Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 251
Ritdómar
249
Skýringar af þessu tagi eru nokkuð algild regla í fyrsta lagi með samheitum, s.s.
bón og horfa, sem áður voru talin. í öðru lagi með smáorðum sem algeng eru í föstum
orðasamböndum. Með að eru t.d. gefin sjö dæmi um orðasambönd þar sem hætta
er á ruglingi við af. Víða eru dæmi um notkun orða sem koma fyrir í föstum eða
vandmeðfömum orðasamböndum, t.d. „álfur eins og álfur út úr hól“, þótt það sé ekki
algild regla og dæmin sýni oft ekki nema eina merkingu orðsins. Ekki er heldur almenn
regla að skýra sjaldgæf orð eða torskilin þótt það sé stundum gert, s.s. „gegnd ‘hóf,
hófsemi’: það er engin gegnd íþví; skylt gagn“.
d) Skýring á stafsetningu. í Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1982, hér
eftir HH) er stafsetning allra orða skýrð mjög rækilega með vísun til skyldra orða, eldra
málstigs eða erlendra mála. í RO eru orð skýrð ef hætt er við stafavíxlum, ruglingi ‘y’
og ‘i’, eða einfaldra og tvöfaldra samhljóða. Þá er ýmist gefin merking, notkunardæmi
eða vísað til skyldra orða. Þess hefur verið gætt að vísa einungis til orða sem ætla má
að nemendur þekki eða geti skilið, sbr. dæmið um gegnd hér að ofan, en hvorki vísað
til eldra málstigs né erlendra mála.
e) Mismunandi ritháttur og millivísanir. f RO eru víða gefin dæmi um mismunandi
rithátt eða beygingu en eðlilega er þeim gert mishátt undir höfði. Báðir rithættimir
eru flettiorð ef þeir teljast leyfilegir en notkun tilvísunarorðanna eða, einnig, má rita
°g sjá gefur vísbendingar um hvort RO tekur eina mynd fram yfir aðra. Sé ekki
gert upp á milli rithátta er vísað á milli með eða. Þannig gefur bókin kost á að rita
jöíhum höndum „Ingvi eða Yngvi“, „alls konar eða allskonar". Sé annar rithátturinn
algengari eða talinn réttari miðað við uppruna er vísað á hann með sjá, t.d. „ýtarlegur
sjá ítarlegur". Sé almennur ritháttur ekki talinn réttur miðað við uppruna eða reglu er
mælt með hinum „rétta" rithætti án þess að hinn almenni ritháttur sé talinn óleyfilegur,
svo: „Ólimpíuleikar má rita Ólympíuleikar“, „Ólympíuleikar sjá Ólimpíuleikar“.
Stundum eru sýnd tilbrigði af sama orði með tilvísunarorðinu einnig og er orðið,
sem á eftir fer, oftast til sem flettiorð en þarf ekki að vera það, t.d. „sautján einnig
seytján“,, Jerúsalem einnig Jórsalir".
Vísað er á milli örfárra orða með ‘y’ og ‘i’, s.s. „sifjaður [...] annað orð er syfjaður“,
en við syfjaður er ekki vísað til baka. Þetta er því miður ekki algild regla þar sem
þó væri full þörf á, t.d. við list - lyst og leiti - leyti. í bókinni eru fáeinar reglur um
stafsetningu, einkum eitt orð eða tvö, s.s. við „afar ritað áfast no. en laust ffá lo. og ao.“, og
gefin dæmi. Sams konar reglur eru gefnar við of og ofur. Sjálfstætt flettiorð í tveimur
°rðum er „með fram skal rita sem tvö orð: ganga með fram vatninu“.
0 Skammstafanir o.fl. í skammstafanaskrá eru 26 skammstafanir, aðallega málfræði-
hugtök, og eitt merki, ör. Ekki eru skammstöfuð stig lýsingarorða, orðið miðmynd og
fáein önnur orð sem skýra notkunarsvið orðs. í stað þess að skrifa fullum stöfum karl-
Wannsnafn, kvenmannsnafn og plöntuheiti hefði hæglega mátt nota myndrænt tákn:
vangasvip eða blóm.
1-3 Verkefnahefti
Af þessu má sjá að RO er ágætt hjálpargagn við skriftir. Námsgagnastofnun fylgdi
otgáfu bókarinnar eftir með þremur litlum verkefnaheftum eftir Vénýju Lúðvíksdóttur