Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 237
Ritdómar
235
unS (sjá Jasanoff 1978 og Rasmussen 1990).9 Hitt skiptir meira máli, ekki síst í riti
sem er eins ætlað leikum sem lærðum, að hvaða skoðun sem menn hafa á ágæti um-
ræddrar kenningar eiga lesendur heimtingu á samræmi í framsetningu. Á því er nokkur
misbrestur í íslenskri orösifjabók. Enda þótt í laryngalefnum sé höfundur hreint ekki
einn um að hafa freistast til að bera kápuna á báðum öxlum ættu flestir að sjá hversu
ónákvæm slík vinnubrögð eru. Með laryngölum er frie. hljóðkerfið endurgert öðruvísi
en án laryngala og ef gert er ráð fyrir þeim á annað borð þá eru þeir fónem og því
einingar í málkerfinu sem óverjandi er að hafa ýmist með eða ekki eftir hentugleikum.
Málamiðlunarleið er að endurgera frie. orðmyndir á hefðbundinn hátt en láta orðmyndir
með laiyngölum fylgja innan sviga þar sem það á við. í íslenskri orðsifjabók er þessari
aðferð raunar beitt á stöku stað, svo sem í skýringu á sunna (en ekki á sól sem tilheyrir
þó upprunalega sama frie. beygingardæmi)10 en ekki markvisst eins og í ýmsum öðrum
ntum, t.d. fomháþýskri orðsifjabók Lloyds og Springers (1988).
9.2 (Jm á og ægi: Eftir hverju fer œttfœrsla oröa?
Ekki er alltaf staðið við að geta þess ef „laryngalkenningin leiðir til annarrar niður-
stöðu“ (xii). T.d. er gefið í skyn, að öllum líkindum með réttu, að orðin d (1) og cegir
(2) séu skyld en í hvorri grein um sig er látið nægja að vísa til hins orðsins og fleiri
skyldra orða án þess að segja neitt nánar um skyldleikann. Venslin á milli orðanna
^ °g œgir verða aftur á móti tæpast skilin nema í ljósi laryngalkenningarinnar og er
e-t.v. tilvinnandi að útskýra það nánar í mjög stuttu máli. Með samanburði við önnur
germönsk mál er unnt að sýna fram á að stofn íslenska orðsins á hafi í frumgermönsku
verið *ahwö-, sem samsvarar latneska orðinu aqua ‘vatn’. Fyrir tæpri öld varpaði
Adolf Noreen (1894:59; sbr. Noreen 1970:146) fram þeirri hugmynd að œgir, á eldra
utálstigi *egwija-, væri leitt af á (< *ahwö-) með hljóðskiptum. í germönskum málum
hafa þó slík hljóðskipti á milli stutts /a/ og langs /e:/ (norður- og vesturgerm. /a:/) í
rótaratkvæði aldrei verið virk í afleiðslu nafnorða eða lýsingarorða. Ef um er að ræða
eitthvert samband á milli þessara orða þá er það að rekja aftur til forgermansks málstigs.
, kemur laryngalkenningin til skjalanna. í samræmi við hana endurspeglar germ. /a/
jsumum tilvikumfrie./H2e/engerm./e:/geturm.a. veriðkomiðaffrie./H2e:/(sját.d.
Mayrhofer 1986:132-133). Frgerm. *ahwö- (ísl. á) og lat. aqua eru þá rakin til frie.
°rðstofnsins /H2ekueH2-/ sem gaf *H2ak-aH2- þegar í frumindóevrópsku. í flestum
le- málum féllu laryngalar brott í algerri framstöðu og — með uppbótarlengingu —
á eftir sérhljóðum. Stóð þá eftir *ak-á- sem liggur frgerm. *ahwö- (ísl. á ) og lat.
Qqua til grundvallar. Orðinu œgir er auðvelt að koma heim við þennan orðstofn með
erli sem nefnt er þanstigsafleiðsla (yrddhi) og Darms (1978) sá sem áður var nefndur
Með Verscharfung er átt við „herðingu" á frie. */ og *u sem gefur frgerm. *jj og
h’w og kemur fram sem ddj, ggw í gotnesku og ggj, ggv í íslensku (t.d. gotn. twaddje,
!sl. tveggja en fhþ. zweiio\ gotn. glaggwo, ísl. glöggur en fsax., fhþ. glau), sbr. íslenska
0rSsifjabók, xii. bls.
10 f
Isl. orðið sól endurspeglar frie. *seH2yl/*seH2yel (nf.) en orðið sunna er leitt af
st°fni aukafalla *sH2un-/*suH2n- (Jörundur Hilmarsson 1987:62 o.áfr.).