Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 3

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 3
Félagsrit Slálurfélags Suðurlands 3 ins. Fylgir því sú ósk, að eittlivað sæki i áttina til betra liags hjá íslenskum bændum á hinu nýbyrjaða ári, og að sunnlenskir bændur athugi vel, hvort þeiin muni ekki vera hollast að standa fast saman um sitt eigið fé- lag, Sláturfélag Suðurlands. Ágúst Helgason. ÞESSU RITI er elcki ætlað að koma út á neinum ákveðnum tima, lieldur aðeins þegar ástæða þykir til og efni er fyrir hendi. Eins og formaður tekur i'ram, er ritinu ætlað að verða eins konar boðberi félagsins til allra félagsmannanna. Það á að flytja þeim réttar og sannar fregnir af öllu þvi, er félagsslarfsemina varðar. Einnig er ritinu ætlað að verða boðberi milli liinna ein- stöku félagsmanna mcð þvi að birta greinar eftir menn, er einliverju liafa að miðla af rcynslu eða þekkingu á því, sem orðið getur búskap og framleiðslu að gagni. Þess er þvi eindregið vænst, að þeir félagsmenn, er reynt iiafa eða þekkja gagnsemi einhvers þess, er varð- ar framleiðslu sláturfénaðar, svo scm kynbætur, fóðr- un, hirðing fénaðarins og hverskonar meðferð, sendi rit- inu stuttar og gagnorðar greinar um þessi efni, svo að hægt sé að birta þær öðrum til leiðbeiningar og athugun- ar. — Félagsmenn, sendið ritinu einnig fyrirspurnir um atriði, er varða félagsstarfsemina og þér óskið upplýs- inga um. Þeim mun verða svarað i ritinu við fyrsta tækifæri. H. B.

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.