Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 2

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 2
2 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands þeir fæslir tækifæri til að koma þeirri þekkingu til deildarmanna sinna, nema á fundum, sem oft eru illa sóttir, og verst af þeim, sem mesta hefðu þörfina fyrir að fá skýringar á ýmsu, er félagið varðar. Stjórn Sf. Sl. hefir nú ákveðið að gera nýja tilraun til þess að gefa félagsmönnum og bændum á félagssvæð- inu tækifæri til þess að fylgjast betur með í rekstri og málefnum félagsins, með þvi að láta félagið gefa út dá- lítið ársrit í smáheftum, sem útbýtt verði ókeypis til allra félagsmanna. í þvi riti verða prentaðar funda- gerðir félagsins, ýmsar skýrslur um fjárhagsafkomu, rekstur og önnur málefni, er félagið varða, og máske stuttar ritgerðir um ýmislegt búskap viðvíkjandi. — Á þennan hátt liyggur stjórn félagsins, að koma megi i veg fyrir ýmsan misskilning á málefnum þess, sem oft hefir átt sér stað meðal félagsmanna, einkum mestu erfið- leikaárin, þá er mest riður á, að allir félagsmenn fylg- ist með í vandamálum félagsins, og taki höndum sam- an til þess að styðja félagsskapinn. Að vísu er nokkur kostnaður við útgáfu sliks rils, en úr honum mun mega draga með þvi, að taka auglýs- ingar í ritið. Væri það í samræmi við lög félagsins, 27. gr., að greiða útgáfukostnaðinn úr varasjóði, en telja hann ekki með reksturskostnaði. Gætir kostnaðarins þá lítið, þó að hann dragi örlilið úr vexti varasjóðs. í þessu 1. hefti gerir forstjóri félagsins grein fyrir erfiðleikum þeim, sem hið ægilega verðfall á sláturfjár- afurðum hin síðustu ár hefir valdið félaginu. Við at- hugun þess máls er vonandi, að allir félagsmenn skilji, hvers virði Sf. Sl. hefir vcrið sunnlenskum bændum á þessum árum, og hve áríðandi er fyrir þá að taka hönd- um saman i félagsmálum. Smárit þetta verður nú sent öllum félagsmönnum Sf. Sl. í þeirri von, að þvi verði vel tekið, og að það auki að nokkuru þelckingu manna á málefnum félags-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.