Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 231
Ritdómar
229
vega og meta að hve miklu leyti því hafi verið náð. Má þó fyrir fram geta sér þess til
að ekki sé tekið út með sældinni að gera bæði leikmönnum og sérfróðum að öllu leyti
til hæfis í sama riti.
Af formála er enn fremur unnt að ráða sitthvað um viðhorf og aðferð höfundar
sem kann að leiða til betri skilnings á megineinkennum sjálfrar orðabókarinnar. Er þar
að finna ýmsan þarfan fróðleik um málvísindaleg efni þótt að vísu hefði á nokkrum
stöðum mátt kveða skýrar að orði. Fyrst er stutt yfirlit yfir ie. málaættina (með ættartré
W)), lýst hefðbundinni „mynd af málhljóðakerfi hinnar indóevrópsku móðurtungu"
(x) og drepið á algengasta afbrigði laryngalkenningarinnar, sem gerir ráð fyrir þremur
laryngölum (barkaopshljóðum) í frumindóevrópsku (þessi hljóð eru oft táknuð með
H\, H2, H3). Lámar eru í ljós efasemdir um minjar laryngala í germönsku, sem er
býsna algengt (en að mínum dómi umdeilanlegt) viðhorf, og jafnframt er því lýst yfir
að í bókinni séu „indóevrópskar orðmyndir ekki endurgerðar með barkaopshljóðum
nema stöku sinnum, svo sem þegar greint er frá upprunaskýringum á orðmyndum
Þar sem laryngalkenningin leiðir til annarrar niðurstöðu og í örfáum tilvikum öðrum“
(xii). Höfundur hefur verið vel heima í ýmsu af því sem um hefur verið karpað í
mdóevrópskum fræðum á síðustu árum. Hann minnist á svokallaða glottalkenningu,
sem kom fram um miðjan áttunda áramg, og er „oftast kennd við þá T. V. Gamkrelidze,
VV. Ivanov og P.J. Hopper", í þá veru að frie. rödduðu „lokhljóðin b, d og g hafi í
öndverðu verið barkaops-lokhljóð p, í, k“. Undrast víst fáir að ekki skuli það efni koma
fram „í endurgerð ie. orðmynda í þessari orðabók" (xii).7 Að lokinni skilgreiningu á
fót og rótarauka (xii) er getið kenningar Benvenistes um gerð frie. róta og vitnað í
frtegan kafla í einu höfuðriti hans með ár- og blaðsíðutali (Benveniste 1935:147-173)
þótt annars sé sparlega getið heimilda. Eins og víðar í íslenskri orðsifjabók hattar
öér fyrir tregðu til að kyngja öllu sem sett hefur verið á prent í nafni vísindanna,
°8 er slíkt að sjálfsögðu höfuðprýði á hverju fræðiriti; hins vegar ætti skynsamleg
varfæmi ekki að koma í veg fyrir að vel grundaðar nýjungar séu viðurkenndar. Þá er
stuttlega vikið að helstu atriðum í hljóðþróun germanskra og norrænna mála (xiii-xvi)
°8 má ætla að það efni standi flestum lesendum bókarinnar öllu nær en það sem að
framan er talið. Því miður hefur á þeim stað slæðst inn ónákvæmni sem kynni að
ru8la þá sem eru ekki handgengnir sögulegri hljóðkerfisfræði fomgermanskra mála (á
efn töfluna á xiii. bls. vantar kringd gómmælt lokhljóð, auk þess sem þar em sýndar
öreytingar á fleiri hljóðum en aðeins lokhljóðum). Stíllinn er lflca svo harðsoðinn (sjá
t d- það sem sagt er um é2 í germönsku (xiii-xiv)) að næsta óskiljanlegt hlýtur að
Vcra öðmm en þeim sem til þekkja — en þeim geta kaflar þessir varla verið ætlaðir.
froks er fengist við norræna og germanska orðmyndun — „mest vegna þess að ekkert
yfirlitsrit er til um það efni á íslensku" — og sögð deili á fáeinum algengum nafnorða-,
7 Glottalkcnningin, sem enn er mjög umdeild meðal samanburðarmálfræðinga (sjá
l-d. Vennemann 1989), felur m.a. í sér að germ. hljóðfærslan er úr sögunni í þeirri
Jöynd sem menn hafa átt að venjast. Samhljóðakerfi fmmgermönsku verður þá fom-
e8ra en samkvæmt „sígildum" hugmyndum en aftur á móti verður að hugsa sér að
Samhljóðakerfi flestra annarra ie. mála hafi breyst meira.