Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 261
Ritdómar
259
drúpa, geisa og geysa, en því miður of sjaldan. Þannig mætti skýra betur reita og reyta.
í RO er dæmi um fjögur skyld orð en ólíkrar merkingar, ættuð frá ÁÞ/GG, en
aðeins tvö eru skýrð: „keipa“, „keipar kk. ft. ‘duttlungar’“, „keipóttur" og „keipur
‘áraþollur’: sitja við sinn keip“. Hvemig á notandi að geta sér til um orðflokk og
merkingu orðsins keipa og hvað þýðir keipótturl Er það duttlungafullur maður eða
bátur með keipum? Orðið keipur er skýrt með mynd og er það eitt besta dæmið um vel
heppnaða myndskýringu. Dæmi um hið gagnstæða er mynd af riklingi.
RO aðgreinir orð með ólíka beygingu þótt samstofna séu, en setur undir einn hatt
tvö orð af ólíkum uppruna ef þau beygjast eins, s.s. rím í merkingunum ‘tímatalsregl-
ur; samhljóman orða’. f þessu tilviki gæti merkingin í notkunardæmunum hæglega
misskilist, ruglast í ríminu; endarím.
A hinn bóginn em aðskildar tvær beygingar sagnarinnar reifa og allmiklu kostað í
skýringar:
reifa 1 reifði reift eða reifaði reifað ‘ræða, skýra, gera grein fyrir’: reifa mál
reifa 2 reifaði reifað ‘setja í reifar, vefja reifum’
Þar sem annað er til sparað finnst manni merkingarskýringar hér vera óþarflega
vel útilátnar og notkunardæmið reifa barn hefði verið heppilegra í stað skýringar á
merkingu „reifa 2“, og nmað prýðilega við reifa mál, ekki síst þar sem orðin reifabarn
og reifar fylgja fast á eftir ásamt notkunardæminu vefja reifum.
Vandamál er hvort tilfæra eigi fleirtölumynd fallorða sérstaklega ef eintalan er
sjaldnar notuð eða tengsl við eintölumynd óljós. Og í framhaldi má spyrja hvemig eigi
að skýra slík orð og hvomm megin eigi að tilfæra notkunardæmin? Dæmi um slíkt
vandamál er „horfur sjá horfa 1“ sem RO segir oftast vera í ft. en gefur engin dæmi
um notkun. Deila má um hvort ástæða sé til að eintalan sé hér sjálfstætt flettiorð þar
sem hún er trúlega ekki í orðaforða notenda bókarinnar.
Öðm máli gegnir um „reiða 1 kv., ft. reiður: henda reiöur á einhverju“. Dæmi um
fleirtölunotkun er vel valið en þarft hefði verið að taka orðið óreiöa sem dæmi um
notkun eintölunnar. Fleirtölumyndin „reiður 1 kv. ft.“ er sögð „skylt reiða 1“ þótt hér
sé um ft. sama orðs að ræða og hefði því átt að vísa á milli með „sjá“. Annað dæmi fann
ég um að orð var sagt skylt eigin beygingarmynd: „ymja umdi umið: fossinn ymur
skylt umdi“. Nafnorðið ymur er réttilega skýrt með skyldleika við ymja, umdi.
Kostur er að sýna vandmeðfama notkun orða en gallinn við slík dæmi er að þau
geta gefið ranga hugmynd um merkingu ef ekki eru gefin dæmi um notkun þeirra í
annarri merkingu. Prýðileg dæmi eru með hlakka, langa og vanta en engin dæmi með
fýsa og gýgur. Samnafnið valur stendur við hlið Vals, sem sagt er nafn á karlmanni, og
beygt í öllum föllum. Samnafnið er einungis skýrt með orðasambandinu falla í valinn.
Hvemig eiga notendur að vita hvort fuglinn valur er með stórum staf eða litlum?
í flokk sjö prýðilegra notkunardæma með aö vantar hlceja aö og aö ástœöulausu en
hið síðamefnda sá ég með af í bókmenntatímaritinu Teningi nýlega. I notkunardæmi
með bar er úpplýst að menn séu á barnum og því mætti spyrja hvort ekki hefði átt að
gefa dæmi um notkun forsetninga með öðmm orðum, s.s. sal og skála: ísal og á sal, og
ömefnum, einkum þeirra sem enda á -vík. Við hlið hinna vandasamari notkunardæma