Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 4
4
Félagsrit Sldturfélags Suðurlands
Látiim stjóniarmaður.
Hinn 22. olct. síðastl. andaðist liinn þjóðkunni merkis-
maður Einar Jónsson, fyrsr. alþingismaður, á Geld-
ingalæk.
Iiann var fulltrúi Rangæinga i stjórn Sláturfélagsins
frá 1922 og til dauðadags, og rækti störf sín þar með
sinni alkunnu réttsýni, feslu og sanngirni. Varaformaður
félagsins var hann 1928—29.
Við fráfall hans tók sæti í stjórninni vara-stjórnarfull-
trúi Guðmundur Þorbjarnarson, Stóra-Hofi.
Kaflar úr liréfi
úr bréfi frá forstjóra Sf. Sl. til deildarstjóranna
á félagssvæðinu, dags. 22. okt. 1932.
Verðlag sláturfjárafurða.
Það ætti ekki að vera nauðsynlegt að fjölyrða um
verðlagsákvörðun félagsins nú né endranær. Það eitt, að
að henni standa óskiptir stjórnarmenn félagsins allir,
sinn úr hverri sýslu, sem auk þess eru allir bændur, end-
urskoðendur félagsins báðir og tveir fulltrúar frá Kaup-
félagi Bogfirðinga, ætti að vera framleiðendum næg
trygging þess, að reynt sé að gæta hagsmuna þeirra eftir
því, sem mögulegt er. — Engu að siður þykir mér þó
rélt að draga liér fram ástæður þær, sem verðlags-
ékvörðunin var bygð á, lil skýringar fyrir þá, sem ókunn-
ugri eru:
Þegar Sláturfélagið hyrjaði að taka lömb til slátrun-
ar síðustu dagana i júlímánuði s.l. sumar, höfðu aðrir