Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Side 27

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Side 27
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 21 Stórmeistarinn rússneski, Aljechin, tefldi 2. febrúar s. I. í París, 28 skákir blindandi (blindskákir) í einu. Skákirnar stóðu yfir 12 tíma og 40 mín. án uppihatds. Vann hann 22, tapaði 3 og gerði 3 jafnteíli. Setti hann með þessu heimsmet í þeirri íþrótt, að tefla við marga í einu án þess að liorfa á skákborðin. En þetta heims- met stóð þó ekki lengi, því að 5 döguni síðar, eða hinn 7. febrúar setti austurríski stórmeistarinn R. Reti nýtt heimsmet í þessari íþrótt í Sao Paulo í Brasilíu með því að iefla í einu 29 blindskákir. Vann hann af þeim 20, tapaði 2 og gerði 7 jafntefli. Á skákþingi 5 stórmeistara, sem háð var í Parísarborg nýlega, vann Aljechin 1. verðlaun, náði 6'/2 vinningi (2 umgangar). Tarta- kower varð næstur með 41/2 vinning. í febrúar s. 1. háðu einvígi stórmeistarinn rússneski Bogoljubow og Romanowsky, skákmeistari Rússlands. Vann Bogoljubow 5, tapaði 1 og gerði 6 jafntefli. Einnig háðu þeir einvígi nýlega, Spielmann og Svíinn Nilsson. Vann Spielmann 3, tapaði 1 og gerði 1 jafntefli. Einvígi ætla þeir að heyja bráðlega Dr. E. Lasker og próf. Dr. Vidmar. Er tilætlun þeirra að tefla alls 10 skákir, 4 í Belgrað, 4 í Laibach og 2 í Agram. Pykja þetta allmikil tíðindi sökum þess, að Dr. Vidmar er nú talinn einn af bestu skákmönnum heimsins. í lok maímánaðar verður haldið alþjóðaskákþing í Marienbad í Tschekko-Slovakiu. Hefir bæjarstjórnin þar lagt fram 30 þúsund tschekkískar krónur til verðlauna á þessu skákþingi. Er búist við að margir stórmeistarar muni taka þátt í skákþinginu. í október s. 1. gekst Skáksamband Stokkhólms og Dagens Ny- heter fyrir forgjafa skákþingi miklu, sem mun vera einstakt í sinni röð. Tefldu þar I. flokks skákmenn móti III. og IV. flokks-mönnum og urðu þátttakendur 45ö. Forgjafirnar voru ærið miklar, því að t. d. IV. flokks menn fengu hrók og riddara í forgjöf af 1. flokks- mönnum. 74 verðlaun voru veitt á skákþinginu. — En þessu þingi lauk svo, að forgjafaþiggjendur (III. og IV. flokkur) hlaut öll verð- launin. Sá hjet B. Bergvall, sem vann fyrstu verðlaun, og var hann úr IV. flokki, en 3 lll.-flokksmenn unnu næstu verðlaun. Dr. Karl Olsen varð efstur af meistaraflokki, en náði þó engum verðlaunum. Um fyrirkoniulag þessa skákþings er oss ekki fullkunnugt.

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.