Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Síða 10
4
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ
Nú var hvatamönnum málsins hjer nyrðra og öðrum stuðn-
ingsmönnum þess utan Reykjavíkur næsta hugleikið, að aðalfundir
Sambandsins yrðu haldnir á víxl í landsfjórðungunum, en í sam-
bandi við þá á Skákþing íslendinga að vera háð. Petla jafnræðis-
ákvæði gat fáa grunað að myndi hafa þær afleiðingar í för með
sjer, sem kunnar eru og að ofan getur. En þrátt fyrir það hikuðu
5 skákfjelög norðlensk eigi við, að halda málinu áfram, heldur stigu
sporið alt og stofnuðu Sambandið, og er full ástæða til að ætla,
að ekki geti liðið langur tími, þar til öll skákfjelög landsins hafa
tekið höndum saman til öflugrar viðreisnar íslensku skáklífi.
Með Sambandsstofnuninni er fenginn sá tengiliður einstaklinganna,
sem skák unna víðsvegar á landi hjer, er mestur aflgjafi mun reynast
skáklistinni á íslandi, og má vænta þess, að nú sje undirstaða fundin
eðlilegri framþróun. En þá undirstöðu vantaði tilfinnanlega.
Sig. Ein. Hlíðar.
S K Á K ■ H E IMSMBIS T A R I N N .
Petfa tignarnafn (»Campion of the World«) tók upp í fyrstu
skákmeistarinn Wilhelm Steinitz (fæddur í Prag 18. maí 1836) um
1866, eítir að hann hafði sigrað í einvígi þrjá hina mestu skák-
meistara þeirra tíma, þá Pjóðverjana Adolf Anderssen og J. H.
Zukertort, og Englendinginn J. H. Blackburne. Varði Steinitz þessa
tign í 28 ár í mörgum einvígum, þangað til Pjóðverjinn Emanuel
Lasker sigraði hann 1894. Síðan hefir Lasker varið tignina í liðug
25 ár, eða þangað til í apríl 1921, að Cubamaðurinn Capablanca
vann hana af honurn. — Pykir viðeigandi hjer, að lýsa stuttlega
æfiferli hins nýja skák-heimsmeistara.
José Raoul Capablanca y Oranperra er af gömlum spönskum
höfðingjaættum kominn. Hann er fæddur í Habana á Cuba 19.
nóv. 1888. Pegar á fyrstu barndómsárum (tæpl. 5 ára) fór að bera
á skákgáfu hans, en foreldrum hans leist ekki á, að liann færi svo
ungur að gefa sig að tafli, og var honum aðeins lílið eitt leyft að
hafa skák um hönd fyr en á 13. ári. Pá fjekk hann tækifæri til að
tefla við Celso Golmajo, skákmeistara á Cuba, einn af bestu skák-
mönnum Ameríku. Gaf Golmajo honum í forgjöf fyrst lirók, síðan
riddara, en eftir hálfan mánuð þólti honum ærið nóg, að gefa
Capablanca eitt peð.
Capablanca tefldi nú tíðum við bestu skákmennina í Habana
og sigraði þá auðveldlega. Árið 1905 var Capablanca settur í