Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 5
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
5
selt nýslátrað dilkakjöt hér í bænum á aðra viku, og er
félagið byrjaði, svaraði söluverð þeirra til kr. 1.30 pr.
kgr. i innkaupi, en það var 50 til 60 aurum lægra bverl
kgr. en verið liafði á sama tíma sumarið áður. Félagið
sá þá lieldur ekki fært að byrja með liærra verð en það,
sem fjöldi verslana voru þegar komnar með, en að fé-
lagið byrjaði ekki fyr, stafaði af því, að það var ekki
fyr búið með frosna kjötið frá fyrra ári. Hinsvegar
reyndi félagið að reisa skorður við þvi, að verðfallið
yrði mjög ört þar á eftir. Ekki leið þó á löngu áður
en ýmsar kjötvcrslanir hér í bænum settu verð sitt 10
til 20 aura niður fyrir verð félagsins á hverjum tima,
og héldu þeirri aðferð áfram alt fram á aðalslátrun.
Það eftirtektarverðasta við þetta er þó það, að einmitk
þær verslanir, sem svo fóru að, keyptu kjöt silt beint
frá framleiðendum eða sveitakaupmönnum, þvi að þær
verslanir, er kjöt fá frá félaginu, eru allar bundnar við
eitt og sanva útsöluverð.
Þannig var kjötverð hér í bænum s.l. sumar, minst
40 aurum lægra hvert kgr. en það liafði verið sumarið
áður, og þegar aðalslátrun byrjaði, var lieildsöluverðið
nú komið niður í 80 aura kgr. í stað kr. 1.20 á sama
tíma árið áður. Var þctta auðvitað afleiðing af þvi, að
menn alment báru kvíðboga fyrir væntanlegu haust-
verði, og buðu svo kjötið fyrir hvað sem var, enda vorn
dæmi þess, að menn gengu hér húsa á milli og buðu
kjötkroppa fyrir 60 til 70 aura kgr. i fyrri hluta septem-
bermánaðar.
Strax í fyrrahaust var lika kjötverð úti um land orð-
ið enn lægra en það þó er liér nú, og voru þó crlendar
markaðsliorfur til muna verri nú en þær voru þá.
Framboð af kjöti og fé til afhendingar i haust var
líka gífurlegt hvaðanæva af landinu. Ilingað bárust
óskir um að taka á móti dilkum til slátrunar austan
úr Skaftafellssýslum, vestan úr Dölum og norðan úr