Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 234
232
Ritdómar
verið útbreitt á germönsku málsvæði. Með tímanum féll það hvarvetna í gleymsku
nema í jaðarmálum sem töluð eru á Norðurlöndum annars vegar og syðst í Alpafjöllum
hins vegar.
Að því er varðar orðaforða annarra indóevrópskra mála segist höfundur í formála
síður hafa „hirt um að tilfæra allar orðmyndir sem þar koma til greina en oftast látið
mér nægja færri og þá helst þær sem næst standa að formi og merkingu“ (xx). Satt er
það að í riti um íslenskar orðsifjar á umfjöllun um orð í ijarskyldari tungum ekki að
vera tæmandi. Efnið er þó hvergi skorið við nögl og er gnótt þess einn höfuðkostur
Islenskrar orðsifjabókar.
A hinn bóginn gætir þráfaldlega nokkurrar ónákvæmni í framsetningu líkast því sem
dæmin séu tínd til af handahófi. Þetta kemur einkum fram í því að náskyld orð og orð-
myndir eru sjaldan greind frá þeim sem eru fjarskyldari (það er raunar algengur ljóður
á orðsifjabókum, einkum af eldra tagi). Venjulega er látið gott heita að gefa óskýrar
vísbendingar eins og „sk.“, „sbr.“ eða „ath.“ þótt tíðum þurfi umtalsverða þekkingu
til að átta sig á hvemig skyldleika einstakra orða sé farið og hvað eigi að bera saman
eða athuga. Það besta sem gerist er „hljsk.“ sem hrekkur þó of skammt ef ekki er
gert skiljanlegt hvað í hljóðskiptunum felst. Er t.a.m. a-hljóðskiptastigið í rótaratkvæði
orðsins verpill upprunalegt? Hvað þá um hvarfstig í samsvarandi orðum í vesturger-
mönskum málum (fhþ. wurfil, þ. Wiirfel ‘teningur’ og fe. wyrpil ‘kastslöngva’)? Hér
hefði markvissari framsetning komið vel í haldi.
7.2 Endurgerðar orðmyndir
Um orðmyndir endurgerðar á frumnorrænu, frumgermönsku og frumindóevrópsku
segir: „Ekki er alltaf víst að þessar endurgerðu orðmyndir hafi verið til á viðkomandi
málskeiði, þótt skyldar tungur bendi oft til þess. En endurgerðinni er ætlað að sýnu
það munstur, sem viðkomandi orð eru sniðin eftir, hvort sem þau hafa verið til á
viðkomandi skeiði eða eru eitthvað yngri“ (xx). Slíkt er að sjálfsögðu alvanalegt í
orðsifjabókum en er gott að vita fyrir þá sem „ekki eru lærðir í málfræði" og hefði
raunar mátt útskýra nánar. Þegar t.d. er sagt að feitur, frgerm. *faita-, sé komið af
*poi-do-, þá heyrir síðastnefndi orðstofninn ekki til frumindóevrópsku eins og er að
skilja af orðskýringagreininni heldur forgermönsku málstigi; það er m.ö.o. aðeins unnt
að endurgera *po{-do- á grundvelli orðmynda í germ. málum. Á hinn bóginn kann
stundum að vera hagræði að því að kalla endurgerðar orðmyndir (frum-)indóevrópskar
en ekki forgermanskar o.s.frv. ef allir gera sér ljóst hvað átt er við. Verra er að ekki
virðist vera nein regla á því hvenær endurgerðar orðmyndir eru hafðar með og hvenær
ekki því að oftsinnis vantar þær öldungis að ástæðulausu, að því er virðist.
7.3 Nýjar orðskýringar
Allmargar nýjar orðskýringar er að finna í ritinu og lúta að vonum flestar að eftu
sem áður hefur lítt eða ekki verið fjallað um á prenti. Frumleg er t.d. sú hugmynd að
tengja no. þum, þuma (1) og þöm, sem öll merkja ‘æs, rauf’ e.þ.h., og so. þunxa ‘skera
rauf eða þumu og hnýta saman’ við gr. témnö ‘ég sker’, tomé ‘skurður’ o.fl. og rekja
íslensku orðin þar með til frie. rótar sem hingað til hefur ekki verið talin hafa varðveist