Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Qupperneq 28
22
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ
I n n 1 e n d .
Símaskákir lefldi Skákíjelag Akureyrar vifl Taflfjelag Reykjavík-
ur í vetur um nýársleylið, eins og að vanda. Voru þátttakendur nú
II frá hvoiu fjelagi. Var byrjað að tefla um kl. 10 að kvöldi og
entust fram að kl. 9 að morgni, með aðeins liálfrar stundar kaffi-
hvíld um miðnætti. Fóru leikar þannig, að Skákfjelag Akureyrar
hlaut 7V2 vinning móti 31/2 frá Taflljelagi Reykjavíkur. — Símaskákir
rnilli þessara fjelaga liafa verið tíðkaðar um nýársleytið hvert ár
síðan 1920 og verður nánar á þær minst í næsta hefti.
Aðrar símaskákir tefldi Skákfjelag Akureyrar við Skákfjelag Sauð-
árkróks um sumarmálaleytið. Frá hálfu Skákfjelags Akureyrar tefldu
Il.-flokks-skákmenn aðeins. Hlutu þeir 51/2 vinning móti 2'h frá
Skákfjelagi Sauðárkróks.
Á skírdag í vor bauð Skákfjelag Hörgdælinga nokkrum skák-
mönnum úr Skákfjelagi Akureyrar til skákmóts við sig. Fóru 5
fjelagar til mótsins (4 I.-flokks-menn og 1 Il.-flokks). Tefldu við
þá 7 Hörgdælir. Leikslok urðu þau, að Akureyringar hlutu A'h
vinning móti 2'h frá Hörgdælum.
Hið árlega Skákþing íslands í Reykjavík er nýlega afstaðið og
hófst 4. apríl síðastl. Nákvæmar frjettir af þinginu eru ekki komnar,
þegar Skákblaðið er tilbúið í prentun. F>ó segir símfrjett úr Reykja-
vík, að 5 keppendur hafi tekið þátt í því, 2 I.-flokks-menn, þeir
Eggert Guðmundsson og Sigurður Jónsson, og 3 Il.-flokks menn,
allir úr Taflfjelagi Reykjavíkur. Úrslit urðu þau, að E. Guðmunds-
son og Sig. Jónsson urðu jafnir að vinningum. Keptu þeir síðan
til úrslita og vann Eggert með 3 unnum skákum og 1 jafntefli.
Síðastliðið ár dvaldi Eggert Guðmundsson í Kaupmannahöfn.
Tefldi hann þar í »Köbenhavns Skakforening«, seni mun vera helsta
skákfjelag í Danmörku. Var hann talinn með snjöllustu skákmönn-
um I. flokks þar. — Sömuleiðis hefir landi vor, Brynjólfur Stef-
ánsson, getið sjer ágætan orðstír í sama fjelagi. Tefldi hann þaf
nýlega á skákþingi og varð jafnsnjall efsta manni. Tefldu þeir sam-
an til úrslita þrjár skákir, og tapaði þá Brynjólfur 2 móti einni,
segir símfrjett úr Reykjavík.