Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Side 22

Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Side 22
92 ISLENSKT SKÁKBLAÐ hafa stofnað með sjer. Tilgangurinn með fjelagsskap þessum er að senda út um heim allan þráðlaus loftskeyti um skák, skákfrjettir, tefld töfl o. s. frv., er lítur að skák og er áliugaefni skákvina í heiminum. Sambandinu hefir orðið mikið ágengt í þessa átt. Hefir það meðal annars tekið við ritstjórn og keypt skáktímaritin »Woc- henschack« og »SchwaIbe«. — Er þess væntandi, að íslendingar, sem hafa góð móttökutæki þráðlausra skeyfa og áhuga hafa á skák, reyni að setja sig í samband við »Funkschack«. Nýlega er lokið meistaraskákþingi miklu í Semmering, nálægt Vínarborg. Tefldu þar flestir stórmeistarar heimsins nema Capa- blanca, Dr. Lasker og Bogoljubow. Hafði liinn síðastnefndi ætlað að taka þátt í þessu skákþingi, en vegna ósamkomulags, er var milli Rússlands og Austurríkis, neitaði sovjet-stjórn. Rússlands Bo- goljubow þátttöku. Jafnvel hafði komið til orða, að Capablanca tefldi þar líka, sem þó ekki varð. Úrslit þessa skákþings urðu þau, að Spielmann hlaut I. verðlaun með 13 vinningum. Er nú langt síðan Spielmann hefir náð fremstu sætum á skákþingum, og mun það alment hafa verið álitið, að hann væri að dragast aftur úr. Hefir hann stöðugt færst neðar og neðar í röð heimsmeistaranna. Hefir hann ekki viljað viðurkenna hinn nýja skóla og álitið hann eins- konar vindbólu, sem myndi hjaðna fyr en seinna. En það, að hann hefir nú náð I. verðlaunum á þessu skákþingi, er ekki því að þakka, að hann hafi gengið á hönd hinum nýja skóla, heldur hefir hann lært að sigrast á skákaðferðum hans. Má búast við, að skenitilegt verði að fylgjast með glímu hins nýja og gamla skóla á komandi meistaraþingum, nái Spielmann að halda hitanum í keppendunum þar, eins og hann gerði á meistaraþinginu í Semmering. — II. verð- laun fjekk Aljechin með 121/2 vinning, III. verðlaun Vidmar með 12 vinninga, IV. og V. verðlaunum skiftu Niemzowitsch og Tartakower með 11 vinningum hvor, VI. og VII. verðlaun Rubenstein og Dr. Tarrasch með 10 vinningum hvor og VIII. verðlaun Réti með 91/2 vinning. Þingið sóttu alls 18 meistarar. Rætt er nú allmikið um heimsmeistaratignina í erlendum skák- blöðum og þá, er til mála komi að keppi um hana. Er það fiestra álit, að heppilegast væri að stofna til skákþings milli þeirra, og eru þá alment tilnefndir, auk heiinsmeistarans, þeir Dr. Lasker, Dr. Aljec- hin og Bogoljubow. Er Dr. Lasker þessarar skoðunar. Aðrir hafa stungið upp á því, að þeir Dr. Lasker og Capablanca reyni með sjer sjerstaklega og Dr. Aljechin og Bogoljubow á öðru leyti, og

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.