita Tékkóslóvakíu með ‘je’ þar sem gott samkomulag
ríkir með þjóðinni um ‘é’. Lesendum er sömuleiðis boðið að rita Sovétríkin og skyld
orð með ‘je’ en sem betur fer em þær myndir ekki sjálfstæð flettiorð. RO sparar sér
víðar tvítekningu, s.s. í flettiorðinu Tindafjöll. Þar er gefinn rithátturinn Tindfjöll án
þess að orðið sé endurtekið.
Aðgreining orða í orðsgreinum og skortur á millivísunum stíar sundur skýringalaust
afbrigðum sama orðs, t.d. golsóttur og goltóttur, sem í OM em saman í línu, afrétt og
afréttur, bragðlegur og bragglegur, eineygður og eineygur, rúning og rúningur, ugga
°8 yggja.
5.2 Uppruni eða almennur ritháttur
f RO er nittðfjögurra ogfjörutíu, tárhreinn, tigull og tigullegur en algengur ritháttur
þessara orðd, fjögra og fjörtíu, táhreinn (líkt og OM), tígull og tígullegur, kemst ekki
á blað. RO mælir með glepslglepsa í stað glefslglefsa í trássi við OM og almennan